Lofthræddur í íbúð á 30. hæð með einkabílstjóra og túlk Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. febrúar 2015 07:00 Viðar Örn spilaði landsleik gegn Belgum í nóvember. vísir/Ap „Þetta er mjög svipað og Selfoss. Það eru reyndar aðeins fleiri veitingastaðir hérna,“ segir framherjinn Viðar Örn Kjartansson léttur en hann er nýfluttur til Kína. Viðar Örn og unnusta hans, Thelma Rán Óttarsdóttir, eru búsett í borginni Nanjing en rúmlega 8 milljónir búa í borginni og næsta nágrenni. Þau fluttu til landsins fyrir viku en Viðar kom fyrst í janúar til þess að skoða aðstæður og skrifa undir þriggja ára samning við Jiangsu Guoxin-Sainty. „Við búum í glæsilegri svítu á flottu hóteli. Það er verið að gera vel við okkur. Þetta er eiginlega svo flott að ég vil helst ekki flytja,“ segir Viðar en skötuhjúin eru komin með íbúð sem þau eru að fara flytja í. „Íbúðin er á 30. hæð í flottu hverfi. Það eru bara blokkir hérna. Maður sér ekkert einbýlishús. Minn versti galli er reyndar sá að ég er mjög lofthræddur þannig að ég verð líklega ekki límdur við gluggann. Ég get þó notið útsýnisins úr miðri íbúðinni. Ef ekki þá bara dreg ég fyrir.“Borðar alltaf á sama staðnum Umhverfið í Nanjing er allt annað en Viðar og Thelma eiga að venjast. „Það er allt mjög stórt hérna. Við verðum að venja okkur á nýjan mat en við erum samt búin að fara á sama veitingastaðinn fimm kvöld í röð. Fundum flott hlaðborð á 60. hæð á hóteli. Ég var búinn að búa mig undir miklar breytingar enda er hér önnur menning og hefðir,“ segir framherjinn en ætlar hann að leggja í að læra kínversku? „Ég er með höfuðið í bleyti. Ég er samt ekki viss um að ég nái tungumálinu á þeim tíma sem ég verð hérna.“ Selfyssingurinn hóf æfingar hjá sínu nýja félagi á sunnudag. Hann er ekki með löglegt bílpróf í Kína og fær það ekki fyrr en hann verður búinn að læra kínversku táknin á umferðarskiltunum. Forráðamenn félagsins bjarga þó málunum. „Ég er keyrður á æfingar. Ég er með einkabílstjóra sem sækir mig venjulega á BMW eða flottum bandarískum kagga. Þetta er alvöru þjónusta,“ segir Viðar Örn og hlær dátt.barátta Viðar berst hér við Maroune Fellaini, leikmann Man. Utd. fréttablaðið/afpTveir túlkar á æfingum Það mega þrír útlendingar vera hjá hverju liði í kínversku deildinni. Sainty er með Viðar, Brasilíumann og svo er Hollendingur á leiðinni. Þjálfari liðsins er svo kínverskur og það gengur mikið á þegar æfingar fara fram. „Ég er með túlk á æfingum sem er eiginlega alveg upp við mig og segir mér frá öllu sem þjálfarinn segir. Svo er annar túlkur fyrir hollenska aðstoðarþjálfarann okkar. Þetta er mjög skrítið bæði á æfingum og fundum því það eru allir að tala hver ofan í annan og allir tala mjög hátt. Ég skil ekki alveg hvernig kínversku strákarnir heyra það sem er verið að segja við þá.“ Viðari Erni líst vel á strákana sem eru með honum í liði og segir þá vera frambærilega knattspyrnumenn. „Þetta er betra en ég hélt allt saman. Það halda eflaust einhverjir að ég sé að fara að slaka á hérna. Það er sko ekki þannig. Það er mikill hraði á æfingum og strákarnir hérna eru teknískari en í Noregi. Við erum með sex kínverska landsliðsmenn.“ „Það er kannski ekki sterkasta landslið í heimi en ég sé að það eru hörkuspilarar hérna. Ég vil meina að gæðin hér séu töluvert betri en í Noregi. Aðstæðurnar eru svo stórkostlegar og allt betra en ég bjóst við. Við æfum tvisvar á dag og er tekið svakalega á því. Erfið hlaupaæfing fyrir hádegi og fótbolti í 90 mínútur eftir hádegi.“ Sainty er með fjóra stóra grasvelli til að æfa á og þeir eru allir iðjagrænir á þessum árstíma. „Heimavöllurinn tekur um 65 þúsund manns og venjulega eru að mæta um 30 þúsund á leiki. Þegar stóru liðin mæta þá eru hátt í 50 þúsund manns í stúkunni. Það verður breyting að spila fyrir framan svona marga,“ segir Viðar en fyrsti leikur hans með nýju liði er 8. mars. „Ég hugsa að þetta verði skemmtilegt og spennandi og ég get ekki beðið eftir fyrsta leiknum.“ Fótbolti Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Sjá meira
