Ekkert tabú að vera geðsjúklingur Una Sighvatsdóttir skrifar 7. október 2015 19:00 Fjöldi fólks hefur í dag tjáð sig um eigin geðsjúkdóma á Facebook og Twitter undir merkinu #égerekkitabú. Silja Björk Björnsdóttir er ein þeirra sem ýtti þessari samfélagsbyltingu úr vör. Hún segir skömm og fordóma enn viðloðandi geðsjúkdóma. Sjálf hefur hún þjáðst af alvarlegu þunglyndi. Hún segir markmiðið með #égerekkitabú vera að brjóta bannhelgina sem umlykja geðsjúkdóma. „Við viljum endurheimta orðið geðsjúklingur þannig að fólk geti sagt með stolti, góðan daginn ég heiti Silja og ég er geðsjúklingur,“ segir Silja kankvís.Kristján Eldjárn SveinssonStöðugur kvíði og ótti Kristján Eldjárn Sveinsson er einn þeirra sem sagði sögu sína á Facebook-síðu átaksins í dag. Hann er greindur með áráttu- og þráhyggjuröskun, OCD, sem um tíma hafði mikil áhrif á hans daglega líf. „Áráttu- og þráhyggjuröskun getur verið mjög víðfeðm, en hjá mér þar þetta þannig að ég var rosalega sýklahræddur, þegar ég var verstur þá gat ég ekki snert hurðarhúna og mér fannst skólinn sýklastía eða svona gróðrastía fyrir sýkla,“ segir Kristján. Einnig varð hann mjög eldhræddur og gætti þess vandlega að slökkt væri á öllu og rafmagnstæki tekin úr sambandi áður en hann fór að sofa. „Þetta varð árátta, að fara aftur og aftur og aftur sama hringinn í húsinu til þess að gá hvort það væri slökkt á sjónvarpinu, slökkt á eldavélinni. Rosalega mikill kvíði og ótti alltaf um að eitthvað myndi gerast.“ Vegna sjúkdómsins gat Kristján varla sofið um nætur né mætt í skólann þegar verst lét. Hann fór um tíma á geðlyf, en segir hugræna atferlismeðferð hafa bjargað lífi sínu. Hinsvegar treysti hann sér aldrei til að leita á geðdeild. „Mér fannst það að fara til geðlæknis alveg hræðilegt. Og ég fór aldrei til geðlæknis, því ég upplifði það sem svo mikla skömm.“Silja Björk BjörnsdóttirEnginn mátti frétta af geðdeild Silja Björk tekur í sama streng. „Þegar ég reyndi að fremja sjálfsmorð og fór upp á geðdeild í kjölfarið af því, og var þar inni í eina og hálfa viku, þá hugsaði ég með mér þegar ég kom út: „Það má ekki nokkur lifandi maður frétta það, að ég hafi verið hérna inni. En það voru líka bara fordómarnir inni í sjálfri mér.“ Hún ákvað að taka þann pól í hæðina að segja fólki hreint út frá sjúkdómnum sem hún glímir við og segir að um leið og hún opnaði sig, og leyfði fólki að tala um það og spyrja, þá hafi allt orðið miklu auðveldara. Geðsjúkir þurfa oft að lifa með sjúkdómnum alla ævi án þess að ná fullum bata, og því skipti máli að geta rætt um það án þess að skammast sín, að sögn Silju. „Þannig að við erum að hugsa núna, bara í krafti fjöldans, hvort við getum ekki fengið alla til að opna hug og hjörtu sín fyrir fjölbreytileikanum sem er í mannkyninu.“ Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Fjöldi fólks hefur í dag tjáð sig um eigin geðsjúkdóma á Facebook og Twitter undir merkinu #égerekkitabú. Silja Björk Björnsdóttir er ein þeirra sem ýtti þessari samfélagsbyltingu úr vör. Hún segir skömm og fordóma enn viðloðandi geðsjúkdóma. Sjálf hefur hún þjáðst af alvarlegu þunglyndi. Hún segir markmiðið með #égerekkitabú vera að brjóta bannhelgina sem umlykja geðsjúkdóma. „Við viljum endurheimta orðið geðsjúklingur þannig að fólk geti sagt með stolti, góðan daginn ég heiti Silja og ég er geðsjúklingur,“ segir Silja kankvís.Kristján Eldjárn SveinssonStöðugur kvíði og ótti Kristján Eldjárn Sveinsson er einn þeirra sem sagði sögu sína á Facebook-síðu átaksins í dag. Hann er greindur með áráttu- og þráhyggjuröskun, OCD, sem um tíma hafði mikil áhrif á hans daglega líf. „Áráttu- og þráhyggjuröskun getur verið mjög víðfeðm, en hjá mér þar þetta þannig að ég var rosalega sýklahræddur, þegar ég var verstur þá gat ég ekki snert hurðarhúna og mér fannst skólinn sýklastía eða svona gróðrastía fyrir sýkla,“ segir Kristján. Einnig varð hann mjög eldhræddur og gætti þess vandlega að slökkt væri á öllu og rafmagnstæki tekin úr sambandi áður en hann fór að sofa. „Þetta varð árátta, að fara aftur og aftur og aftur sama hringinn í húsinu til þess að gá hvort það væri slökkt á sjónvarpinu, slökkt á eldavélinni. Rosalega mikill kvíði og ótti alltaf um að eitthvað myndi gerast.“ Vegna sjúkdómsins gat Kristján varla sofið um nætur né mætt í skólann þegar verst lét. Hann fór um tíma á geðlyf, en segir hugræna atferlismeðferð hafa bjargað lífi sínu. Hinsvegar treysti hann sér aldrei til að leita á geðdeild. „Mér fannst það að fara til geðlæknis alveg hræðilegt. Og ég fór aldrei til geðlæknis, því ég upplifði það sem svo mikla skömm.“Silja Björk BjörnsdóttirEnginn mátti frétta af geðdeild Silja Björk tekur í sama streng. „Þegar ég reyndi að fremja sjálfsmorð og fór upp á geðdeild í kjölfarið af því, og var þar inni í eina og hálfa viku, þá hugsaði ég með mér þegar ég kom út: „Það má ekki nokkur lifandi maður frétta það, að ég hafi verið hérna inni. En það voru líka bara fordómarnir inni í sjálfri mér.“ Hún ákvað að taka þann pól í hæðina að segja fólki hreint út frá sjúkdómnum sem hún glímir við og segir að um leið og hún opnaði sig, og leyfði fólki að tala um það og spyrja, þá hafi allt orðið miklu auðveldara. Geðsjúkir þurfa oft að lifa með sjúkdómnum alla ævi án þess að ná fullum bata, og því skipti máli að geta rætt um það án þess að skammast sín, að sögn Silju. „Þannig að við erum að hugsa núna, bara í krafti fjöldans, hvort við getum ekki fengið alla til að opna hug og hjörtu sín fyrir fjölbreytileikanum sem er í mannkyninu.“
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira