Innlent

Rændi bíl dópaður og ók á ljósastaur

Samúel Karl Ólason skrifar
Maðurinn var vistaður í fangageymslu þar til unnt verður að yfirheyra hann.
Maðurinn var vistaður í fangageymslu þar til unnt verður að yfirheyra hann. Vísir/Pjetur
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í dag tilkynningu um að bíl hefði verið ekið á ljósastaur í Ármúla. Fljótt kom í ljós að bíllinn hafði verið tekinn ófrjálsri hendi skömmu áður, en kveikjuláslykill hafði verið skilinn eftir í bílnum á meðan eigandi hans skrapp frá.

Sá sem er grunaður um að hafa tekið bílinn og ekið honum var handtekinn samkvæmt dagbók lögreglunnar. Auk nytjastuldar er hann einnig grunaður um vímuefnaakstur. Maðurinn var vistaður í fangageymslu þar til unnt verður að yfirheyra hann.

Í dag fékk lögreglan einnig tilkynningu um líkamsárás í heimahúsi og var árásarmaðurinn handtekinn. Þá var tilkynnt um þrjá þjófnaði í verslun og og einn úr bifreið.

Þar að auki var maður handtekinn á meðferðarstofnun vegna hegðunarvandamála. Sá var vistaður í fangageymslu á meðan mesta víman rennur af honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×