Innlent

Handtekinn vegna brota á lögum um dýravernd

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Lögreglan þurfti að hafa afskipti af fáeinum einstaklingum í dag.
Lögreglan þurfti að hafa afskipti af fáeinum einstaklingum í dag. vísir/pjetur
Maður var handtekinn á þriðja tímanum í dag í Austubænum vegna brota á lögum um dýravernd. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Skömmu fyrir hádegi var maður handtekinn í verslun í kjölfar þess að starfsmaður bar kennsl á hann í tengslum við þjófnað. Kom þá í ljós að hann var eftirlýstur.

Í miðbænum hafði lögreglan afskipti af manni á veitingastað sem réðst á afgreiðslumann. Atvikið átti sér stað skömmu fyrir hádegi en viðskiptavinurinn hafði hagað sér afar dólgslega áður en hann lét til skarar skríða.

Þá var tilkynnt um eignarspjöll á tveimur bifreiðum og þjófnað í verslun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×