Féll á lyfjaprófi og ætlar að áfrýja til íþróttadómstólsins Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2015 07:00 Sigfús sættir sig ekki við bannið en vill lítið tjá sig. vísir/sigurjón pétursson „Þessari niðurstöðu verður áfrýjað til íþróttadómstólsins í Sviss. Það hefur ekki verið neinn vafi á því síðan fjölmiðlar fóru að fjalla um þetta mál,“ segir kraftlyftingamaðurinn Sigfús Fossdal. Hann féll á lyfjaprófi sem var tekið í heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum en það fór fram í Denver í Bandaríkjunum í nóvember á síðasta ári. Sigfús var settur í bráðabirgðabann 3. desember og bannið var staðfest þann 25. janúar. Sigfúsi er gert að greiða 300 þúsund krónur í sekt og hann fer einnig í tveggja ára keppnisbann frá íþróttinni. Við þetta unir Sigfús ekki og því ætlar hann að áfrýja til Sviss. „Ég á von á annarri niðurstöðu hjá þessum dómstóli. Ég var ekki með neinn ásetning að nota ólögleg efni. Ég hef ekki meira um málið að segja að svo stöddu,“ segir Sigfús.Bundinn trúnaði Kraftlyftingasamband Íslands var í vikunni harkalega gagnrýnt af Kraftlyftingafélagi Gróttu fyrir að veita Sigfúsi styrk úr afrekssjóði ÍSÍ upp á 300 þúsund krónur. Tilkynnt var um úthlutun úr sjóðnum 22. janúar. Þrem dögum áður en staðfest var að Sigfús væri á leið í bann. Grótta segir að það veki furðu að sambandið hafi veitt Sigfúsi styrk þar sem legið hafi fyrir að hann hefði fallið á lyfjaprófi. „Það ríkti trúnaður með mál Sigfúsar þar til niðurstaða hefur verið birt opinberlega. Ég og stjórnin vorum því bundin trúnaði og þann trúnað ber að virða. Þetta var því eðlilegt verkferli hjá okkur,“ segir Sigurjón Pétursson, formaður Kraftlyftingasambandsins, en hvað með umsókn þeirra um afreksstyrk til handa Sigfúsi? „Við þurftum að skila inn umsóknum til afrekssjóðs fyrir 30. nóvember en það er ekki fyrr en 3. desember sem við fáum tilkynningu um að Sigfús sé fallinn á lyfjaprófi.“Ekki okkar að dæma fólk Sigurjón segir að ferlið þar til dómur fellur endanlega sé nokkuð langt. „Sigfús trúir ekki niðurstöðu A-sýnis og óskar eftir því að B-sýni sé opnað og verði greint. Það kostar hann yfir 100 þúsund krónur. Sama niðurstaða kom úr því prófi. “ „Hann fær síðan frest til þess að efnagreina fæðubótarefni sem hann hafði verið að taka. Sigfús grunar að efnið sem fannst í honum sé í því fæðubótarefni þó svo það komi ekki fram í innihaldslýsingu. Þar fer hann í meiri tilkostnað,“ segir Sigurjón en ekkert kom út úr því. Þá sé boðað til málsvarnar sem síðan er lögð fyrir lyfjadómstólinn. Dómstóllinn kveður síðan upp sinn dóm og sá dómur kemur seint í janúar. „Í millitíðinni vinnur afrekssjóður sín mál og hann vinnur út frá því að menn séu saklausir þar til sekt er sönnuð.“ Þó svo búið hafi verið að tilkynna um úthlutun úr afrekssjóði til Sigfúsar þá er hann ekki búinn að fá peningana. Hann fær þá peninga heldur ekki strax. „Ekki meðan málið er enn í ferli. Þá fær hann ekki úr sjóðnum. Við gátum heldur ekki afturkallað umsóknina um styrkinn meðan ekki var búið að dæma í því. Þá erum við að taka okkur dómsvald í hendur. Er það okkar að dæma fólk? Hver vill komast í þá stöðu að sakfella fólk og síðan brjóta trúnað?“ Íþróttir Mið-Austurlönd Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Sjá meira
