Kettir björguðu lífi ungra mæðgna í bruna í Reykjanesbæ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. október 2015 12:11 Hilmar Bragi Bárðarson, fréttastjóri Víkurfrétta, var fljótur á vettvang og náði myndum af björgunaraðgerðum lögreglu. Mynd/Víkurfréttir Lögreglumönnum á Suðurnesjum tókst að bjarga lífi tveggja líflausra katta eftir að eldur kom upp í fjölbýlishúsi á Ásbrú á Reykjanesi í morgun. Skömmu áður höfðu kettirnir komið eigendum sínum, mæðgum í íbúð á jarðhæð hússins, til bjargar. Ótrúleg atburðarás en sem betur fer virðast allir hafa sloppið með skrekkinn.Víkurfréttir greindu fyrst frá málinu í morgun en lögreglunni barst tilkynning um eldinn um stundarfjórðung fyrir klukkan tíu í morgun. Sigvaldi Arnar Lárusson, varðstjóri hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum, var fyrstur á vettvang. Þá voru mæðgurnar komnar út úr íbúðinni en eldurinn logaði. Þær höfðu verið sofandi í svefnherberginu þegar eldurinn kom upp. „Kettirnir hafa bjargað ungu mæðgunum,“ segir Sigvaldi í samtali við Vísi. Í einu herbergi íbúðarinnar sé gluggi sem kettirnir ganga inn og út um. Í þetta skiptið hafi hins vegar annar kötturinn byrjað að krafsa í svefnherbergishurðina þar sem móðirin var með sofandi dóttur sína.Sigvaldi Arnar Lárusson.„Mamman opnar hurðina og sér hvað er í gangi. Þá var kominn mikill reykur og eldur í íbúðinni. Hún nær að taka dóttur sína og fara út um svaladyrnar. Þær hlaupa þar út,“ segir Sigvaldi sem var mættur á vettvang skömmu síðar. Þrír kettir voru í íbúðinni og fór fjölskyldufaðirinn beina leið með einn þeirra á dýraspítala. Sigvaldi tók við hinum tveimur. „Kettirnir voru alveg líflausir,“ segir Sigvaldi. „Það var bara farið í það sem er kennt í lögregluskólanum, endurlífgun.“Alltaf ánægjulegt Endurlífgunin gekk fullkomlega upp en það er ekki á hverjum degi sem lögreglumenn eru í því hlutverki að koma dýrum til bjargar á þennan hátt. Í tilfelli Sigvalda var þetta í fyrsta skipti. Aðferðin hafi verið sú sama og í raun ekki ósvipað og ef um lítið barn hefði verið að ræða. „Það er alltaf ánægjulegt þegar þetta tekst.“ Greiðlega gekk að slökkva eldinn en eldsupptök eru ókunn og í rannsókn hjá lögreglu. Tengdar fréttir Hleypur frá Keflavík til Hofsóss eftir mislukkaða spá Sigvaldi spáði því að Gylfi Þór Sigurðsson yrði íþróttamaður ársins, karlalandsliðið í fótbolta lið ársins og þjálfari Stjörnunnar í karlaknattspyrnu þjálfari ársins. 6. janúar 2015 10:46 Umhyggja nýtur góðs af mislukkaðri spá lögreglumanns Sigvaldi Arnar Lárusson leggur í 370 kílómetra langa göngu á föstudag til styrktar langveikum börnum. 1. júní 2015 21:26 Lögreglumaður í kjarabaráttu birtir launaseðilinn sinn Lögreglumaður með sjö ára starfsreynslu er með 454 þúsund krónur í mánaðarlaun. 5. október 2015 11:20 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir „Gervigreindin er náttúrlega bara einn enn pensilinn í höndum listamanna“ Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Lögreglumönnum á Suðurnesjum tókst að bjarga lífi tveggja líflausra katta eftir að eldur kom upp í fjölbýlishúsi á Ásbrú á Reykjanesi í morgun. Skömmu áður höfðu kettirnir komið eigendum sínum, mæðgum í íbúð á jarðhæð hússins, til bjargar. Ótrúleg atburðarás en sem betur fer virðast allir hafa sloppið með skrekkinn.Víkurfréttir greindu fyrst frá málinu í morgun en lögreglunni barst tilkynning um eldinn um stundarfjórðung fyrir klukkan tíu í morgun. Sigvaldi Arnar Lárusson, varðstjóri hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum, var fyrstur á vettvang. Þá voru mæðgurnar komnar út úr íbúðinni en eldurinn logaði. Þær höfðu verið sofandi í svefnherberginu þegar eldurinn kom upp. „Kettirnir hafa bjargað ungu mæðgunum,“ segir Sigvaldi í samtali við Vísi. Í einu herbergi íbúðarinnar sé gluggi sem kettirnir ganga inn og út um. Í þetta skiptið hafi hins vegar annar kötturinn byrjað að krafsa í svefnherbergishurðina þar sem móðirin var með sofandi dóttur sína.Sigvaldi Arnar Lárusson.„Mamman opnar hurðina og sér hvað er í gangi. Þá var kominn mikill reykur og eldur í íbúðinni. Hún nær að taka dóttur sína og fara út um svaladyrnar. Þær hlaupa þar út,“ segir Sigvaldi sem var mættur á vettvang skömmu síðar. Þrír kettir voru í íbúðinni og fór fjölskyldufaðirinn beina leið með einn þeirra á dýraspítala. Sigvaldi tók við hinum tveimur. „Kettirnir voru alveg líflausir,“ segir Sigvaldi. „Það var bara farið í það sem er kennt í lögregluskólanum, endurlífgun.“Alltaf ánægjulegt Endurlífgunin gekk fullkomlega upp en það er ekki á hverjum degi sem lögreglumenn eru í því hlutverki að koma dýrum til bjargar á þennan hátt. Í tilfelli Sigvalda var þetta í fyrsta skipti. Aðferðin hafi verið sú sama og í raun ekki ósvipað og ef um lítið barn hefði verið að ræða. „Það er alltaf ánægjulegt þegar þetta tekst.“ Greiðlega gekk að slökkva eldinn en eldsupptök eru ókunn og í rannsókn hjá lögreglu.
Tengdar fréttir Hleypur frá Keflavík til Hofsóss eftir mislukkaða spá Sigvaldi spáði því að Gylfi Þór Sigurðsson yrði íþróttamaður ársins, karlalandsliðið í fótbolta lið ársins og þjálfari Stjörnunnar í karlaknattspyrnu þjálfari ársins. 6. janúar 2015 10:46 Umhyggja nýtur góðs af mislukkaðri spá lögreglumanns Sigvaldi Arnar Lárusson leggur í 370 kílómetra langa göngu á föstudag til styrktar langveikum börnum. 1. júní 2015 21:26 Lögreglumaður í kjarabaráttu birtir launaseðilinn sinn Lögreglumaður með sjö ára starfsreynslu er með 454 þúsund krónur í mánaðarlaun. 5. október 2015 11:20 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir „Gervigreindin er náttúrlega bara einn enn pensilinn í höndum listamanna“ Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Hleypur frá Keflavík til Hofsóss eftir mislukkaða spá Sigvaldi spáði því að Gylfi Þór Sigurðsson yrði íþróttamaður ársins, karlalandsliðið í fótbolta lið ársins og þjálfari Stjörnunnar í karlaknattspyrnu þjálfari ársins. 6. janúar 2015 10:46
Umhyggja nýtur góðs af mislukkaðri spá lögreglumanns Sigvaldi Arnar Lárusson leggur í 370 kílómetra langa göngu á föstudag til styrktar langveikum börnum. 1. júní 2015 21:26
Lögreglumaður í kjarabaráttu birtir launaseðilinn sinn Lögreglumaður með sjö ára starfsreynslu er með 454 þúsund krónur í mánaðarlaun. 5. október 2015 11:20