Lífið

Blái hnötturinn hittir í mark í Chicago

Guðrún Ansnes skrifar
Andri Snær Magnason
Andri Snær Magnason vísir/valli
Blái hnötturinn Andra Snæs Magnasonar var frumsýndur í Chicago á dögunum og hlaut þrjár og hálfa stjörnu af fjórum mögulegum. Leikhúsgagnrýnandinn Chicago Stage Standard dæmdi.

„Ég er afar ánægður með dóminn, ekki annað hægt,“ segir Andri Snær þegar náðist í skottið á honum á ferðalagi hans um Ameríku en sýningin fer nú sannkallaða sigurför um heiminn.

Sýningin var sömuleiðis sett upp í Toronto og gekk vonum framar. Á föstudag verður verkið svo sett upp í Álaborg í Danmörku og fréttir herma að þar muni eiga sér stað ótrúlegt sjónarspil. Nú þegar hefur þurft að kalla til staðgengil þar sem aðalleikarinn er úr leik eftir slys á æfingu. Gert er ráð fyrir sannkallaðri Íslendingasamkomu enda fjöldi Íslendinga búsettur á svæðinu.


Tengdar fréttir

Frumsýning í Bandaríkjunum

Leikritið Blái hnötturinn var í fyrsta sinn sett á fjalirnar í Bandaríkjunum í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×