Brýnt að bregðast við fjölda fallslysa Ingvar Haraldsson skrifar 10. ágúst 2015 10:00 Kristinn Tómasson yfirlæknir vinnueftirlitsins Ekki hefur tekist að fækka vinnuslysum sem verða eftir fall úr hæð þrátt fyrir að slík slys séu nær öll fyrirbyggjanleg. Þetta segir Kristinn Tómasson, yfirlæknir hjá Vinnueftirlitinu. „Fall úr hæð á ekki að gerast ef menn grípa til allra aðgerða,“ segir hann. Kristinn telur afar brýnt að gripið verði til aðgerða í byggingageiranum til þess að fækka slíkum slysum. „Við erum ekki að ná þeim árangri sem við viljum sjá í fallslysum,“ segir Kristinn. Á síðasta ári slösuðust 209 manns eftir fall úr hæð og þar af voru 85 einstaklingar ekki komnir til vinnu tveimur vikum eftir slys. „Ef þú kemur ekki til vinnu innan fjórtán daga er slysið ansi alvarlegt,“ segir Kristinn. Fjöldi fallslysa hefur að mestu staðið í stað frá 2011. Slysin eru færri en á árunum fyrir hrun enda hafa umsvif í byggingageiranum dregist saman. „Árið 2008 vorum við svo hátt uppi að það var hægt að falla víða,“ segir Kristinn. Kristinn segir sorglegt hve tíð þessi slys séu vegna þess að hægt sé að koma í veg fyrir nær öll slík slys með nægum varúðarráðstöfunum. „Þegar verið er að príla uppi á þökum eru menn ekki með girðingar, fallvarnir eða til þrautavara línur til þess að bjarga sér,“ segir Kristinn. „Við höfum stöðugar áhyggjur af þessu,“ segir Friðrik Á. Ólafsson, forstöðumaður byggingasviðs Samtaka iðnaðarins. Friðrik grunar að stærstur hluti slysanna verði í styttri og minni verkum þar sem iðnaðarmenn ætli að stytta sér leið. „En upp til hópa held ég að í stærri verkum og stærri fyrirtækjum sé þetta í lagi,“ segir Friðrik. Engu að síður sé miður að ekki hafi tekist að fækka slíkum slysum. „Eitt slys er einu slysi of mikið. Það eru brotalamir í þessu, við vitum það alveg,“ segir Friðrik. „Samtök iðnaðarins eru alltaf að brýna fyrir sínum félagsmönnum að framkvæma áhættumat og áhættugreiningu sem leiðir til öryggis- og heilbrigiðsáætlunar,“ segir Friðrik og bendir á að Samtök iðnaðarins aðstoði félagsmenn sína við þá vinnu sé þess óskað. Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Sjá meira
Ekki hefur tekist að fækka vinnuslysum sem verða eftir fall úr hæð þrátt fyrir að slík slys séu nær öll fyrirbyggjanleg. Þetta segir Kristinn Tómasson, yfirlæknir hjá Vinnueftirlitinu. „Fall úr hæð á ekki að gerast ef menn grípa til allra aðgerða,“ segir hann. Kristinn telur afar brýnt að gripið verði til aðgerða í byggingageiranum til þess að fækka slíkum slysum. „Við erum ekki að ná þeim árangri sem við viljum sjá í fallslysum,“ segir Kristinn. Á síðasta ári slösuðust 209 manns eftir fall úr hæð og þar af voru 85 einstaklingar ekki komnir til vinnu tveimur vikum eftir slys. „Ef þú kemur ekki til vinnu innan fjórtán daga er slysið ansi alvarlegt,“ segir Kristinn. Fjöldi fallslysa hefur að mestu staðið í stað frá 2011. Slysin eru færri en á árunum fyrir hrun enda hafa umsvif í byggingageiranum dregist saman. „Árið 2008 vorum við svo hátt uppi að það var hægt að falla víða,“ segir Kristinn. Kristinn segir sorglegt hve tíð þessi slys séu vegna þess að hægt sé að koma í veg fyrir nær öll slík slys með nægum varúðarráðstöfunum. „Þegar verið er að príla uppi á þökum eru menn ekki með girðingar, fallvarnir eða til þrautavara línur til þess að bjarga sér,“ segir Kristinn. „Við höfum stöðugar áhyggjur af þessu,“ segir Friðrik Á. Ólafsson, forstöðumaður byggingasviðs Samtaka iðnaðarins. Friðrik grunar að stærstur hluti slysanna verði í styttri og minni verkum þar sem iðnaðarmenn ætli að stytta sér leið. „En upp til hópa held ég að í stærri verkum og stærri fyrirtækjum sé þetta í lagi,“ segir Friðrik. Engu að síður sé miður að ekki hafi tekist að fækka slíkum slysum. „Eitt slys er einu slysi of mikið. Það eru brotalamir í þessu, við vitum það alveg,“ segir Friðrik. „Samtök iðnaðarins eru alltaf að brýna fyrir sínum félagsmönnum að framkvæma áhættumat og áhættugreiningu sem leiðir til öryggis- og heilbrigiðsáætlunar,“ segir Friðrik og bendir á að Samtök iðnaðarins aðstoði félagsmenn sína við þá vinnu sé þess óskað.
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Sjá meira