Gönguleiðin Breiðármörk opnuð Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 24. júní 2015 10:00 Árný segir gönguleiðina á allra færi en meðal annars er gengið með vesturbakka Jökulsárlóns. Mynd/ÞorvarðurÁrnason Í dag verður gönguleiðin Breiðármörk opnuð en gönguleiðin er fyrsti hluti af heildargönguleiðinni Jöklastígur sem staðsett er í sveitarfélaginu Hornafirði og fer meðfram suðurbrún Vatnajökuls. „Árið 2013 var byrjað að vinna að þessum fyrsta legg gönguleiðarinnar en hugmyndin er eldri og var sett inn í aðalskipulag sveitarfélagsins,“ segir Árdís Erla Halldórsdóttir, atvinnu- og ferðamálafulltrúi sveitarfélagsins Hornafjarðar. Hugmyndin er að byggja upp gönguleið frá Öræfum og yfir í Lón og mun Jöklastígurinn tengjast inn á fyrirliggjandi slóða og gönguleiðir á svæðinu. Gönguleiðin sem opnuð verður í dag er um fimmtán kílómetra löng og tengir saman þrjú jökullón, Jökulsárlón, Breiðárlón og Fjallsárlón, og hefst athöfnin við bílastæðið við Fjallsárlón. „Svo er annar leggur sem er alveg að verða tilbúinn, stígurinn er klár og stikun er lokið en það er verið að byggja brýr,“ segir Árdís, en sá leggur leiðarinnar nær frá Haukafelli í austri að Skálafelli í vestri. Hún segir gönguna fallega fyrir augað og á leiðinni eru fræðsluskilti með ýmiss konar gagnlegum, fróðlegum og skemmtilegum upplýsingum meðal annars um gróðurfar, fuglalíf og sambýli manns og jökuls og segir Árdís gönguna á flestra færi. „Þetta er fyrir fuglaáhugamenn, fjölskyldufólk og eiginlega breiðan hóp,“ segir hún glöð í bragði og bætir við: „Ekki kannski ef þú ætlar að fara að reyna á þig í erfiðisgöngu en samt sem áður ganga sem allir ættu að njóta. Það er meðal annars gengið alveg með öllum vesturbakka Jökulsárlóns sem er ofboðslega falleg ganga.“ Líkt og áður sagði hófst framkvæmd verkefnisins árið 2013 og er markmið þess að auka afþreyingu og fræðslu fyrir ferðamenn sem heimsækja svæðið og stýra umferð um það þannig að svæðið bíði ekki skaða af. Árdís segir svæðið fremur snjólétt og því ætti að vera hægt að ganga leiðina allt árið um kring. „Þeir sem eru á ferðinni hvenær sem er ársins geta gengið leiðina eða hluta hennar. Það er hægt að ganga hluta hennar og til baka aftur,“ segir Árdís og því geta göngugarpar sniðið sér stakk eftir vexti og þurfa ekki endilega að ganga alla fimmtán kílómetrana. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra mun opna leiðina formlega klukkan 12.00 og einnig heldur Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Hornafjarðar, ræðu við tilefnið. Göngubæklingur frá Ríki Vatnajökuls verður kynntur og dreift til gesta og farið verður í stutta göngu í nærumhverfinu. Að því loknu býður sveitarfélagið til kaffisamsætis í Þórbergssetri að Hala í Suðursveit. „Það eru allir velkomnir og við vonumst til þess að sjá sem flesta,“ segir Árdís glöð í bragði að lokum. Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira
Í dag verður gönguleiðin Breiðármörk opnuð en gönguleiðin er fyrsti hluti af heildargönguleiðinni Jöklastígur sem staðsett er í sveitarfélaginu Hornafirði og fer meðfram suðurbrún Vatnajökuls. „Árið 2013 var byrjað að vinna að þessum fyrsta legg gönguleiðarinnar en hugmyndin er eldri og var sett inn í aðalskipulag sveitarfélagsins,“ segir Árdís Erla Halldórsdóttir, atvinnu- og ferðamálafulltrúi sveitarfélagsins Hornafjarðar. Hugmyndin er að byggja upp gönguleið frá Öræfum og yfir í Lón og mun Jöklastígurinn tengjast inn á fyrirliggjandi slóða og gönguleiðir á svæðinu. Gönguleiðin sem opnuð verður í dag er um fimmtán kílómetra löng og tengir saman þrjú jökullón, Jökulsárlón, Breiðárlón og Fjallsárlón, og hefst athöfnin við bílastæðið við Fjallsárlón. „Svo er annar leggur sem er alveg að verða tilbúinn, stígurinn er klár og stikun er lokið en það er verið að byggja brýr,“ segir Árdís, en sá leggur leiðarinnar nær frá Haukafelli í austri að Skálafelli í vestri. Hún segir gönguna fallega fyrir augað og á leiðinni eru fræðsluskilti með ýmiss konar gagnlegum, fróðlegum og skemmtilegum upplýsingum meðal annars um gróðurfar, fuglalíf og sambýli manns og jökuls og segir Árdís gönguna á flestra færi. „Þetta er fyrir fuglaáhugamenn, fjölskyldufólk og eiginlega breiðan hóp,“ segir hún glöð í bragði og bætir við: „Ekki kannski ef þú ætlar að fara að reyna á þig í erfiðisgöngu en samt sem áður ganga sem allir ættu að njóta. Það er meðal annars gengið alveg með öllum vesturbakka Jökulsárlóns sem er ofboðslega falleg ganga.“ Líkt og áður sagði hófst framkvæmd verkefnisins árið 2013 og er markmið þess að auka afþreyingu og fræðslu fyrir ferðamenn sem heimsækja svæðið og stýra umferð um það þannig að svæðið bíði ekki skaða af. Árdís segir svæðið fremur snjólétt og því ætti að vera hægt að ganga leiðina allt árið um kring. „Þeir sem eru á ferðinni hvenær sem er ársins geta gengið leiðina eða hluta hennar. Það er hægt að ganga hluta hennar og til baka aftur,“ segir Árdís og því geta göngugarpar sniðið sér stakk eftir vexti og þurfa ekki endilega að ganga alla fimmtán kílómetrana. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra mun opna leiðina formlega klukkan 12.00 og einnig heldur Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Hornafjarðar, ræðu við tilefnið. Göngubæklingur frá Ríki Vatnajökuls verður kynntur og dreift til gesta og farið verður í stutta göngu í nærumhverfinu. Að því loknu býður sveitarfélagið til kaffisamsætis í Þórbergssetri að Hala í Suðursveit. „Það eru allir velkomnir og við vonumst til þess að sjá sem flesta,“ segir Árdís glöð í bragði að lokum.
Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira