Ekkert tabú að vera geðsjúklingur Una Sighvatsdóttir skrifar 7. október 2015 19:00 Fjöldi fólks hefur í dag tjáð sig um eigin geðsjúkdóma á Facebook og Twitter undir merkinu #égerekkitabú. Silja Björk Björnsdóttir er ein þeirra sem ýtti þessari samfélagsbyltingu úr vör. Hún segir skömm og fordóma enn viðloðandi geðsjúkdóma. Sjálf hefur hún þjáðst af alvarlegu þunglyndi. Hún segir markmiðið með #égerekkitabú vera að brjóta bannhelgina sem umlykja geðsjúkdóma. „Við viljum endurheimta orðið geðsjúklingur þannig að fólk geti sagt með stolti, góðan daginn ég heiti Silja og ég er geðsjúklingur,“ segir Silja kankvís.Kristján Eldjárn SveinssonStöðugur kvíði og ótti Kristján Eldjárn Sveinsson er einn þeirra sem sagði sögu sína á Facebook-síðu átaksins í dag. Hann er greindur með áráttu- og þráhyggjuröskun, OCD, sem um tíma hafði mikil áhrif á hans daglega líf. „Áráttu- og þráhyggjuröskun getur verið mjög víðfeðm, en hjá mér þar þetta þannig að ég var rosalega sýklahræddur, þegar ég var verstur þá gat ég ekki snert hurðarhúna og mér fannst skólinn sýklastía eða svona gróðrastía fyrir sýkla,“ segir Kristján. Einnig varð hann mjög eldhræddur og gætti þess vandlega að slökkt væri á öllu og rafmagnstæki tekin úr sambandi áður en hann fór að sofa. „Þetta varð árátta, að fara aftur og aftur og aftur sama hringinn í húsinu til þess að gá hvort það væri slökkt á sjónvarpinu, slökkt á eldavélinni. Rosalega mikill kvíði og ótti alltaf um að eitthvað myndi gerast.“ Vegna sjúkdómsins gat Kristján varla sofið um nætur né mætt í skólann þegar verst lét. Hann fór um tíma á geðlyf, en segir hugræna atferlismeðferð hafa bjargað lífi sínu. Hinsvegar treysti hann sér aldrei til að leita á geðdeild. „Mér fannst það að fara til geðlæknis alveg hræðilegt. Og ég fór aldrei til geðlæknis, því ég upplifði það sem svo mikla skömm.“Silja Björk BjörnsdóttirEnginn mátti frétta af geðdeild Silja Björk tekur í sama streng. „Þegar ég reyndi að fremja sjálfsmorð og fór upp á geðdeild í kjölfarið af því, og var þar inni í eina og hálfa viku, þá hugsaði ég með mér þegar ég kom út: „Það má ekki nokkur lifandi maður frétta það, að ég hafi verið hérna inni. En það voru líka bara fordómarnir inni í sjálfri mér.“ Hún ákvað að taka þann pól í hæðina að segja fólki hreint út frá sjúkdómnum sem hún glímir við og segir að um leið og hún opnaði sig, og leyfði fólki að tala um það og spyrja, þá hafi allt orðið miklu auðveldara. Geðsjúkir þurfa oft að lifa með sjúkdómnum alla ævi án þess að ná fullum bata, og því skipti máli að geta rætt um það án þess að skammast sín, að sögn Silju. „Þannig að við erum að hugsa núna, bara í krafti fjöldans, hvort við getum ekki fengið alla til að opna hug og hjörtu sín fyrir fjölbreytileikanum sem er í mannkyninu.“ Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Fjöldi fólks hefur í dag tjáð sig um eigin geðsjúkdóma á Facebook og Twitter undir merkinu #égerekkitabú. Silja Björk Björnsdóttir er ein þeirra sem ýtti þessari samfélagsbyltingu úr vör. Hún segir skömm og fordóma enn viðloðandi geðsjúkdóma. Sjálf hefur hún þjáðst af alvarlegu þunglyndi. Hún segir markmiðið með #égerekkitabú vera að brjóta bannhelgina sem umlykja geðsjúkdóma. „Við viljum endurheimta orðið geðsjúklingur þannig að fólk geti sagt með stolti, góðan daginn ég heiti Silja og ég er geðsjúklingur,“ segir Silja kankvís.Kristján Eldjárn SveinssonStöðugur kvíði og ótti Kristján Eldjárn Sveinsson er einn þeirra sem sagði sögu sína á Facebook-síðu átaksins í dag. Hann er greindur með áráttu- og þráhyggjuröskun, OCD, sem um tíma hafði mikil áhrif á hans daglega líf. „Áráttu- og þráhyggjuröskun getur verið mjög víðfeðm, en hjá mér þar þetta þannig að ég var rosalega sýklahræddur, þegar ég var verstur þá gat ég ekki snert hurðarhúna og mér fannst skólinn sýklastía eða svona gróðrastía fyrir sýkla,“ segir Kristján. Einnig varð hann mjög eldhræddur og gætti þess vandlega að slökkt væri á öllu og rafmagnstæki tekin úr sambandi áður en hann fór að sofa. „Þetta varð árátta, að fara aftur og aftur og aftur sama hringinn í húsinu til þess að gá hvort það væri slökkt á sjónvarpinu, slökkt á eldavélinni. Rosalega mikill kvíði og ótti alltaf um að eitthvað myndi gerast.“ Vegna sjúkdómsins gat Kristján varla sofið um nætur né mætt í skólann þegar verst lét. Hann fór um tíma á geðlyf, en segir hugræna atferlismeðferð hafa bjargað lífi sínu. Hinsvegar treysti hann sér aldrei til að leita á geðdeild. „Mér fannst það að fara til geðlæknis alveg hræðilegt. Og ég fór aldrei til geðlæknis, því ég upplifði það sem svo mikla skömm.“Silja Björk BjörnsdóttirEnginn mátti frétta af geðdeild Silja Björk tekur í sama streng. „Þegar ég reyndi að fremja sjálfsmorð og fór upp á geðdeild í kjölfarið af því, og var þar inni í eina og hálfa viku, þá hugsaði ég með mér þegar ég kom út: „Það má ekki nokkur lifandi maður frétta það, að ég hafi verið hérna inni. En það voru líka bara fordómarnir inni í sjálfri mér.“ Hún ákvað að taka þann pól í hæðina að segja fólki hreint út frá sjúkdómnum sem hún glímir við og segir að um leið og hún opnaði sig, og leyfði fólki að tala um það og spyrja, þá hafi allt orðið miklu auðveldara. Geðsjúkir þurfa oft að lifa með sjúkdómnum alla ævi án þess að ná fullum bata, og því skipti máli að geta rætt um það án þess að skammast sín, að sögn Silju. „Þannig að við erum að hugsa núna, bara í krafti fjöldans, hvort við getum ekki fengið alla til að opna hug og hjörtu sín fyrir fjölbreytileikanum sem er í mannkyninu.“
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent