Tónlistarskólarnir í borginni illa staddir Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. ágúst 2015 07:00 Þórunn segir að tónlistarskólinn í Reykjavík, Tónlistarskóli FÍH, Söngskólinn í Reykjavík og Söngskóli Sigurðar Demetz geti ekki fjármagnað starfsemi sína. vísir/anton „Ef það verður ekkert gert í málunum þá er vandséð hvernig tónlistarskólar í Reykjavík geti haldið áfram starfsemi sinni,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir, stjórnarmaður Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík. Tónlistarskólinn í Reykjavík, Tónlistarskóli FÍH, Söngskólinn í Reykjavík og Söngskóli Sigurðar Demetz eru í þeirri alvarlegu stöðu að geta ekki fjármagnað starfsemi sína. Sumarið 2011 var gert samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um nokkuð hundruð milljón króna fjárframlag ríkissjóðs til tónlistarmenntunar á framhaldsstigi. „Fjárhæðin átti að ganga upp í kennslukostnað allra framhaldsstigsnemenda á landinu. Fjöldi nemenda hefur þó aukist og ekki var tekið tillit til launahækkana í kjarasamningum. Töluvert vantar því upp á að fjárhæðin dugi,“ segir Þórunn og bætir við að uppsafnaður vandi sé orðinn mikill. Ágreiningur er nú uppi um hverjum ber að greiða það sem upp á vantar.Gunnar GuðbjörnssonAð sögn Þórunnar túlkar ríkið samkomulagið þannig að sveitarfélögum beri að brúa bilið, enda beri þau ábyrgð samkvæmt lögum. Borgin telji hins vegar að samkomulagið aflétti ábyrgð hennar á framhaldsstiginu og neitar að borga. Síðastliðið vor sátu fulltrúar Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík fund með Reykjavíkurborg og menntamálaráðuneytinu. Allir voru sammála um að staða tónlistarskólanna væri óásættanleg. „Í vor virtust góðar líkur á að það yrði lagt fram aukið fé til að tryggja rekstur skólanna. Ekkert virðist þó hafa gerst í sumar. Nú er algjör óvissa um hvort skólarnir fái framlög og hvað gerist,“ segir Þórunn. Skólastjórnendur í Reykjavík eru sannfærðir um að lög kveði á um ábyrgð sveitarfélaga á rekstri tónlistarskóla. „Þótt ríkið hafi tekið þá ákvörðun að styðja við nám lengra kominna nemenda breytir það engu um þessa ábyrgð,“ segir Þórunn. Tónlistarskólinn í Reykjavík hefur nú stefnt borginni fyrir vangoldin kennslulaun. „Við erum bara í algjörum vandræðum,“ segir Gunnar Guðbjörnsson, skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz, og bætir við að ástandið sé bagalegt. „Ef peningurinn kemur ekki fljótt þá þurfum við að loka skólanum,“ segir Gunnar. Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
„Ef það verður ekkert gert í málunum þá er vandséð hvernig tónlistarskólar í Reykjavík geti haldið áfram starfsemi sinni,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir, stjórnarmaður Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík. Tónlistarskólinn í Reykjavík, Tónlistarskóli FÍH, Söngskólinn í Reykjavík og Söngskóli Sigurðar Demetz eru í þeirri alvarlegu stöðu að geta ekki fjármagnað starfsemi sína. Sumarið 2011 var gert samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um nokkuð hundruð milljón króna fjárframlag ríkissjóðs til tónlistarmenntunar á framhaldsstigi. „Fjárhæðin átti að ganga upp í kennslukostnað allra framhaldsstigsnemenda á landinu. Fjöldi nemenda hefur þó aukist og ekki var tekið tillit til launahækkana í kjarasamningum. Töluvert vantar því upp á að fjárhæðin dugi,“ segir Þórunn og bætir við að uppsafnaður vandi sé orðinn mikill. Ágreiningur er nú uppi um hverjum ber að greiða það sem upp á vantar.Gunnar GuðbjörnssonAð sögn Þórunnar túlkar ríkið samkomulagið þannig að sveitarfélögum beri að brúa bilið, enda beri þau ábyrgð samkvæmt lögum. Borgin telji hins vegar að samkomulagið aflétti ábyrgð hennar á framhaldsstiginu og neitar að borga. Síðastliðið vor sátu fulltrúar Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík fund með Reykjavíkurborg og menntamálaráðuneytinu. Allir voru sammála um að staða tónlistarskólanna væri óásættanleg. „Í vor virtust góðar líkur á að það yrði lagt fram aukið fé til að tryggja rekstur skólanna. Ekkert virðist þó hafa gerst í sumar. Nú er algjör óvissa um hvort skólarnir fái framlög og hvað gerist,“ segir Þórunn. Skólastjórnendur í Reykjavík eru sannfærðir um að lög kveði á um ábyrgð sveitarfélaga á rekstri tónlistarskóla. „Þótt ríkið hafi tekið þá ákvörðun að styðja við nám lengra kominna nemenda breytir það engu um þessa ábyrgð,“ segir Þórunn. Tónlistarskólinn í Reykjavík hefur nú stefnt borginni fyrir vangoldin kennslulaun. „Við erum bara í algjörum vandræðum,“ segir Gunnar Guðbjörnsson, skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz, og bætir við að ástandið sé bagalegt. „Ef peningurinn kemur ekki fljótt þá þurfum við að loka skólanum,“ segir Gunnar.
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira