Hitti draumaprins í dalnum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. janúar 2015 15:00 „Vinnudagurinn er oft langur en nái maður að sinna því sem skiptir mann mestu máli í lífinu, heilsunni og fjölskyldunni, er hægt að takast á við krefjandi hluti,“ segir Þórunn Egilsdóttir. Vísir/Vilhelm Fullt nafn: Þórunn Egilsdóttir Fædd: 23. nóvember 1964 Hvaðan: Fædd í Reykjavík, býr í Vopnafirði Maki: Friðbjörn Haukur Guðmundsson Börn: Kristjana Louise, Guðmundur, Hekla Karen Áhugamál: Skíði, smalamennska, lestur Menntun: Kennari Störf: Sauðfjárbóndi, grunnskólakennari, skólastjórnandi, verkefnastjóri hjá símenntunarstöð á Vopnafirði. Í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps og oddviti 2010-2013. Stjórnarmaður ótal félaga og ráða. Þórunn, hélstu að þingmannsstarfið væri eins og það er? „Já, að einhverju leyti. Ég fylgdist alltaf með þingfréttum í fjölmiðlunum. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt, maður kynnist mörgu, bæði fólki og stöðum og þarf að setja sig inn í ólík mál en það tekur tíma að læra á þau. Vinnudagurinn er oft langur en nái maður að sinna því sem skiptir mann mestu máli í lífinu, heilsunni og fjölskyldunni, er hægt að takast á við krefjandi hluti.“Heima á stétt Þórunn og Stássa eiga margar göngur og smalaferðir að baki.Mynd/úr einkasafniHefur þú haldið margar þingræður? „Ég er ekki sá þingmaður sem talar mest. Aðalstarfið fer fram í nefndunum og svo er ég formaður þingflokksins. Einnig er ég formaður þingmannanefndar NATO og fer stundum til útlanda vegna þess. Það er áhugavert að kynnast veruleika fólks annars staðar í heiminum.“Segðu mér aðeins frá högum þínum. „Ég bý á Hauksstöðum í Vopnafirði og er líklega sá þingmaður sem á erfiðast með að komast heim, en ég reyni að fara heim um helgar, flýg til Egilsstaða og keyri yfir fjöllin. Það eru 110 kílómetrar og á góðum dögum er það auðvelt en um leið og eitthvað verður að færð getur það orðið erfitt. Við hjónin eigum tvö uppkomin börn og eitt barnabarn. Svo vorum við svo heppin fyrir sex árum að ein stelpa bættist í hópinn, þá fjögurra ára. Það versta við starfið mitt er að vera svona langt frá henni. Stóru börnin eru hér í Reykjavík í háskóla og mikill samgangur milli okkar og við hjónin keyptum íbúð í blokkinni sem ég ólst upp í, í næsta stigagangi við foreldra mína. Við systkinin erum bara tvö og ég flutti til Vopnafjarðar og hann til Los Angeles svo það var dálítið langt á milli okkar allra.“Alltaf er gaman að fá mislit lömb í hjörðina„.Ólstu upp í Reykjavík? „Já, en eftir stúdentspróf úr Versló fór ég til Vopnafjarðar og ætlaði að vera einn vetur sem leiðbeinandi við skólann. Það var 1984. Um haustið skall á kennaraverkfall og þá fékk ég vinnu í sláturhúsinu. Einn daginn sá ég Friðbjörn Hauk og það fyrsta sem ég hugsaði var: Þetta er maðurinn minn. Eftir veturinn langaði mig í sveit eitt sumar sem kaupakona og var bent á að tala við bóndann á Hauksstöðum. Það var Friðbjörn Haukur. Hann réð mig og líklega er ég síðasta kaupakonan á landinu sem giftist bóndanum. Mér leið strax vel á Hauksstöðum og festi rætur þar. Kom inn á gróið heimili þar sem tengdaforeldrar mínir bjuggu, föðurbróðir mannsins míns og mágur.“Er gott undir bú á Hauksstöðum? „Hauksstaðir er góð sauðfjárjörð. Bærinn er innst í Vesturárdal en var mjög afskekktur þar til haustið 2013 að hann komst í alfaraleið eftir að við fengum nýjan veg í byggðarlagið. En við höfum búið við mjög lélegt netsamband og fengum GSM-samband í fyrra.“Er ekki bagalegt fyrir þingmann að hafa ekki netsamband? „Það er mjög slæmt og líka fyrir bændur eins og aðra. Í búskapnum þurfa menn að skila skýrslum á netinu. Þetta er ein af grunnstoðunum sem þurfa að vera í lagi um allt land. Nútíminn krefst þess.“Hafa kjósendurnir mikið samband til að biðja um fyrirgreiðslu? „Mér finnst fólk ekki ágengt eða frekt. Það á að hafa aðgang að sínum þingmönnum. Þetta er baklandið okkar og ef við missum tengsl við það höfum við lítið að gera hér.“Áttir þú von á að fara inn á þing þegar þú gafst kost á þér á listann? „Ekki í upphafi en þegar út í framboðið var komið lagði ég mig alla í það og uppskeran var góð.“Hvernig fer starf þingmannsins saman við starf sauðfjárbónda? „Ekkert vel. Við erum svo langt fram á vor á þinginu. En ég komst í göngur í haust og það var óskaplega gott, eitt það skemmtilegasta sem ég geri.“Hefurðu lent í erfiðri lífsreynslu? „Ég hef verið afar lánsöm í lífinu en við hjónin lentum samt einu sinni í miklum háska á leið heim frá Akureyri. Það var mikið rok en auðir vegir. Þegar við komum á Burstafellsbrúnirnar þar sem vegurinn lá niður í Vopnafjörð, lyftist bíllinn upp að aftan hvað eftir annað, rétt við bjargbrúnina. Haukur var snöggur að keyra út af fjallsmegin, út í krapablá og þar hímdum við í þrjá klukkutíma. Óttuðumst að bíllinn fyki og ákváðum að fara úr honum og reyna að skríða í skjól en það var ekki viðlit svo við stóðum í krapablánni, bundin saman. Vorum áður búin að ákveða að ef annað okkar fyki fram af skyldi hitt ekki gera neitt því það væru börn heima. Svo dúraði í og við náðum bílnum upp og keyrðum heim. En þarna upplifðum við hversu smá við erum gagnvart náttúruöflunum.“ Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira
Fullt nafn: Þórunn Egilsdóttir Fædd: 23. nóvember 1964 Hvaðan: Fædd í Reykjavík, býr í Vopnafirði Maki: Friðbjörn Haukur Guðmundsson Börn: Kristjana Louise, Guðmundur, Hekla Karen Áhugamál: Skíði, smalamennska, lestur Menntun: Kennari Störf: Sauðfjárbóndi, grunnskólakennari, skólastjórnandi, verkefnastjóri hjá símenntunarstöð á Vopnafirði. Í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps og oddviti 2010-2013. Stjórnarmaður ótal félaga og ráða. Þórunn, hélstu að þingmannsstarfið væri eins og það er? „Já, að einhverju leyti. Ég fylgdist alltaf með þingfréttum í fjölmiðlunum. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt, maður kynnist mörgu, bæði fólki og stöðum og þarf að setja sig inn í ólík mál en það tekur tíma að læra á þau. Vinnudagurinn er oft langur en nái maður að sinna því sem skiptir mann mestu máli í lífinu, heilsunni og fjölskyldunni, er hægt að takast á við krefjandi hluti.“Heima á stétt Þórunn og Stássa eiga margar göngur og smalaferðir að baki.Mynd/úr einkasafniHefur þú haldið margar þingræður? „Ég er ekki sá þingmaður sem talar mest. Aðalstarfið fer fram í nefndunum og svo er ég formaður þingflokksins. Einnig er ég formaður þingmannanefndar NATO og fer stundum til útlanda vegna þess. Það er áhugavert að kynnast veruleika fólks annars staðar í heiminum.“Segðu mér aðeins frá högum þínum. „Ég bý á Hauksstöðum í Vopnafirði og er líklega sá þingmaður sem á erfiðast með að komast heim, en ég reyni að fara heim um helgar, flýg til Egilsstaða og keyri yfir fjöllin. Það eru 110 kílómetrar og á góðum dögum er það auðvelt en um leið og eitthvað verður að færð getur það orðið erfitt. Við hjónin eigum tvö uppkomin börn og eitt barnabarn. Svo vorum við svo heppin fyrir sex árum að ein stelpa bættist í hópinn, þá fjögurra ára. Það versta við starfið mitt er að vera svona langt frá henni. Stóru börnin eru hér í Reykjavík í háskóla og mikill samgangur milli okkar og við hjónin keyptum íbúð í blokkinni sem ég ólst upp í, í næsta stigagangi við foreldra mína. Við systkinin erum bara tvö og ég flutti til Vopnafjarðar og hann til Los Angeles svo það var dálítið langt á milli okkar allra.“Alltaf er gaman að fá mislit lömb í hjörðina„.Ólstu upp í Reykjavík? „Já, en eftir stúdentspróf úr Versló fór ég til Vopnafjarðar og ætlaði að vera einn vetur sem leiðbeinandi við skólann. Það var 1984. Um haustið skall á kennaraverkfall og þá fékk ég vinnu í sláturhúsinu. Einn daginn sá ég Friðbjörn Hauk og það fyrsta sem ég hugsaði var: Þetta er maðurinn minn. Eftir veturinn langaði mig í sveit eitt sumar sem kaupakona og var bent á að tala við bóndann á Hauksstöðum. Það var Friðbjörn Haukur. Hann réð mig og líklega er ég síðasta kaupakonan á landinu sem giftist bóndanum. Mér leið strax vel á Hauksstöðum og festi rætur þar. Kom inn á gróið heimili þar sem tengdaforeldrar mínir bjuggu, föðurbróðir mannsins míns og mágur.“Er gott undir bú á Hauksstöðum? „Hauksstaðir er góð sauðfjárjörð. Bærinn er innst í Vesturárdal en var mjög afskekktur þar til haustið 2013 að hann komst í alfaraleið eftir að við fengum nýjan veg í byggðarlagið. En við höfum búið við mjög lélegt netsamband og fengum GSM-samband í fyrra.“Er ekki bagalegt fyrir þingmann að hafa ekki netsamband? „Það er mjög slæmt og líka fyrir bændur eins og aðra. Í búskapnum þurfa menn að skila skýrslum á netinu. Þetta er ein af grunnstoðunum sem þurfa að vera í lagi um allt land. Nútíminn krefst þess.“Hafa kjósendurnir mikið samband til að biðja um fyrirgreiðslu? „Mér finnst fólk ekki ágengt eða frekt. Það á að hafa aðgang að sínum þingmönnum. Þetta er baklandið okkar og ef við missum tengsl við það höfum við lítið að gera hér.“Áttir þú von á að fara inn á þing þegar þú gafst kost á þér á listann? „Ekki í upphafi en þegar út í framboðið var komið lagði ég mig alla í það og uppskeran var góð.“Hvernig fer starf þingmannsins saman við starf sauðfjárbónda? „Ekkert vel. Við erum svo langt fram á vor á þinginu. En ég komst í göngur í haust og það var óskaplega gott, eitt það skemmtilegasta sem ég geri.“Hefurðu lent í erfiðri lífsreynslu? „Ég hef verið afar lánsöm í lífinu en við hjónin lentum samt einu sinni í miklum háska á leið heim frá Akureyri. Það var mikið rok en auðir vegir. Þegar við komum á Burstafellsbrúnirnar þar sem vegurinn lá niður í Vopnafjörð, lyftist bíllinn upp að aftan hvað eftir annað, rétt við bjargbrúnina. Haukur var snöggur að keyra út af fjallsmegin, út í krapablá og þar hímdum við í þrjá klukkutíma. Óttuðumst að bíllinn fyki og ákváðum að fara úr honum og reyna að skríða í skjól en það var ekki viðlit svo við stóðum í krapablánni, bundin saman. Vorum áður búin að ákveða að ef annað okkar fyki fram af skyldi hitt ekki gera neitt því það væru börn heima. Svo dúraði í og við náðum bílnum upp og keyrðum heim. En þarna upplifðum við hversu smá við erum gagnvart náttúruöflunum.“
Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira