Ekkert gefið eftir í stílbrögðum og lagavali Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 23. mars 2015 09:30 Stuðmenn halda tónleika í Eldborgarsal Hörpunnar þann 5. júní næstkomandi. Vísir/Valli „Listræn vinna í undirbúningi þessa alls er í fullum gangi og verið að skipa í hlutverk,“ segir Jakob Frímann Magnússon um tónleika Stuðmanna í Eldborgarsal Hörpunnar undir yfirskriftinni Sumar á Sýrlandi. „Þó Sumar á Sýrlandi sé þungamiðjan í þessu þá verður fjölþreifni í stílbrögðum og lagavali og ekkert gefið eftir. Það á að spegla ákveðið skeið í menningarsögu Íslands sem platan fangaði með sínum þrettán lögum og við bætum öðru eins við bæði úr eigin brunni og annarra,“ segir Jakob. Sumar á Sýrlandi, fyrsta breiðskífa Stuðmanna, kom út árið 1975 og á henni eru klassísk lög á borð við Strax í dag og Í bláum skugga. Litrík og skemmtileg mynd sem prýðir auglýsingu fyrir tónleikana vekur athygli en hún kemur úr smiðju Guðmundar Þórs Kárasonar í samstarfi við auglýsingastofuna Brandenburg. Myndina segir Jakob margþætta og á mörkum hins raunverulega og óraunverulega, líkt og yrkisefnið bjóði upp á. „Það eru léttar skynvillur í þessari mynd þegar vel er að gáð. Kokteilarnir að fljóta upp úr lóðréttum glösum og menn, konur og dýr í herlegum gleðskap.“ Brandenburg gerði einnig auglýsingar fyrir Stuðmannatónleikana Tívolí. Sú herferð lukkaðist vel og uppskáru Stuðmenn og Brandenburg verðlaun FÍT og ÍMARK fyrir plakötin sem gerð voru fyrir tónleikana. Mest lesið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
„Listræn vinna í undirbúningi þessa alls er í fullum gangi og verið að skipa í hlutverk,“ segir Jakob Frímann Magnússon um tónleika Stuðmanna í Eldborgarsal Hörpunnar undir yfirskriftinni Sumar á Sýrlandi. „Þó Sumar á Sýrlandi sé þungamiðjan í þessu þá verður fjölþreifni í stílbrögðum og lagavali og ekkert gefið eftir. Það á að spegla ákveðið skeið í menningarsögu Íslands sem platan fangaði með sínum þrettán lögum og við bætum öðru eins við bæði úr eigin brunni og annarra,“ segir Jakob. Sumar á Sýrlandi, fyrsta breiðskífa Stuðmanna, kom út árið 1975 og á henni eru klassísk lög á borð við Strax í dag og Í bláum skugga. Litrík og skemmtileg mynd sem prýðir auglýsingu fyrir tónleikana vekur athygli en hún kemur úr smiðju Guðmundar Þórs Kárasonar í samstarfi við auglýsingastofuna Brandenburg. Myndina segir Jakob margþætta og á mörkum hins raunverulega og óraunverulega, líkt og yrkisefnið bjóði upp á. „Það eru léttar skynvillur í þessari mynd þegar vel er að gáð. Kokteilarnir að fljóta upp úr lóðréttum glösum og menn, konur og dýr í herlegum gleðskap.“ Brandenburg gerði einnig auglýsingar fyrir Stuðmannatónleikana Tívolí. Sú herferð lukkaðist vel og uppskáru Stuðmenn og Brandenburg verðlaun FÍT og ÍMARK fyrir plakötin sem gerð voru fyrir tónleikana.
Mest lesið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira