Gói stendur á tímamótum Adda Soffia Ingvarsdóttir skrifar 8. apríl 2015 11:30 Guðjón Davíð Karlsson, afmælisbarn dagsins. Vísir/Stefán „Þetta er bara fagnaðarefni fyrir íslensku þjóðina,“ segir leikarinn Guðjón Davíð Karlsson, betur þekktur sem Gói, sem fagnar 35 ára afmæli sínu í dag. „Nei nei, svo ég tali nú af fullri alvöru þá fylgir þessu auðvitað aukinn þroski og almenn gleði. Þegar maður er kominn á þennan aldur þá þakkar maður fyrir að hafa góða heilsu,“ bætir hann við hress. Í tilefni dagsins segist Guðjón meðal annars ætla að fara út að borða í hádeginu með konunni. „Ég er svo að sýna um kvöldið, Er ekki nóg að elska? í Borgarleikhúsinu, fyrstu sýningu eftir páskafrí.“ Þetta ár verður ansi viðburðarríkt hjá Góa, en auk þess að vera að flytja sig yfir til Þjóðleikhússins í haust, heldur hann einnig upp á tíu ára útskriftarafmæli úr leiklistarskólanum. „Þegar ég útskrifaðist þá hafði Hilmir Snær verið í bransanum í ellefu ár og leikkonur eins og Halldóra Geirharðs áttu tíu ára útskriftarafmæli. Fyrir mér voru þau búin að leika í fullt af verkum og átt svo mörg eftirminnileg hlutverk, þannig að ég hugsaði með mér hvort ég myndi einhverntíma endast svona lengi í bransanum. Í dag finnst mér þetta hinsvegar hafa gerst í gær,“ segir Gói og hlær. Um páskana heimsótti Gói Akureyri ásamt fjölskyldunni sinni. „Það er og var alveg stórkostlegt að vera á Akureyri, ég fékk alveg sælutilfinningu að koma þangað.“ Gói var, eins og kunnugt er, ráðinn til Leikfélags Akureyrar strax eftir útskrift úr leiklistarskólanum. „Þetta var ótrúlega gott start fyrir mig sem leikara og var nokkurskonar masterclass í leiklist. Þarna voru 5-6 sýningar á viku, og hin fleyga setning „list endurtekningarinnar“ átti vel við, það þýddi ekkert að vera með neitt múður.“ Hann segist eiga Magnúsi Geir Þórðarsyni mikið að þakka fyrir að hafa spottað hann og ráðið hann til sín á Akureyri og svo síðar í Borgarleikhúsið. Í haust færir Gói sig til Þjóðleikhússins, þar sem hann tekur meðal annars þátt í uppsetningu á Hróa hetti. Aðspurður hvort hann ætli að færa sig meira yfir í dramaverk í nýju leikhúsi, segir hann að best sé að skipta þessu jafnt á milli. „Það er oftast þannig að grínverkin fá meiri athygli, þannig að flestir halda að ég sé meira í þeim. En ætli þetta sé ekki nokkuð jafnt, drama og grín ef ég tæki það saman. Hinsvegar er það alltaf þannig að þegar maður er að leika í dramaverki þá langar manni í grínið og öfugt,“ segir hann og hlær. Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sjá meira
„Þetta er bara fagnaðarefni fyrir íslensku þjóðina,“ segir leikarinn Guðjón Davíð Karlsson, betur þekktur sem Gói, sem fagnar 35 ára afmæli sínu í dag. „Nei nei, svo ég tali nú af fullri alvöru þá fylgir þessu auðvitað aukinn þroski og almenn gleði. Þegar maður er kominn á þennan aldur þá þakkar maður fyrir að hafa góða heilsu,“ bætir hann við hress. Í tilefni dagsins segist Guðjón meðal annars ætla að fara út að borða í hádeginu með konunni. „Ég er svo að sýna um kvöldið, Er ekki nóg að elska? í Borgarleikhúsinu, fyrstu sýningu eftir páskafrí.“ Þetta ár verður ansi viðburðarríkt hjá Góa, en auk þess að vera að flytja sig yfir til Þjóðleikhússins í haust, heldur hann einnig upp á tíu ára útskriftarafmæli úr leiklistarskólanum. „Þegar ég útskrifaðist þá hafði Hilmir Snær verið í bransanum í ellefu ár og leikkonur eins og Halldóra Geirharðs áttu tíu ára útskriftarafmæli. Fyrir mér voru þau búin að leika í fullt af verkum og átt svo mörg eftirminnileg hlutverk, þannig að ég hugsaði með mér hvort ég myndi einhverntíma endast svona lengi í bransanum. Í dag finnst mér þetta hinsvegar hafa gerst í gær,“ segir Gói og hlær. Um páskana heimsótti Gói Akureyri ásamt fjölskyldunni sinni. „Það er og var alveg stórkostlegt að vera á Akureyri, ég fékk alveg sælutilfinningu að koma þangað.“ Gói var, eins og kunnugt er, ráðinn til Leikfélags Akureyrar strax eftir útskrift úr leiklistarskólanum. „Þetta var ótrúlega gott start fyrir mig sem leikara og var nokkurskonar masterclass í leiklist. Þarna voru 5-6 sýningar á viku, og hin fleyga setning „list endurtekningarinnar“ átti vel við, það þýddi ekkert að vera með neitt múður.“ Hann segist eiga Magnúsi Geir Þórðarsyni mikið að þakka fyrir að hafa spottað hann og ráðið hann til sín á Akureyri og svo síðar í Borgarleikhúsið. Í haust færir Gói sig til Þjóðleikhússins, þar sem hann tekur meðal annars þátt í uppsetningu á Hróa hetti. Aðspurður hvort hann ætli að færa sig meira yfir í dramaverk í nýju leikhúsi, segir hann að best sé að skipta þessu jafnt á milli. „Það er oftast þannig að grínverkin fá meiri athygli, þannig að flestir halda að ég sé meira í þeim. En ætli þetta sé ekki nokkuð jafnt, drama og grín ef ég tæki það saman. Hinsvegar er það alltaf þannig að þegar maður er að leika í dramaverki þá langar manni í grínið og öfugt,“ segir hann og hlær.
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sjá meira