„Þetta er mjög svipað og Selfoss. Það eru reyndar aðeins fleiri veitingastaðir hérna,“ segir framherjinn Viðar Örn Kjartansson léttur en hann er nýfluttur til Kína. Viðar Örn og unnusta hans, Thelma Rán Óttarsdóttir, eru búsett í borginni Nanjing en rúmlega 8 milljónir búa í borginni og næsta nágrenni. Þau fluttu til landsins fyrir viku en Viðar kom fyrst í janúar til þess að skoða aðstæður og skrifa undir þriggja ára samning við Jiangsu Guoxin-Sainty. „Við búum í glæsilegri svítu á flottu hóteli. Það er verið að gera vel við okkur. Þetta er eiginlega svo flott að ég vil helst ekki flytja,“ segir Viðar en skötuhjúin eru komin með íbúð sem þau eru að fara flytja í. „Íbúðin er á 30. hæð í flottu hverfi. Það eru bara blokkir hérna. Maður sér ekkert einbýlishús. Minn versti galli er reyndar sá að ég er mjög lofthræddur þannig að ég verð líklega ekki límdur við gluggann. Ég get þó notið útsýnisins úr miðri íbúðinni. Ef ekki þá bara dreg ég fyrir.“Borðar alltaf á sama staðnum Umhverfið í Nanjing er allt annað en Viðar og Thelma eiga að venjast. „Það er allt mjög stórt hérna. Við verðum að venja okkur á nýjan mat en við erum samt búin að fara á sama veitingastaðinn fimm kvöld í röð. Fundum flott hlaðborð á 60. hæð á hóteli. Ég var búinn að búa mig undir miklar breytingar enda er hér önnur menning og hefðir,“ segir framherjinn en ætlar hann að leggja í að læra kínversku? „Ég er með höfuðið í bleyti. Ég er samt ekki viss um að ég nái tungumálinu á þeim tíma sem ég verð hérna.“ Selfyssingurinn hóf æfingar hjá sínu nýja félagi á sunnudag. Hann er ekki með löglegt bílpróf í Kína og fær það ekki fyrr en hann verður búinn að læra kínversku táknin á umferðarskiltunum. Forráðamenn félagsins bjarga þó málunum. „Ég er keyrður á æfingar. Ég er með einkabílstjóra sem sækir mig venjulega á BMW eða flottum bandarískum kagga. Þetta er alvöru þjónusta,“ segir Viðar Örn og hlær dátt.barátta Viðar berst hér við Maroune Fellaini, leikmann Man. Utd. fréttablaðið/afpTveir túlkar á æfingum Það mega þrír útlendingar vera hjá hverju liði í kínversku deildinni. Sainty er með Viðar, Brasilíumann og svo er Hollendingur á leiðinni. Þjálfari liðsins er svo kínverskur og það gengur mikið á þegar æfingar fara fram. „Ég er með túlk á æfingum sem er eiginlega alveg upp við mig og segir mér frá öllu sem þjálfarinn segir. Svo er annar túlkur fyrir hollenska aðstoðarþjálfarann okkar. Þetta er mjög skrítið bæði á æfingum og fundum því það eru allir að tala hver ofan í annan og allir tala mjög hátt. Ég skil ekki alveg hvernig kínversku strákarnir heyra það sem er verið að segja við þá.“ Viðari Erni líst vel á strákana sem eru með honum í liði og segir þá vera frambærilega knattspyrnumenn. „Þetta er betra en ég hélt allt saman. Það halda eflaust einhverjir að ég sé að fara að slaka á hérna. Það er sko ekki þannig. Það er mikill hraði á æfingum og strákarnir hérna eru teknískari en í Noregi. Við erum með sex kínverska landsliðsmenn.“ „Það er kannski ekki sterkasta landslið í heimi en ég sé að það eru hörkuspilarar hérna. Ég vil meina að gæðin hér séu töluvert betri en í Noregi. Aðstæðurnar eru svo stórkostlegar og allt betra en ég bjóst við. Við æfum tvisvar á dag og er tekið svakalega á því. Erfið hlaupaæfing fyrir hádegi og fótbolti í 90 mínútur eftir hádegi.“ Sainty er með fjóra stóra grasvelli til að æfa á og þeir eru allir iðjagrænir á þessum árstíma. „Heimavöllurinn tekur um 65 þúsund manns og venjulega eru að mæta um 30 þúsund á leiki. Þegar stóru liðin mæta þá eru hátt í 50 þúsund manns í stúkunni. Það verður breyting að spila fyrir framan svona marga,“ segir Viðar en fyrsti leikur hans með nýju liði er 8. mars. „Ég hugsa að þetta verði skemmtilegt og spennandi og ég get ekki beðið eftir fyrsta leiknum.“
Fótbolti Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Sjá meira