Kettir björguðu lífi ungra mæðgna í bruna í Reykjanesbæ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. október 2015 12:11 Hilmar Bragi Bárðarson, fréttastjóri Víkurfrétta, var fljótur á vettvang og náði myndum af björgunaraðgerðum lögreglu. Mynd/Víkurfréttir Lögreglumönnum á Suðurnesjum tókst að bjarga lífi tveggja líflausra katta eftir að eldur kom upp í fjölbýlishúsi á Ásbrú á Reykjanesi í morgun. Skömmu áður höfðu kettirnir komið eigendum sínum, mæðgum í íbúð á jarðhæð hússins, til bjargar. Ótrúleg atburðarás en sem betur fer virðast allir hafa sloppið með skrekkinn.Víkurfréttir greindu fyrst frá málinu í morgun en lögreglunni barst tilkynning um eldinn um stundarfjórðung fyrir klukkan tíu í morgun. Sigvaldi Arnar Lárusson, varðstjóri hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum, var fyrstur á vettvang. Þá voru mæðgurnar komnar út úr íbúðinni en eldurinn logaði. Þær höfðu verið sofandi í svefnherberginu þegar eldurinn kom upp. „Kettirnir hafa bjargað ungu mæðgunum,“ segir Sigvaldi í samtali við Vísi. Í einu herbergi íbúðarinnar sé gluggi sem kettirnir ganga inn og út um. Í þetta skiptið hafi hins vegar annar kötturinn byrjað að krafsa í svefnherbergishurðina þar sem móðirin var með sofandi dóttur sína.Sigvaldi Arnar Lárusson.„Mamman opnar hurðina og sér hvað er í gangi. Þá var kominn mikill reykur og eldur í íbúðinni. Hún nær að taka dóttur sína og fara út um svaladyrnar. Þær hlaupa þar út,“ segir Sigvaldi sem var mættur á vettvang skömmu síðar. Þrír kettir voru í íbúðinni og fór fjölskyldufaðirinn beina leið með einn þeirra á dýraspítala. Sigvaldi tók við hinum tveimur. „Kettirnir voru alveg líflausir,“ segir Sigvaldi. „Það var bara farið í það sem er kennt í lögregluskólanum, endurlífgun.“Alltaf ánægjulegt Endurlífgunin gekk fullkomlega upp en það er ekki á hverjum degi sem lögreglumenn eru í því hlutverki að koma dýrum til bjargar á þennan hátt. Í tilfelli Sigvalda var þetta í fyrsta skipti. Aðferðin hafi verið sú sama og í raun ekki ósvipað og ef um lítið barn hefði verið að ræða. „Það er alltaf ánægjulegt þegar þetta tekst.“ Greiðlega gekk að slökkva eldinn en eldsupptök eru ókunn og í rannsókn hjá lögreglu. Tengdar fréttir Hleypur frá Keflavík til Hofsóss eftir mislukkaða spá Sigvaldi spáði því að Gylfi Þór Sigurðsson yrði íþróttamaður ársins, karlalandsliðið í fótbolta lið ársins og þjálfari Stjörnunnar í karlaknattspyrnu þjálfari ársins. 6. janúar 2015 10:46 Umhyggja nýtur góðs af mislukkaðri spá lögreglumanns Sigvaldi Arnar Lárusson leggur í 370 kílómetra langa göngu á föstudag til styrktar langveikum börnum. 1. júní 2015 21:26 Lögreglumaður í kjarabaráttu birtir launaseðilinn sinn Lögreglumaður með sjö ára starfsreynslu er með 454 þúsund krónur í mánaðarlaun. 