Hefur barist um að fá að heita Jeanne í tuttugu og fimm ár. Guðrún Ansnes skrifar 13. mars 2015 08:00 Birgitta vonar að innanríksráðuneytið fari að gera eitthvað í málinu, enda hefur krafan um breytingar á reglunum sjaldan verið meiri. Mynd/Sigursteinn Sævar Einarsson „Nafnið manns er eitt það persónulegasta sem maður hefur og að ókunnugt fólk í nefnd sem er löngu úrelt, geti verið að ráðskast með það er til skammar,“ segir Birgitta Sigursteinsdóttir kvikmyndagerðarkona, sem segir farir sínar ekki sléttar gagnvart íslensku mannanafnanefndinni. Birgitta og fjölskylda hafa staðið í stappi vegna nafnsins heillengi. „Móðir mín var beðin um að vera vinsamlegast ekki með svona vesen, að ætla að skíra erlendu nafni og ákvað að hlýða þeirri beiðni,“ útskýrir Birgitta svekkt.Lítur upp til langömmu Nafnið er komið frá langömmu Birgittu sem er af belgískum ættum og hét Jeanne. Sú var mikill skörungur og var einna fyrst kvenna til að ganga um götur Reykjavíkur í buxum og ögra þannig fastmótuðum kynjahugmyndum samborgara sinna. „Ég fékk aldrei þann heiður að kynnast þessari konu, en hún var mikill rebell, eins og ég,“ segir Birgitta og ber við djúpum tilfinningatengslum við nafnið.Vonbrigði á vonbrigði ofan Þegar Birgitta var sextán ára freistaði hún gæfunnar og fór fram á að nafnið færi aftur í gegnum nefndina. „Að fá svar tók margar vikur og ég var sannfærð um að það væri vegna þess að þau skildu aðstæður mínar og vildu hjálpa mér,“ segir hún og bætir við: „ein úr nefndinni hringdi meira að segja heim og sagðist vera mjög bjartsýn á að nafnið yrði samþykkt mér til mikillar ánægju.“ Allt kom fyrir ekki og var beiðni Birgittu hafnað og henni bannað að heita Jeanne. Árið 2012 hnaut hún svo um samþykkt innan nefndarinnar þar sem nafninu Jean var hleypt í gegn undir þeim formerkjum að um væri að ræða fjölskyldunafn. „Ég fór því fram á að mitt mál yrði tekið upp aftur, en fékk þá þau svör að ákvæðið sem orsakaði samþykkt nafnsins Jean, ætti aðeins við um ömmur og afa, ekki langömmur og langafa,“ Lögfræðingur Þjóðskrár staðfesti þetta við Birgittu.Ætlar ekki að gefast upp„Forræðishyggjan er algjör, sjálf held ég að foreldrum sé alveg treystandi til þess að finna sínum eigin börnum nöfn,“ bendir Birgitta á. „Þetta er óskiljanlegt, búið að taka tuttugu og fimm ár núna, en ég get alveg barist í önnur tuttugu og fimm ár í viðbót ef þess þarf,“ segir Birgitta hvergi bangin. Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Fleiri fréttir Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
„Nafnið manns er eitt það persónulegasta sem maður hefur og að ókunnugt fólk í nefnd sem er löngu úrelt, geti verið að ráðskast með það er til skammar,“ segir Birgitta Sigursteinsdóttir kvikmyndagerðarkona, sem segir farir sínar ekki sléttar gagnvart íslensku mannanafnanefndinni. Birgitta og fjölskylda hafa staðið í stappi vegna nafnsins heillengi. „Móðir mín var beðin um að vera vinsamlegast ekki með svona vesen, að ætla að skíra erlendu nafni og ákvað að hlýða þeirri beiðni,“ útskýrir Birgitta svekkt.Lítur upp til langömmu Nafnið er komið frá langömmu Birgittu sem er af belgískum ættum og hét Jeanne. Sú var mikill skörungur og var einna fyrst kvenna til að ganga um götur Reykjavíkur í buxum og ögra þannig fastmótuðum kynjahugmyndum samborgara sinna. „Ég fékk aldrei þann heiður að kynnast þessari konu, en hún var mikill rebell, eins og ég,“ segir Birgitta og ber við djúpum tilfinningatengslum við nafnið.Vonbrigði á vonbrigði ofan Þegar Birgitta var sextán ára freistaði hún gæfunnar og fór fram á að nafnið færi aftur í gegnum nefndina. „Að fá svar tók margar vikur og ég var sannfærð um að það væri vegna þess að þau skildu aðstæður mínar og vildu hjálpa mér,“ segir hún og bætir við: „ein úr nefndinni hringdi meira að segja heim og sagðist vera mjög bjartsýn á að nafnið yrði samþykkt mér til mikillar ánægju.“ Allt kom fyrir ekki og var beiðni Birgittu hafnað og henni bannað að heita Jeanne. Árið 2012 hnaut hún svo um samþykkt innan nefndarinnar þar sem nafninu Jean var hleypt í gegn undir þeim formerkjum að um væri að ræða fjölskyldunafn. „Ég fór því fram á að mitt mál yrði tekið upp aftur, en fékk þá þau svör að ákvæðið sem orsakaði samþykkt nafnsins Jean, ætti aðeins við um ömmur og afa, ekki langömmur og langafa,“ Lögfræðingur Þjóðskrár staðfesti þetta við Birgittu.Ætlar ekki að gefast upp„Forræðishyggjan er algjör, sjálf held ég að foreldrum sé alveg treystandi til þess að finna sínum eigin börnum nöfn,“ bendir Birgitta á. „Þetta er óskiljanlegt, búið að taka tuttugu og fimm ár núna, en ég get alveg barist í önnur tuttugu og fimm ár í viðbót ef þess þarf,“ segir Birgitta hvergi bangin.
Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Fleiri fréttir Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira