Aníta: Draumurinn að fá boð á Demantamót Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. febrúar 2015 07:00 Aníta Hinriksdóttir þakkar keppinautum sínum eftir hlaupið í Kaplakrika í gær. fréttablaðið/valli Frjálsar ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir var einn af sigurvegurum helgarinnar þegar Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum innanhúss fór fram í nýrri og glæsilegri frjálsíþróttaaðstöðu FH-inga í Kaplakrika. Hún bætti eigið Íslandsmet í 800 m hlaupi er hún kom í mark á 2:01,77 mínútum en þar með bætti hún rúmlega ársgamalt met sitt, sem hún setti á Reykjavíkurleikunum í fyrra, um fjóra hundraðshluta úr sekúndu. Aníta bætti þar með einnig eigið Evrópumet ungmenna í flokki nítján ára og yngri. Þetta er sjötti besti tími ársins á heimsvísu í fullorðinsflokki og sá besti í hennar aldursflokki. Þó svo að árið sé enn ungt er ljóst að Aníta mætir gríðarlega sterk til leiks árið 2015. „Ég er mjög sátt við tímann. Mér leið vel í brautinni og hitti ágætlega á þetta í dag. Þetta var gott,“ sagði Aníta í samtali við Fréttablaðið að hlaupinu loknu í gær. „Ég reyndi að vera skynsöm – fara passlega hratt af stað sem er ákveðin kúnst og það gekk bara vel. Ég náði líka að halda einbeitingu allt hlaupið.“Vísir/GettyHápunkturinn á innanhússtímabilinu er EM í Prag sem fer fram 6.-8. mars. Þar verður Aníta á meðal keppenda og hefur hún, ásamt þjálfaranum Gunnari Páli Jóakimssyni, hagað æfingaálaginu til að ná sem bestum árangri þar. „Við erum byrjuð að létta æfingarnar hjá mér enda mörg mót þessa dagana og svo stefni ég að því að toppa á EM. Ég vonast auðvitað til að gera alltaf meira og betur. Fyrsta markmiðið er að bæta sinn besta árangur en það væri gott að nýta þessa keppni til að safna reynslu og stríða þeim bestu. Ég held að ég ætti að geta hlaupið með þeim,“ segir Aníta en eins og gefur að skilja fær hún litla samkeppni í sinni grein hér á landi og skildi hún keppinauta sína eftir á fyrstu metrunum í gær. „Samkeppnin gefur manni mikið og líklegra að allt gangi upp hjá manni þá,“ bætir Aníta við. Aníta sló í gegn árið 2013 er hún varð heimsmeistari sautján ára og yngri í 800 m hlaupi og Evrópumeistari 19 ára og yngri í sömu grein með skömmu millibili. Það gekk svo á ýmsu í fyrra en mestu vonbrigðin voru að klára ekki úrslitahlaupið á HM ungmenna í Bandaríkjunum, þar sem Aníta þótti einna sigurstranglegust. Hún varð þó ellefta á EM fullorðinna í Zürich. „Síðasta ár var lærdómsríkt. Ég æfði vel og gerði mistök eins og gengur og gerist í þessu,“ segir Aníta en hún segist spennt fyrir árinu sem er nú fram undan. „Þetta er síðasta árið mitt í unglingaflokki og því horfi ég helst á að standa mig vel á EM [19 ára og yngri] í sumar,“ segir hún en Aníta á sem fyrr segir titil að verja á því móti. „Það væri svo rosalega gaman að fá boð um að keppa á Demantamóti. Það væri í raun algjör draumur fyrir mig,“ segir Aníta en bætir við að mikilvægast sé að henni líður vel. „Mér líður mjög vel og það skiptir hellings máli.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Sjá meira
Frjálsar ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir var einn af sigurvegurum helgarinnar þegar Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum innanhúss fór fram í nýrri og glæsilegri frjálsíþróttaaðstöðu FH-inga í Kaplakrika. Hún bætti eigið Íslandsmet í 800 m hlaupi er hún kom í mark á 2:01,77 mínútum en þar með bætti hún rúmlega ársgamalt met sitt, sem hún setti á Reykjavíkurleikunum í fyrra, um fjóra hundraðshluta úr sekúndu. Aníta bætti þar með einnig eigið Evrópumet ungmenna í flokki nítján ára og yngri. Þetta er sjötti besti tími ársins á heimsvísu í fullorðinsflokki og sá besti í hennar aldursflokki. Þó svo að árið sé enn ungt er ljóst að Aníta mætir gríðarlega sterk til leiks árið 2015. „Ég er mjög sátt við tímann. Mér leið vel í brautinni og hitti ágætlega á þetta í dag. Þetta var gott,“ sagði Aníta í samtali við Fréttablaðið að hlaupinu loknu í gær. „Ég reyndi að vera skynsöm – fara passlega hratt af stað sem er ákveðin kúnst og það gekk bara vel. Ég náði líka að halda einbeitingu allt hlaupið.“Vísir/GettyHápunkturinn á innanhússtímabilinu er EM í Prag sem fer fram 6.-8. mars. Þar verður Aníta á meðal keppenda og hefur hún, ásamt þjálfaranum Gunnari Páli Jóakimssyni, hagað æfingaálaginu til að ná sem bestum árangri þar. „Við erum byrjuð að létta æfingarnar hjá mér enda mörg mót þessa dagana og svo stefni ég að því að toppa á EM. Ég vonast auðvitað til að gera alltaf meira og betur. Fyrsta markmiðið er að bæta sinn besta árangur en það væri gott að nýta þessa keppni til að safna reynslu og stríða þeim bestu. Ég held að ég ætti að geta hlaupið með þeim,“ segir Aníta en eins og gefur að skilja fær hún litla samkeppni í sinni grein hér á landi og skildi hún keppinauta sína eftir á fyrstu metrunum í gær. „Samkeppnin gefur manni mikið og líklegra að allt gangi upp hjá manni þá,“ bætir Aníta við. Aníta sló í gegn árið 2013 er hún varð heimsmeistari sautján ára og yngri í 800 m hlaupi og Evrópumeistari 19 ára og yngri í sömu grein með skömmu millibili. Það gekk svo á ýmsu í fyrra en mestu vonbrigðin voru að klára ekki úrslitahlaupið á HM ungmenna í Bandaríkjunum, þar sem Aníta þótti einna sigurstranglegust. Hún varð þó ellefta á EM fullorðinna í Zürich. „Síðasta ár var lærdómsríkt. Ég æfði vel og gerði mistök eins og gengur og gerist í þessu,“ segir Aníta en hún segist spennt fyrir árinu sem er nú fram undan. „Þetta er síðasta árið mitt í unglingaflokki og því horfi ég helst á að standa mig vel á EM [19 ára og yngri] í sumar,“ segir hún en Aníta á sem fyrr segir titil að verja á því móti. „Það væri svo rosalega gaman að fá boð um að keppa á Demantamóti. Það væri í raun algjör draumur fyrir mig,“ segir Aníta en bætir við að mikilvægast sé að henni líður vel. „Mér líður mjög vel og það skiptir hellings máli.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Sjá meira