5. október 2015 11:20 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Lögreglumönnum á Suðurnesjum tókst að bjarga lífi tveggja líflausra katta eftir að eldur kom upp í fjölbýlishúsi á Ásbrú á Reykjanesi í morgun. Skömmu áður höfðu kettirnir komið eigendum sínum, mæðgum í íbúð á jarðhæð hússins, til bjargar. Ótrúleg atburðarás en sem betur fer virðast allir hafa sloppið með skrekkinn.Víkurfréttir greindu fyrst frá málinu í morgun en lögreglunni barst tilkynning um eldinn um stundarfjórðung fyrir klukkan tíu í morgun. Sigvaldi Arnar Lárusson, varðstjóri hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum, var fyrstur á vettvang. Þá voru mæðgurnar komnar út úr íbúðinni en eldurinn logaði. Þær höfðu verið sofandi í svefnherberginu þegar eldurinn kom upp. „Kettirnir hafa bjargað ungu mæðgunum,“ segir Sigvaldi í samtali við Vísi. Í einu herbergi íbúðarinnar sé gluggi sem kettirnir ganga inn og út um. Í þetta skiptið hafi hins vegar annar kötturinn byrjað að krafsa í svefnherbergishurðina þar sem móðirin var með sofandi dóttur sína.Sigvaldi Arnar Lárusson.„Mamman opnar hurðina og sér hvað er í gangi. Þá var kominn mikill reykur og eldur í íbúðinni. Hún nær að taka dóttur sína og fara út um svaladyrnar. Þær hlaupa þar út,“ segir Sigvaldi sem var mættur á vettvang skömmu síðar. Þrír kettir voru í íbúðinni og fór fjölskyldufaðirinn beina leið með einn þeirra á dýraspítala. Sigvaldi tók við hinum tveimur. „Kettirnir voru alveg líflausir,“ segir Sigvaldi. „Það var bara farið í það sem er kennt í lögregluskólanum, endurlífgun.“Alltaf ánægjulegt Endurlífgunin gekk fullkomlega upp en það er ekki á hverjum degi sem lögreglumenn eru í því hlutverki að koma dýrum til bjargar á þennan hátt. Í tilfelli Sigvalda var þetta í fyrsta skipti. Aðferðin hafi verið sú sama og í raun ekki ósvipað og ef um lítið barn hefði verið að ræða. „Það er alltaf ánægjulegt þegar þetta tekst.“ Greiðlega gekk að slökkva eldinn en eldsupptök eru ókunn og í rannsókn hjá lögreglu.
Tengdar fréttir Hleypur frá Keflavík til Hofsóss eftir mislukkaða spá Sigvaldi spáði því að Gylfi Þór Sigurðsson yrði íþróttamaður ársins, karlalandsliðið í fótbolta lið ársins og þjálfari Stjörnunnar í karlaknattspyrnu þjálfari ársins. 6. janúar 2015 10:46 Umhyggja nýtur góðs af mislukkaðri spá lögreglumanns Sigvaldi Arnar Lárusson leggur í 370 kílómetra langa göngu á föstudag til styrktar langveikum börnum. 1. júní 2015 21:26 Lögreglumaður í kjarabaráttu birtir launaseðilinn sinn Lögreglumaður með sjö ára starfsreynslu er með 454 þúsund krónur í mánaðarlaun. 5. október 2015 11:20 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Hleypur frá Keflavík til Hofsóss eftir mislukkaða spá Sigvaldi spáði því að Gylfi Þór Sigurðsson yrði íþróttamaður ársins, karlalandsliðið í fótbolta lið ársins og þjálfari Stjörnunnar í karlaknattspyrnu þjálfari ársins. 6. janúar 2015 10:46
Umhyggja nýtur góðs af mislukkaðri spá lögreglumanns Sigvaldi Arnar Lárusson leggur í 370 kílómetra langa göngu á föstudag til styrktar langveikum börnum. 1. júní 2015 21:26
Lögreglumaður í kjarabaráttu birtir launaseðilinn sinn Lögreglumaður með sjö ára starfsreynslu er með 454 þúsund krónur í mánaðarlaun. 5. október 2015 11:20