Lífið

Vefsíðan Glamour.is fer í loftið í dag

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Ritstjórnin og útgefendur skoða fyrstu prentun blaðsins í prentsmiðju Odda.
Ritstjórnin og útgefendur skoða fyrstu prentun blaðsins í prentsmiðju Odda. vísir/valli
„Þetta var bara stórkostleg tilfinning, við erum bara í spennufalli,“ segir Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri íslenska Glamour, þegar blaðið kom úr prentun í gær.

„Fyrsta fæðingin er alltaf svolítið erfið, en það er dásamlegt að vera komin með barnið í hendurnar. Ég er bara stolt af þessu og öllum þeim sem að þessu komu, stelpunum á blaðinu og svo þeim hjá Odda. Við vorum með miklar gæðakröfur og þeir hafa alveg staðist þær.“ 

Fyrsta tölublaðið, nýkomið úr prentun.vísir/valli
Blaðið, sem er 196 síður, kemur í verslanir í dag og vefurinn Glamour.is verður einnig opnaður í dag en hann er hluti af Vísi.

„Blaðið var prentað í stóru upplagi, þar sem við þurfum að senda það út um allan heim. Ritstjórarnir úti eru allir mjög áhugasamir að sjá útkomuna,“ segir Álfrún.

Hún segist hlakka til að sjá hvernig viðtökurnar við blaðinu verða hér heima.

„Þessi blanda, íslenskt og erlent, er að virka vel. Fyrirsætan er erlend í íslensku umhverfi, klædd í JÖR og Tommy Hilfiger. Við hlökkum bara til að sjá hvernig verður tekið í blaðið og að fylgjast með.“


Tengdar fréttir

Útgáfu Glamour fagnað

Það var glamúr og gleði á 101 Hótel í kvöld þegar útgáfu tímaritsins Glamour var fagnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×