Hitti draumaprins í dalnum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. janúar 2015 15:00 „Vinnudagurinn er oft langur en nái maður að sinna því sem skiptir mann mestu máli í lífinu, heilsunni og fjölskyldunni, er hægt að takast á við krefjandi hluti,“ segir Þórunn Egilsdóttir. Vísir/Vilhelm Fullt nafn: Þórunn Egilsdóttir Fædd: 23. nóvember 1964 Hvaðan: Fædd í Reykjavík, býr í Vopnafirði Maki: Friðbjörn Haukur Guðmundsson Börn: Kristjana Louise, Guðmundur, Hekla Karen Áhugamál: Skíði, smalamennska, lestur Menntun: Kennari Störf: Sauðfjárbóndi, grunnskólakennari, skólastjórnandi, verkefnastjóri hjá símenntunarstöð á Vopnafirði. Í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps og oddviti 2010-2013. Stjórnarmaður ótal félaga og ráða. Þórunn, hélstu að þingmannsstarfið væri eins og það er? „Já, að einhverju leyti. Ég fylgdist alltaf með þingfréttum í fjölmiðlunum. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt, maður kynnist mörgu, bæði fólki og stöðum og þarf að setja sig inn í ólík mál en það tekur tíma að læra á þau. Vinnudagurinn er oft langur en nái maður að sinna því sem skiptir mann mestu máli í lífinu, heilsunni og fjölskyldunni, er hægt að takast á við krefjandi hluti.“Heima á stétt Þórunn og Stássa eiga margar göngur og smalaferðir að baki.Mynd/úr einkasafniHefur þú haldið margar þingræður? „Ég er ekki sá þingmaður sem talar mest. Aðalstarfið fer fram í nefndunum og svo er ég formaður þingflokksins. Einnig er ég formaður þingmannanefndar NATO og fer stundum til útlanda vegna þess. Það er áhugavert að kynnast veruleika fólks annars staðar í heiminum.“Segðu mér aðeins frá högum þínum. „Ég bý á Hauksstöðum í Vopnafirði og er líklega sá þingmaður sem á erfiðast með að komast heim, en ég reyni að fara heim um helgar, flýg til Egilsstaða og keyri yfir fjöllin. Það eru 110 kílómetrar og á góðum dögum er það auðvelt en um leið og eitthvað verður að færð getur það orðið erfitt. Við hjónin eigum tvö uppkomin börn og eitt barnabarn. Svo vorum við svo heppin fyrir sex árum að ein stelpa bættist í hópinn, þá fjögurra ára. Það versta við starfið mitt er að vera svona langt frá henni. Stóru börnin eru hér í Reykjavík í háskóla og mikill samgangur milli okkar og við hjónin keyptum íbúð í blokkinni sem ég ólst upp í, í næsta stigagangi við foreldra mína. Við systkinin erum bara tvö og ég flutti til Vopnafjarðar og hann til Los Angeles svo það var dálítið langt á milli okkar allra.“Alltaf er gaman að fá mislit lömb í hjörðina„.Ólstu upp í Reykjavík? „Já, en eftir stúdentspróf úr Versló fór ég til Vopnafjarðar og ætlaði að vera einn vetur sem leiðbeinandi við skólann. Það var 1984. Um haustið skall á kennaraverkfall og þá fékk ég vinnu í sláturhúsinu. Einn daginn sá ég Friðbjörn Hauk og það fyrsta sem ég hugsaði var: Þetta er maðurinn minn. Eftir veturinn langaði mig í sveit eitt sumar sem kaupakona og var bent á að tala við bóndann á Hauksstöðum. Það var Friðbjörn Haukur. Hann réð mig og líklega er ég síðasta kaupakonan á landinu sem giftist bóndanum. Mér leið strax vel á Hauksstöðum og festi rætur þar. Kom inn á gróið heimili þar sem tengdaforeldrar mínir bjuggu, föðurbróðir mannsins míns og mágur.“Er gott undir bú á Hauksstöðum? „Hauksstaðir er góð sauðfjárjörð. Bærinn er innst í Vesturárdal en var mjög afskekktur þar til haustið 2013 að hann komst í alfaraleið eftir að við fengum nýjan veg í byggðarlagið. En við höfum búið við mjög lélegt netsamband og fengum GSM-samband í fyrra.“Er ekki bagalegt fyrir þingmann að hafa ekki netsamband? „Það er mjög slæmt og líka fyrir bændur eins og aðra. Í búskapnum þurfa menn að skila skýrslum á netinu. Þetta er ein af grunnstoðunum sem þurfa að vera í lagi um allt land. Nútíminn krefst þess.“Hafa kjósendurnir mikið samband til að biðja um fyrirgreiðslu? „Mér finnst fólk ekki ágengt eða frekt. Það á að hafa aðgang að sínum þingmönnum. Þetta er baklandið okkar og ef við missum tengsl við það höfum við lítið að gera hér.“Áttir þú von á að fara inn á þing þegar þú gafst kost á þér á listann? „Ekki í upphafi en þegar út í framboðið var komið lagði ég mig alla í það og uppskeran var góð.“Hvernig fer starf þingmannsins saman við starf sauðfjárbónda? „Ekkert vel. Við erum svo langt fram á vor á þinginu. En ég komst í göngur í haust og það var óskaplega gott, eitt það skemmtilegasta sem ég geri.“Hefurðu lent í erfiðri lífsreynslu? „Ég hef verið afar lánsöm í lífinu en við hjónin lentum samt einu sinni í miklum háska á leið heim frá Akureyri. Það var mikið rok en auðir vegir. Þegar við komum á Burstafellsbrúnirnar þar sem vegurinn lá niður í Vopnafjörð, lyftist bíllinn upp að aftan hvað eftir annað, rétt við bjargbrúnina. Haukur var snöggur að keyra út af fjallsmegin, út í krapablá og þar hímdum við í þrjá klukkutíma. Óttuðumst að bíllinn fyki og ákváðum að fara úr honum og reyna að skríða í skjól en það var ekki viðlit svo við stóðum í krapablánni, bundin saman. Vorum áður búin að ákveða að ef annað okkar fyki fram af skyldi hitt ekki gera neitt því það væru börn heima. Svo dúraði í og við náðum bílnum upp og keyrðum heim. En þarna upplifðum við hversu smá við erum gagnvart náttúruöflunum.“ Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Sjá meira
Fullt nafn: Þórunn Egilsdóttir Fædd: 23. nóvember 1964 Hvaðan: Fædd í Reykjavík, býr í Vopnafirði Maki: Friðbjörn Haukur Guðmundsson Börn: Kristjana Louise, Guðmundur, Hekla Karen Áhugamál: Skíði, smalamennska, lestur Menntun: Kennari Störf: Sauðfjárbóndi, grunnskólakennari, skólastjórnandi, verkefnastjóri hjá símenntunarstöð á Vopnafirði. Í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps og oddviti 2010-2013. Stjórnarmaður ótal félaga og ráða. Þórunn, hélstu að þingmannsstarfið væri eins og það er? „Já, að einhverju leyti. Ég fylgdist alltaf með þingfréttum í fjölmiðlunum. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt, maður kynnist mörgu, bæði fólki og stöðum og þarf að setja sig inn í ólík mál en það tekur tíma að læra á þau. Vinnudagurinn er oft langur en nái maður að sinna því sem skiptir mann mestu máli í lífinu, heilsunni og fjölskyldunni, er hægt að takast á við krefjandi hluti.“Heima á stétt Þórunn og Stássa eiga margar göngur og smalaferðir að baki.Mynd/úr einkasafniHefur þú haldið margar þingræður? „Ég er ekki sá þingmaður sem talar mest. Aðalstarfið fer fram í nefndunum og svo er ég formaður þingflokksins. Einnig er ég formaður þingmannanefndar NATO og fer stundum til útlanda vegna þess. Það er áhugavert að kynnast veruleika fólks annars staðar í heiminum.“Segðu mér aðeins frá högum þínum. „Ég bý á Hauksstöðum í Vopnafirði og er líklega sá þingmaður sem á erfiðast með að komast heim, en ég reyni að fara heim um helgar, flýg til Egilsstaða og keyri yfir fjöllin. Það eru 110 kílómetrar og á góðum dögum er það auðvelt en um leið og eitthvað verður að færð getur það orðið erfitt. Við hjónin eigum tvö uppkomin börn og eitt barnabarn. Svo vorum við svo heppin fyrir sex árum að ein stelpa bættist í hópinn, þá fjögurra ára. Það versta við starfið mitt er að vera svona langt frá henni. Stóru börnin eru hér í Reykjavík í háskóla og mikill samgangur milli okkar og við hjónin keyptum íbúð í blokkinni sem ég ólst upp í, í næsta stigagangi við foreldra mína. Við systkinin erum bara tvö og ég flutti til Vopnafjarðar og hann til Los Angeles svo það var dálítið langt á milli okkar allra.“Alltaf er gaman að fá mislit lömb í hjörðina„.Ólstu upp í Reykjavík? „Já, en eftir stúdentspróf úr Versló fór ég til Vopnafjarðar og ætlaði að vera einn vetur sem leiðbeinandi við skólann. Það var 1984. Um haustið skall á kennaraverkfall og þá fékk ég vinnu í sláturhúsinu. Einn daginn sá ég Friðbjörn Hauk og það fyrsta sem ég hugsaði var: Þetta er maðurinn minn. Eftir veturinn langaði mig í sveit eitt sumar sem kaupakona og var bent á að tala við bóndann á Hauksstöðum. Það var Friðbjörn Haukur. Hann réð mig og líklega er ég síðasta kaupakonan á landinu sem giftist bóndanum. Mér leið strax vel á Hauksstöðum og festi rætur þar. Kom inn á gróið heimili þar sem tengdaforeldrar mínir bjuggu, föðurbróðir mannsins míns og mágur.“Er gott undir bú á Hauksstöðum? „Hauksstaðir er góð sauðfjárjörð. Bærinn er innst í Vesturárdal en var mjög afskekktur þar til haustið 2013 að hann komst í alfaraleið eftir að við fengum nýjan veg í byggðarlagið. En við höfum búið við mjög lélegt netsamband og fengum GSM-samband í fyrra.“Er ekki bagalegt fyrir þingmann að hafa ekki netsamband? „Það er mjög slæmt og líka fyrir bændur eins og aðra. Í búskapnum þurfa menn að skila skýrslum á netinu. Þetta er ein af grunnstoðunum sem þurfa að vera í lagi um allt land. Nútíminn krefst þess.“Hafa kjósendurnir mikið samband til að biðja um fyrirgreiðslu? „Mér finnst fólk ekki ágengt eða frekt. Það á að hafa aðgang að sínum þingmönnum. Þetta er baklandið okkar og ef við missum tengsl við það höfum við lítið að gera hér.“Áttir þú von á að fara inn á þing þegar þú gafst kost á þér á listann? „Ekki í upphafi en þegar út í framboðið var komið lagði ég mig alla í það og uppskeran var góð.“Hvernig fer starf þingmannsins saman við starf sauðfjárbónda? „Ekkert vel. Við erum svo langt fram á vor á þinginu. En ég komst í göngur í haust og það var óskaplega gott, eitt það skemmtilegasta sem ég geri.“Hefurðu lent í erfiðri lífsreynslu? „Ég hef verið afar lánsöm í lífinu en við hjónin lentum samt einu sinni í miklum háska á leið heim frá Akureyri. Það var mikið rok en auðir vegir. Þegar við komum á Burstafellsbrúnirnar þar sem vegurinn lá niður í Vopnafjörð, lyftist bíllinn upp að aftan hvað eftir annað, rétt við bjargbrúnina. Haukur var snöggur að keyra út af fjallsmegin, út í krapablá og þar hímdum við í þrjá klukkutíma. Óttuðumst að bíllinn fyki og ákváðum að fara úr honum og reyna að skríða í skjól en það var ekki viðlit svo við stóðum í krapablánni, bundin saman. Vorum áður búin að ákveða að ef annað okkar fyki fram af skyldi hitt ekki gera neitt því það væru börn heima. Svo dúraði í og við náðum bílnum upp og keyrðum heim. En þarna upplifðum við hversu smá við erum gagnvart náttúruöflunum.“
Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Sjá meira