Óhefðbundnar lækningar geta minnkað virkni lyfja fanney birna jónsdóttir skrifar 4. mars 2015 07:30 Gunnar Bjarni Ragnarsson krabbameinslæknir hvetur fólk til að ræða óhefðbundnar lækningar við lækna sína. Sumar slíkar meðferðir geti vakið falskar vonir en verið tilgangslausar. Fréttablaðið/Vilhelm „Þetta getur verið skaðlegt fyrir fólk á þann hátt að það mögulega hafni hefðbundinni meðferð. Það eru dæmi um þetta sem hafa leitt til skaða fyrir sjúklinga,“ segir Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítala og formaður Félags krabbameinslækna, um mögulega skaðsemi óhefðbundinna lækninga. Gunnar segir þá meðferð sem krabbameinslæknar veita í dag vera gagnreynda, það er, hana er búið að meta með klínískum rannsóknum, vega og meta aukaverkanir gagnvart ávinningi. Slíkar rannsóknir séu mjög langt ferli en óhefðbundin meðöl þurfi ekki að undirgangast sambærilegt ferli.Gunnar Bjarni Ragnarsson krabbameinlæknir„Þetta getur haft milliverkanir fyrir meðferð sjúklinga, aukið aukaverkanir og minnkað virkni krabbameinslyfjanna.“ Það þekkist einnig að fólk vilji frekar reynar óhefðbundnar lækningar en hefðbundnar og afþakki jafnvel hinar hefðbundnu. „Það eru örfá tilvik þar sem fólk hafnar hefðbundinni læknismeðferð við læknanlegum sjúkdómum sem urðu síðan ólæknanlegir fyrir vikið. Þetta er sjaldgæft en þekkist alveg.“ Gunnar segir að fólk haldi yfirleitt að það hafi engu að tapa. „Ég myndi hiklaust hvetja sjúklinga til að ræða svona hluti við læknana sína. Bara ræða almennt við þá um óhefðbundnar lækningar,“ segir Gunnar. Þar að auki geta ýmsar óhefðbundnar meðferðir verið mjög dýrar. „Við þekkjum dæmi um að fólk sé að greiða yfir 100 þúsund krónur á mánuði fyrir óhefðbundnar læknismeðferðir sem er náttúrulega brjálæðislegt. Fólk er oft að eyða milljónum í eitthvað sem er síðan tilgangslaust.“ Gunnar segir þetta einnig vera áreiti fyrir sjúklingana. „Fólk verður oft fyrir miklu áreiti, margir að hringja til að segja frá hinu og þessu og rökstyðja með reynslusögum sem er alltaf hæpið. Þetta truflar oft sjúklinga mikið. Þeim er gefin von um einhver fyrirheit sem ekki er hægt að standa við.“ Gunnar segist hafa rætt svona aðferðir við sjúklinga sína sem eru að hugsa á þessum nótum. „Sumir spyrja út í þetta og hætta við eftir slíkt samtal. Aðrir ekki. Það þarf að ná til fólks með rökum, að þetta geti haft milliverkanir en síðan veit maður ekki nóg um það af því engar rannsóknir hafa farið fram á þessu.“ Auk alls þessa geta óhefðbundnar læknismeðferðir einfaldlega raskað lífsgæðum fólks á viðkvæmu stigi í þeirra lífi. „Þau eru að drekka einhverja ólyfjan sem er vond á bragðið og mögulega hætta að borða mat sem þeim finnst góður af engri ástæðu.“ Gunnar segist aldrei banna sjúklingum sínum að fylgja óhefðbundnum læknismeðferðum. „En ég mæli gegn því af því að það er ekki búið að sanna að neitt af þessu virki,“ segir Gunnar að lokum. Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
„Þetta getur verið skaðlegt fyrir fólk á þann hátt að það mögulega hafni hefðbundinni meðferð. Það eru dæmi um þetta sem hafa leitt til skaða fyrir sjúklinga,“ segir Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítala og formaður Félags krabbameinslækna, um mögulega skaðsemi óhefðbundinna lækninga. Gunnar segir þá meðferð sem krabbameinslæknar veita í dag vera gagnreynda, það er, hana er búið að meta með klínískum rannsóknum, vega og meta aukaverkanir gagnvart ávinningi. Slíkar rannsóknir séu mjög langt ferli en óhefðbundin meðöl þurfi ekki að undirgangast sambærilegt ferli.Gunnar Bjarni Ragnarsson krabbameinlæknir„Þetta getur haft milliverkanir fyrir meðferð sjúklinga, aukið aukaverkanir og minnkað virkni krabbameinslyfjanna.“ Það þekkist einnig að fólk vilji frekar reynar óhefðbundnar lækningar en hefðbundnar og afþakki jafnvel hinar hefðbundnu. „Það eru örfá tilvik þar sem fólk hafnar hefðbundinni læknismeðferð við læknanlegum sjúkdómum sem urðu síðan ólæknanlegir fyrir vikið. Þetta er sjaldgæft en þekkist alveg.“ Gunnar segir að fólk haldi yfirleitt að það hafi engu að tapa. „Ég myndi hiklaust hvetja sjúklinga til að ræða svona hluti við læknana sína. Bara ræða almennt við þá um óhefðbundnar lækningar,“ segir Gunnar. Þar að auki geta ýmsar óhefðbundnar meðferðir verið mjög dýrar. „Við þekkjum dæmi um að fólk sé að greiða yfir 100 þúsund krónur á mánuði fyrir óhefðbundnar læknismeðferðir sem er náttúrulega brjálæðislegt. Fólk er oft að eyða milljónum í eitthvað sem er síðan tilgangslaust.“ Gunnar segir þetta einnig vera áreiti fyrir sjúklingana. „Fólk verður oft fyrir miklu áreiti, margir að hringja til að segja frá hinu og þessu og rökstyðja með reynslusögum sem er alltaf hæpið. Þetta truflar oft sjúklinga mikið. Þeim er gefin von um einhver fyrirheit sem ekki er hægt að standa við.“ Gunnar segist hafa rætt svona aðferðir við sjúklinga sína sem eru að hugsa á þessum nótum. „Sumir spyrja út í þetta og hætta við eftir slíkt samtal. Aðrir ekki. Það þarf að ná til fólks með rökum, að þetta geti haft milliverkanir en síðan veit maður ekki nóg um það af því engar rannsóknir hafa farið fram á þessu.“ Auk alls þessa geta óhefðbundnar læknismeðferðir einfaldlega raskað lífsgæðum fólks á viðkvæmu stigi í þeirra lífi. „Þau eru að drekka einhverja ólyfjan sem er vond á bragðið og mögulega hætta að borða mat sem þeim finnst góður af engri ástæðu.“ Gunnar segist aldrei banna sjúklingum sínum að fylgja óhefðbundnum læknismeðferðum. „En ég mæli gegn því af því að það er ekki búið að sanna að neitt af þessu virki,“ segir Gunnar að lokum.
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira