Baltasar leggur Siglufjörð undir sig Jakob Bjarnar skrifar 24. janúar 2015 11:30 Handritshöfundurinn Sigurjón Kjartansson segir að Siglfirðingar hafi tekið kvikmyndagenginu afskaplega vel. Mynd/atli geir grétarsson Kvikmyndagerðarmenn, undir forystu Baltasars Kormáks leikstjóra og Sigurjóns Kjartanssonar sem nú er titlaður „show runner“, hafa lagt undir sig Siglufjörð. Á þeirra vegum er nú staddur í bænum hátt í 70 manna hópur kvikmyndagerðarmanna og leikara og setur svip sinn á bæjarbraginn. Enda stendur mikið til. Tökur á umfangsmestu sjónvarpsþáttaseríu sem gerð hefur verið á Íslandi hefjast á mánudaginn. Fjórir leikstjórar koma að verkinu. „Við erum hér út um allt en höfum ekki orðið vör við annað en afskaplega hlýlegar móttökur,“ segir Sigurjón sem er að vonum spenntur að sjá þetta verkefni verða að veruleika en það hefur verið í undirbúningi í um þrjú ár. Til stendur að taka upp efni sem á að duga í tíu klukkutíma þætti, sem er á við fimm bíómyndir. Sjónvarpsþáttagerð hefur færst mjög í aukana um heim allan og þá hefur orðið til þetta hlutverk sem heitir „show runner“, sem felst í því að hafa yfirumsjón með verkinu, að allt hangi saman og að samræmis sé gætt en fjórir leikstjórar koma að verkinu: Baltasar, Baldvin Zophoníasson (Vonarstræti), Óskar Þór Axelsson (Svartur á leik) og Börkur Sigþórsson sem helst hefur gert garðinn frægan í auglýsingagerð. „Já, ég á að vera maðurinn með svörin. Ég er spenntur að sjá þetta allt verða að veruleika. Handrit er eftir fjóra, ég byrjaði á því að vinna þetta með Ólafi Egilssyni og Jóhanni Ævari Grímssyni, byrjuðum 2012 og síðan tók ég þetta lengra með breskum handritshöfundi sem heitir Clive Bradley,“ segir Sigurjón.Sýna á þættina um heim allan En, það er svo Baltasar Kormákur sem á frumhugmyndina að verkefninu og segir Sigurjón það hafa verið afskaplega ánægjulegt að vinna þetta áfram með honum. RVK-stúdíós og Baltasar Kormákur eru aðalframleiðendur. Til stendur að sýna þættina um heim allan. „Já, það er svona í burðarliðnum. Við erum að gera þetta í samvinnu við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF, sem er sú stærsta sinnar tegundar í Þýskalandi. Og einnig eru skandinavískar ríkisstöðvar í samvinnu með okkur. Frakkar jafnframt, France2, en þetta verður hljóðsett bæði á þýsku og frönsku.“ Aðalleikari er Ólafur Darri, en aðrir leikarar í þessari seríu sem nú er að fara í tökur eru svo Ilmur Kristjánsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson. „Þetta er stórskotalið landsins. Síðan má nefna menn eins og Jóhann Sigurðarson og Pálma Gestsson, Þorstein Bachmann,“ segir Sigurjón. Verkið er frumsamið: „Þetta er: Glæpur er framinn og hver sá seki? Það er grynnsta skýring á verkinu. En, það er ýmislegt fleira sem fléttast þarna inn í. Og við vörpum fram stórum pólitískum og samfélagslegum spurningum,“ segir Sigurjón Kjartansson. Tengdar fréttir Ófærð fær 75 milljónir króna frá ESB Langstærsti styrkur frá upphafi þátttöku Íslendinga í MEDIA kvikmyndaáætlun ESB. 16. júní 2015 13:20 Fyrsta stiklan úr Ófærð Óhugnalegir atburðir eiga sér stað í þáttum Baltasars Kormáks, Ófærð. 5. maí 2015 16:48 Dýrasta sería Íslandssögunnar Ófærð fer í tökur á Íslandi í haust. 14. apríl 2014 08:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Kvikmyndagerðarmenn, undir forystu Baltasars Kormáks leikstjóra og Sigurjóns Kjartanssonar sem nú er titlaður „show runner“, hafa lagt undir sig Siglufjörð. Á þeirra vegum er nú staddur í bænum hátt í 70 manna hópur kvikmyndagerðarmanna og leikara og setur svip sinn á bæjarbraginn. Enda stendur mikið til. Tökur á umfangsmestu sjónvarpsþáttaseríu sem gerð hefur verið á Íslandi hefjast á mánudaginn. Fjórir leikstjórar koma að verkinu. „Við erum hér út um allt en höfum ekki orðið vör við annað en afskaplega hlýlegar móttökur,“ segir Sigurjón sem er að vonum spenntur að sjá þetta verkefni verða að veruleika en það hefur verið í undirbúningi í um þrjú ár. Til stendur að taka upp efni sem á að duga í tíu klukkutíma þætti, sem er á við fimm bíómyndir. Sjónvarpsþáttagerð hefur færst mjög í aukana um heim allan og þá hefur orðið til þetta hlutverk sem heitir „show runner“, sem felst í því að hafa yfirumsjón með verkinu, að allt hangi saman og að samræmis sé gætt en fjórir leikstjórar koma að verkinu: Baltasar, Baldvin Zophoníasson (Vonarstræti), Óskar Þór Axelsson (Svartur á leik) og Börkur Sigþórsson sem helst hefur gert garðinn frægan í auglýsingagerð. „Já, ég á að vera maðurinn með svörin. Ég er spenntur að sjá þetta allt verða að veruleika. Handrit er eftir fjóra, ég byrjaði á því að vinna þetta með Ólafi Egilssyni og Jóhanni Ævari Grímssyni, byrjuðum 2012 og síðan tók ég þetta lengra með breskum handritshöfundi sem heitir Clive Bradley,“ segir Sigurjón.Sýna á þættina um heim allan En, það er svo Baltasar Kormákur sem á frumhugmyndina að verkefninu og segir Sigurjón það hafa verið afskaplega ánægjulegt að vinna þetta áfram með honum. RVK-stúdíós og Baltasar Kormákur eru aðalframleiðendur. Til stendur að sýna þættina um heim allan. „Já, það er svona í burðarliðnum. Við erum að gera þetta í samvinnu við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF, sem er sú stærsta sinnar tegundar í Þýskalandi. Og einnig eru skandinavískar ríkisstöðvar í samvinnu með okkur. Frakkar jafnframt, France2, en þetta verður hljóðsett bæði á þýsku og frönsku.“ Aðalleikari er Ólafur Darri, en aðrir leikarar í þessari seríu sem nú er að fara í tökur eru svo Ilmur Kristjánsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson. „Þetta er stórskotalið landsins. Síðan má nefna menn eins og Jóhann Sigurðarson og Pálma Gestsson, Þorstein Bachmann,“ segir Sigurjón. Verkið er frumsamið: „Þetta er: Glæpur er framinn og hver sá seki? Það er grynnsta skýring á verkinu. En, það er ýmislegt fleira sem fléttast þarna inn í. Og við vörpum fram stórum pólitískum og samfélagslegum spurningum,“ segir Sigurjón Kjartansson.
Tengdar fréttir Ófærð fær 75 milljónir króna frá ESB Langstærsti styrkur frá upphafi þátttöku Íslendinga í MEDIA kvikmyndaáætlun ESB. 16. júní 2015 13:20 Fyrsta stiklan úr Ófærð Óhugnalegir atburðir eiga sér stað í þáttum Baltasars Kormáks, Ófærð. 5. maí 2015 16:48 Dýrasta sería Íslandssögunnar Ófærð fer í tökur á Íslandi í haust. 14. apríl 2014 08:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Ófærð fær 75 milljónir króna frá ESB Langstærsti styrkur frá upphafi þátttöku Íslendinga í MEDIA kvikmyndaáætlun ESB. 16. júní 2015 13:20
Fyrsta stiklan úr Ófærð Óhugnalegir atburðir eiga sér stað í þáttum Baltasars Kormáks, Ófærð. 5. maí 2015 16:48
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels