Lífið

Blái hnötturinn hittir í mark í Chicago

Guðrún Ansnes skrifar
Andri Snær Magnason
Andri Snær Magnason vísir/valli

Blái hnötturinn Andra Snæs Magnasonar var frumsýndur í Chicago á dögunum og hlaut þrjár og hálfa stjörnu af fjórum mögulegum. Leikhúsgagnrýnandinn Chicago Stage Standard dæmdi.

„Ég er afar ánægður með dóminn, ekki annað hægt,“ segir Andri Snær þegar náðist í skottið á honum á ferðalagi hans um Ameríku en sýningin fer nú sannkallaða sigurför um heiminn.

Sýningin var sömuleiðis sett upp í Toronto og gekk vonum framar. Á föstudag verður verkið svo sett upp í Álaborg í Danmörku og fréttir herma að þar muni eiga sér stað ótrúlegt sjónarspil. Nú þegar hefur þurft að kalla til staðgengil þar sem aðalleikarinn er úr leik eftir slys á æfingu. Gert er ráð fyrir sannkallaðri Íslendingasamkomu enda fjöldi Íslendinga búsettur á svæðinu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.