„Þessari niðurstöðu verður áfrýjað til íþróttadómstólsins í Sviss. Það hefur ekki verið neinn vafi á því síðan fjölmiðlar fóru að fjalla um þetta mál,“ segir kraftlyftingamaðurinn Sigfús Fossdal. Hann féll á lyfjaprófi sem var tekið í heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum en það fór fram í Denver í Bandaríkjunum í nóvember á síðasta ári. Sigfús var settur í bráðabirgðabann 3. desember og bannið var staðfest þann 25. janúar. Sigfúsi er gert að greiða 300 þúsund krónur í sekt og hann fer einnig í tveggja ára keppnisbann frá íþróttinni. Við þetta unir Sigfús ekki og því ætlar hann að áfrýja til Sviss. „Ég á von á annarri niðurstöðu hjá þessum dómstóli. Ég var ekki með neinn ásetning að nota ólögleg efni. Ég hef ekki meira um málið að segja að svo stöddu,“ segir Sigfús.Bundinn trúnaði Kraftlyftingasamband Íslands var í vikunni harkalega gagnrýnt af Kraftlyftingafélagi Gróttu fyrir að veita Sigfúsi styrk úr afrekssjóði ÍSÍ upp á 300 þúsund krónur. Tilkynnt var um úthlutun úr sjóðnum 22. janúar. Þrem dögum áður en staðfest var að Sigfús væri á leið í bann. Grótta segir að það veki furðu að sambandið hafi veitt Sigfúsi styrk þar sem legið hafi fyrir að hann hefði fallið á lyfjaprófi. „Það ríkti trúnaður með mál Sigfúsar þar til niðurstaða hefur verið birt opinberlega. Ég og stjórnin vorum því bundin trúnaði og þann trúnað ber að virða. Þetta var því eðlilegt verkferli hjá okkur,“ segir Sigurjón Pétursson, formaður Kraftlyftingasambandsins, en hvað með umsókn þeirra um afreksstyrk til handa Sigfúsi? „Við þurftum að skila inn umsóknum til afrekssjóðs fyrir 30. nóvember en það er ekki fyrr en 3. desember sem við fáum tilkynningu um að Sigfús sé fallinn á lyfjaprófi.“Ekki okkar að dæma fólk Sigurjón segir að ferlið þar til dómur fellur endanlega sé nokkuð langt. „Sigfús trúir ekki niðurstöðu A-sýnis og óskar eftir því að B-sýni sé opnað og verði greint. Það kostar hann yfir 100 þúsund krónur. Sama niðurstaða kom úr því prófi. “ „Hann fær síðan frest til þess að efnagreina fæðubótarefni sem hann hafði verið að taka. Sigfús grunar að efnið sem fannst í honum sé í því fæðubótarefni þó svo það komi ekki fram í innihaldslýsingu. Þar fer hann í meiri tilkostnað,“ segir Sigurjón en ekkert kom út úr því. Þá sé boðað til málsvarnar sem síðan er lögð fyrir lyfjadómstólinn. Dómstóllinn kveður síðan upp sinn dóm og sá dómur kemur seint í janúar. „Í millitíðinni vinnur afrekssjóður sín mál og hann vinnur út frá því að menn séu saklausir þar til sekt er sönnuð.“ Þó svo búið hafi verið að tilkynna um úthlutun úr afrekssjóði til Sigfúsar þá er hann ekki búinn að fá peningana. Hann fær þá peninga heldur ekki strax. „Ekki meðan málið er enn í ferli. Þá fær hann ekki úr sjóðnum. Við gátum heldur ekki afturkallað umsóknina um styrkinn meðan ekki var búið að dæma í því. Þá erum við að taka okkur dómsvald í hendur. Er það okkar að dæma fólk? Hver vill komast í þá stöðu að sakfella fólk og síðan brjóta trúnað?“
Íþróttir Mið-Austurlönd Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Sjá meira