Bretar kjósa til þings guðsteinn bjarnason skrifar 7. maí 2015 07:00 Borgarstarfsmaður í London gerði í gær hreint fyrir dyrum forsætisráðherrabústaðarins að Downingstræti 10, daginn fyrir þingkosningar. nordicphotos/AFP Allt stefnir í óvenju flókna stöðu í breskum stjórnmálum þegar búið verður að telja úr kjörkössunum, sem kjósendur stinga seðlum sínum í nú í dag. Verkamannaflokki Eds Miliband hefur ekki tekist nýta sér fimm ár í stjórnarandstöðu til að tryggja sér sigur. Honum er ekki spáð nema rúmlega þriðjungi atkvæða, eða álíka miklu og Íhaldsflokki Davids Cameron, sem hefur skapað sér óvinsældir með ströngum sparnaðaraðgerðum sem ekkert lát er sjáanlegt á. Samstarfsflokkurinn í samsteypustjórn Camerons, Frjálslyndi flokkurinn, hefur farið illa út úr stjórnarsamstarfinu og virðist ekki ætla að fá nema níu prósent atkvæða, eða þar um bil. Nick Clegg, leiðtogi frjálslyndra, getur því varla einu sinni boðið Cameron eða Miliband upp á samstarf í samsteypustjórn, því tveggja flokka stjórn með frjálslyndum nær varla þingmeirihluta. Þá kemur væntanlega til kasta Skoska þjóðarflokksins, sem hefur samkvæmt skoðanakönnunum þvílíka yfirburðastöðu í Skotlandi að Nicola Sturgeon, leiðtogi flokksins, getur ráðið úrslitum um það hvort næsta stjórn verður starfhæf. Og hún hefur heitið því að koma Íhaldsflokknum frá völdum. Nýtt þing kemur saman 18. maí næstkomandi. Hafi Cameron þá ekki tekist að mynda stjórn er ætlast til þess að hann segi af sér. Ný stjórn þarf svo að vera tilbúin með lista yfir frumvörp, sem lögð verði fram á þingi næsta árið, fyrir 27. maí. Að minnsta kosti er fastlega reiknað með því að Elísabet drottning lesi þennan dag upp þennan lista í hinni árlegu ræðu sinni á þinginu, sem jafnframt er stefnuræða stjórnarinnar. Kosningakerfið í Bretlandi hefur oftast tryggt annaðhvort Íhaldsflokknum eða Verkamannaflokknum hreinan þingmeirihluta. Þetta virðist þó vera að bregðast annað skiptið í röð. Í síðustu kosningum, árið 2010, náði hvorugur flokkurinn meirihluta, þannig að Íhaldsflokkurinn átti ekki annars kost en að mynda samsteypustjórn með Frjálslynda flokknum. Þetta virðist sumsé ætla að endurtaka sig í dag. Frá því nokkru fyrir seinna stríð er aðeins eitt annað dæmi um að þingkosningar í Bretlandi hafi ekki skilað hreinum þingmeirihluta neins flokks, en það var árið 1974. Kjörstöðum verður lokað klukkan níu í kvöld að staðartíma, eða klukkan átta að íslenskum tíma. Búist er við fyrstu tölum fljótlega eftir það en að lokaniðurstöður verði ljósar síðdegis á morgun. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
Allt stefnir í óvenju flókna stöðu í breskum stjórnmálum þegar búið verður að telja úr kjörkössunum, sem kjósendur stinga seðlum sínum í nú í dag. Verkamannaflokki Eds Miliband hefur ekki tekist nýta sér fimm ár í stjórnarandstöðu til að tryggja sér sigur. Honum er ekki spáð nema rúmlega þriðjungi atkvæða, eða álíka miklu og Íhaldsflokki Davids Cameron, sem hefur skapað sér óvinsældir með ströngum sparnaðaraðgerðum sem ekkert lát er sjáanlegt á. Samstarfsflokkurinn í samsteypustjórn Camerons, Frjálslyndi flokkurinn, hefur farið illa út úr stjórnarsamstarfinu og virðist ekki ætla að fá nema níu prósent atkvæða, eða þar um bil. Nick Clegg, leiðtogi frjálslyndra, getur því varla einu sinni boðið Cameron eða Miliband upp á samstarf í samsteypustjórn, því tveggja flokka stjórn með frjálslyndum nær varla þingmeirihluta. Þá kemur væntanlega til kasta Skoska þjóðarflokksins, sem hefur samkvæmt skoðanakönnunum þvílíka yfirburðastöðu í Skotlandi að Nicola Sturgeon, leiðtogi flokksins, getur ráðið úrslitum um það hvort næsta stjórn verður starfhæf. Og hún hefur heitið því að koma Íhaldsflokknum frá völdum. Nýtt þing kemur saman 18. maí næstkomandi. Hafi Cameron þá ekki tekist að mynda stjórn er ætlast til þess að hann segi af sér. Ný stjórn þarf svo að vera tilbúin með lista yfir frumvörp, sem lögð verði fram á þingi næsta árið, fyrir 27. maí. Að minnsta kosti er fastlega reiknað með því að Elísabet drottning lesi þennan dag upp þennan lista í hinni árlegu ræðu sinni á þinginu, sem jafnframt er stefnuræða stjórnarinnar. Kosningakerfið í Bretlandi hefur oftast tryggt annaðhvort Íhaldsflokknum eða Verkamannaflokknum hreinan þingmeirihluta. Þetta virðist þó vera að bregðast annað skiptið í röð. Í síðustu kosningum, árið 2010, náði hvorugur flokkurinn meirihluta, þannig að Íhaldsflokkurinn átti ekki annars kost en að mynda samsteypustjórn með Frjálslynda flokknum. Þetta virðist sumsé ætla að endurtaka sig í dag. Frá því nokkru fyrir seinna stríð er aðeins eitt annað dæmi um að þingkosningar í Bretlandi hafi ekki skilað hreinum þingmeirihluta neins flokks, en það var árið 1974. Kjörstöðum verður lokað klukkan níu í kvöld að staðartíma, eða klukkan átta að íslenskum tíma. Búist er við fyrstu tölum fljótlega eftir það en að lokaniðurstöður verði ljósar síðdegis á morgun.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent