Tónlistarskólarnir í borginni illa staddir Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. ágúst 2015 07:00 Þórunn segir að tónlistarskólinn í Reykjavík, Tónlistarskóli FÍH, Söngskólinn í Reykjavík og Söngskóli Sigurðar Demetz geti ekki fjármagnað starfsemi sína. vísir/anton „Ef það verður ekkert gert í málunum þá er vandséð hvernig tónlistarskólar í Reykjavík geti haldið áfram starfsemi sinni,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir, stjórnarmaður Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík. Tónlistarskólinn í Reykjavík, Tónlistarskóli FÍH, Söngskólinn í Reykjavík og Söngskóli Sigurðar Demetz eru í þeirri alvarlegu stöðu að geta ekki fjármagnað starfsemi sína. Sumarið 2011 var gert samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um nokkuð hundruð milljón króna fjárframlag ríkissjóðs til tónlistarmenntunar á framhaldsstigi. „Fjárhæðin átti að ganga upp í kennslukostnað allra framhaldsstigsnemenda á landinu. Fjöldi nemenda hefur þó aukist og ekki var tekið tillit til launahækkana í kjarasamningum. Töluvert vantar því upp á að fjárhæðin dugi,“ segir Þórunn og bætir við að uppsafnaður vandi sé orðinn mikill. Ágreiningur er nú uppi um hverjum ber að greiða það sem upp á vantar.Gunnar GuðbjörnssonAð sögn Þórunnar túlkar ríkið samkomulagið þannig að sveitarfélögum beri að brúa bilið, enda beri þau ábyrgð samkvæmt lögum. Borgin telji hins vegar að samkomulagið aflétti ábyrgð hennar á framhaldsstiginu og neitar að borga. Síðastliðið vor sátu fulltrúar Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík fund með Reykjavíkurborg og menntamálaráðuneytinu. Allir voru sammála um að staða tónlistarskólanna væri óásættanleg. „Í vor virtust góðar líkur á að það yrði lagt fram aukið fé til að tryggja rekstur skólanna. Ekkert virðist þó hafa gerst í sumar. Nú er algjör óvissa um hvort skólarnir fái framlög og hvað gerist,“ segir Þórunn. Skólastjórnendur í Reykjavík eru sannfærðir um að lög kveði á um ábyrgð sveitarfélaga á rekstri tónlistarskóla. „Þótt ríkið hafi tekið þá ákvörðun að styðja við nám lengra kominna nemenda breytir það engu um þessa ábyrgð,“ segir Þórunn. Tónlistarskólinn í Reykjavík hefur nú stefnt borginni fyrir vangoldin kennslulaun. „Við erum bara í algjörum vandræðum,“ segir Gunnar Guðbjörnsson, skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz, og bætir við að ástandið sé bagalegt. „Ef peningurinn kemur ekki fljótt þá þurfum við að loka skólanum,“ segir Gunnar. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
„Ef það verður ekkert gert í málunum þá er vandséð hvernig tónlistarskólar í Reykjavík geti haldið áfram starfsemi sinni,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir, stjórnarmaður Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík. Tónlistarskólinn í Reykjavík, Tónlistarskóli FÍH, Söngskólinn í Reykjavík og Söngskóli Sigurðar Demetz eru í þeirri alvarlegu stöðu að geta ekki fjármagnað starfsemi sína. Sumarið 2011 var gert samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um nokkuð hundruð milljón króna fjárframlag ríkissjóðs til tónlistarmenntunar á framhaldsstigi. „Fjárhæðin átti að ganga upp í kennslukostnað allra framhaldsstigsnemenda á landinu. Fjöldi nemenda hefur þó aukist og ekki var tekið tillit til launahækkana í kjarasamningum. Töluvert vantar því upp á að fjárhæðin dugi,“ segir Þórunn og bætir við að uppsafnaður vandi sé orðinn mikill. Ágreiningur er nú uppi um hverjum ber að greiða það sem upp á vantar.Gunnar GuðbjörnssonAð sögn Þórunnar túlkar ríkið samkomulagið þannig að sveitarfélögum beri að brúa bilið, enda beri þau ábyrgð samkvæmt lögum. Borgin telji hins vegar að samkomulagið aflétti ábyrgð hennar á framhaldsstiginu og neitar að borga. Síðastliðið vor sátu fulltrúar Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík fund með Reykjavíkurborg og menntamálaráðuneytinu. Allir voru sammála um að staða tónlistarskólanna væri óásættanleg. „Í vor virtust góðar líkur á að það yrði lagt fram aukið fé til að tryggja rekstur skólanna. Ekkert virðist þó hafa gerst í sumar. Nú er algjör óvissa um hvort skólarnir fái framlög og hvað gerist,“ segir Þórunn. Skólastjórnendur í Reykjavík eru sannfærðir um að lög kveði á um ábyrgð sveitarfélaga á rekstri tónlistarskóla. „Þótt ríkið hafi tekið þá ákvörðun að styðja við nám lengra kominna nemenda breytir það engu um þessa ábyrgð,“ segir Þórunn. Tónlistarskólinn í Reykjavík hefur nú stefnt borginni fyrir vangoldin kennslulaun. „Við erum bara í algjörum vandræðum,“ segir Gunnar Guðbjörnsson, skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz, og bætir við að ástandið sé bagalegt. „Ef peningurinn kemur ekki fljótt þá þurfum við að loka skólanum,“ segir Gunnar.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent