Nýtt úr norrænum kvikmyndaheimi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. apríl 2015 13:15 „Myndirnar á hátíðinni eru allar nýlegar nema Hrafninn flýgur,“ segir Ilmur Dögg. Vísir/GVA „Myndirnar á hátíðinni eru vandaðar og allar nýlegar nema Hrafninn flýgur sem verður sýnd í dag í framhaldi af vinnustofu um samstarf Íslendinga og Svía í kvikmyndaiðnaðinum,“ segir Ilmur Dögg Gísladóttir, kynningar- og verkefnastjóri í Norræna húsinu, um norrænu kvikmyndahátíðina sem þar er að hefjast nú klukkan 14.Kapgang er önnur tveggja danskra mynda á hátíðinni.Ilmur segir helstu stjörnur norrænnar kvikmyndagerðar sækja okkur heim, þar á meðal einn aðalleikara dönsku þáttaraðarinnar 1864, Jakob Oftebro. Aðrir gestir eru Morten Kirkskov, höfundur bókarinnar Kapgang sem samnefnd mynd byggist á, og Tuomas Kyrö, höfundur bókar sem myndin The Grump byggist á. Þeir verða báðir með spjall eftir sýningu myndanna.Nuka Bisgaard fór á flakk um Grænland sem dragdrottning og kom á fyrstu Gay Pride-göngunni í Nuuk.„Grænlenska myndin Eskimo Diva hefur sérstöðu, bæði er hún sú eina frá Grænlandi og eina heimildarmynd hátíðarinnar,“ segir Ilmur. „Diva var frumsýnd í Nuuk núna 11. apríl og kemur beint hingað. Leikstjórinn Lene Stæhr og Nuka Bisgaard, söguhetja myndarinnar, koma líka. Bisgaard er brautryðjandi á Grænlandi því hann á frumkvæðið að fyrstu Gay Pride-göngunni þar og myndin fjallar um reisu hans um Grænland. Hann situr fyrir svörum eftir sýninguna á morgun.“ Hver mynd verður sýnd tvisvar á hátíðinni sem stendur í viku og ókeypis er inn, bæði á þær og málþingið. Menning Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Myndirnar á hátíðinni eru vandaðar og allar nýlegar nema Hrafninn flýgur sem verður sýnd í dag í framhaldi af vinnustofu um samstarf Íslendinga og Svía í kvikmyndaiðnaðinum,“ segir Ilmur Dögg Gísladóttir, kynningar- og verkefnastjóri í Norræna húsinu, um norrænu kvikmyndahátíðina sem þar er að hefjast nú klukkan 14.Kapgang er önnur tveggja danskra mynda á hátíðinni.Ilmur segir helstu stjörnur norrænnar kvikmyndagerðar sækja okkur heim, þar á meðal einn aðalleikara dönsku þáttaraðarinnar 1864, Jakob Oftebro. Aðrir gestir eru Morten Kirkskov, höfundur bókarinnar Kapgang sem samnefnd mynd byggist á, og Tuomas Kyrö, höfundur bókar sem myndin The Grump byggist á. Þeir verða báðir með spjall eftir sýningu myndanna.Nuka Bisgaard fór á flakk um Grænland sem dragdrottning og kom á fyrstu Gay Pride-göngunni í Nuuk.„Grænlenska myndin Eskimo Diva hefur sérstöðu, bæði er hún sú eina frá Grænlandi og eina heimildarmynd hátíðarinnar,“ segir Ilmur. „Diva var frumsýnd í Nuuk núna 11. apríl og kemur beint hingað. Leikstjórinn Lene Stæhr og Nuka Bisgaard, söguhetja myndarinnar, koma líka. Bisgaard er brautryðjandi á Grænlandi því hann á frumkvæðið að fyrstu Gay Pride-göngunni þar og myndin fjallar um reisu hans um Grænland. Hann situr fyrir svörum eftir sýninguna á morgun.“ Hver mynd verður sýnd tvisvar á hátíðinni sem stendur í viku og ókeypis er inn, bæði á þær og málþingið.
Menning Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira