Handboltinn fær langmest frá Afrekssjóði ÍSÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2015 15:41 Úthlutun sjóðsins kynntu Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Guðmundur Ágúst Ingvarsson formaður Afrekssjóðs ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ og Andri Stefánsson sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ, þriðjudaginn 29. desember 2015 í fundarsölum ÍSÍ í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Vísir/Ernir Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands samþykkti, fimmtudaginn 10. desember 2015, tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ að úthlutun fyrir árið 2016. Styrkveitingar ÍSÍ til sambandsaðila nema nema samtals 142 milljónum króna að þessu sinni sem er meira en undanfarin ár en framundan er Ólympíuár. Handknattleikssamband fær langmest frá Afrekssjóði ÍSÍ að þessu sinni eða 28 milljónir króna. Það er næstum því tvöfalt meira en Sundsamband Íslands fær en sundfólkið fær 14,950 milljóna styrk. Í næstu sætum á eftir koma síðan Frjálsíþróttasambandið (13,4 milljónir) og Körfuknattleikssamband Íslands (11,4 milljónir). Handboltinn fær þennan styrk vegna landsliðsverkefna A landsliðs karla, A landsliðs kvenna, U20 landsliðs karla, U20 landsliðs kvenna, U18 landsliðs karla, U18 landsliðs kvenna, Afrekshóps karla, Afrekshóps kvenna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa. Sundsamband Íslands fær sinn styrk vegna landsliðsverkefna, unglingalandsliðsverkefna, verkefna boðssundssveitar, undirbúnings fyrir Ólympíuleika 2016, verkefna Hrafnhildar Lúthersdóttur, Eyglóar Óskar Gústafsdóttur og Antons Sveins Mckee auk fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa. Afrekssjóður ÍSÍ fékk umsóknir frá 27 sérsamböndum og einni íþróttanefnd ÍSÍ. Öll þessi sambönd frá styrk vegna sinna landsliðsverkefna, þótt um misháar upphæðir sé að ræða. Sótt var um styrki til sjóðsins vegna verkefna 86 einstaklinga og er aðeins hluti þeirra verkefna styrktur, eða verkefni 22 íþróttamanna. Sérsambönd hljóta styrki vegna verkefna tilgreindra íþróttamanna en ekki íþróttamennirnir sjálfir. Þrátt fyrir að úthlutað sé að þessu sinni 142 milljónum króna, sem er töluverð hækkun frá styrkjum undanfarinna ára, er enn langt í land í að styrkir ÍSÍ standi undir öllu afreksstarfi sérsambandanna. Nýverið gaf ÍSÍ út skýrslu þar sem greindur var kostnaður við afreksíþróttastarf og þar kom fram að til þess að standa nærri þeim þjóðum sem við berum okkur jafnan saman við þyrfti árlega að vera hægt að úthluta um 650 milljón króna til afreksstarfs á Íslandi. Þær upphæðir eru varlega áætlaðar og nú á undanförnum vikum hafa samanburðarþjóðir aukið enn frekar í sínar úthlutanir. Framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2016 hækkar um 30 milljónir króna frá síðasta ári og er 100 milljónir. Síðustu tvö ár hefur þessi upphæð verið 70 milljónir króna en árið 2013 var þessi upphæð 55 milljónir. og árið 2012 var framlag ríkisins 34,7 milljónir króna auk þess sem að styrk vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í London að upphæð 25 milljónir var úthlutað til sérsambanda ÍSÍ í gegnum Afrekssjóð ÍSÍ. Afrekssjóður ÍSÍ er annars fjármagnaður með hlutdeild úr tekjum íþróttahreyfingarinnar frá Íslenskri Getspá samkvæmt ákvörðun Íþróttaþings ÍSÍ. Heildartekjur Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2016 eru áætlaðar 140 milljónir króna. Það er hægt að lesa meira um úthlutun Afrekssjóðs ÍSÍ hér.Styrkveitingar Afrekssjóðs ÍSÍ 2016 Blaksamband Íslands (BLÍ)Vegna landsliðsverkefna, unglingalandsliðs í strandblaki og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 1.700.000,- Badmintonsamband Íslands (BSÍ)Vegna landsliðsverkefna, þátttöku í mótum sem gefa stig á heimslista vegna Ólympíuleika 2016 og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 2.200.000,- Borðtennissamband Íslands (BTÍ)Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 600.000,- Dansíþróttasamband Íslands (DSÍ)Vegna landsliðsverkefna, verkefna Nikita Bazev og Hönnu Rúnar Óladóttur og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 2.400.000,- Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ)Vegna landsliðsverkefna, stórmótaverkefna í aldursflokkum, undirbúnings fyrir Ólympíuleika 2016, hæfileikamótunar/Úrvalshóps FRÍ, verkefna Ásdísar Hjálmsdóttur, Anítu Hinriksdóttur, Hafdísar Sigurðardóttur, Huldu Þorsteinsdóttur, Örnu Stefaníu Guðmundsdóttur og Guðna Vals Guðnasonar auk fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 13.400.000,- Fimleikasamband Íslands (FSÍ)Vegna landsliðsverkefna í áhaldafimleikum kvenna og karla, landsliðsverkefna í hópfimleikum kvenna, karla og blandaðra liða, þátttöku í úrtökumóti í áhaldafimleikum vegna Ólympíuleika í Ríó 2016, vegna verkefna Irina Sazonova og Normu Daggar Róbertsdóttur auk fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 8.100.000,- Golfsamband Íslands (GSÍ)Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 5.300.000,- Hjólreiðasamband Íslands (HRÍ)Vegna landsliðsverkefnakr. 300.000,- Handknattleikssamband Íslands (HSÍ)Vegna landsliðsverkefna A landsliðs karla, A landsliðs kvenna, U20 landsliðs karla, U20 landsliðs kvenna, U18 landsliðs karla, U18 landsliðs kvenna, Afrekshóps karla, Afrekshóps kvenna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 28.000.000,- Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) Vegna landsliðsverkefna í sundi, frjálsíþróttum og vetraríþróttum, undirbúnings fyrir Ólympíumót fatlaðra í Ríó 2016, verkefna Helga Sveinssonar og Jón Margeirs Sverrissonar auk fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 8.800.000,- Íshokkísamband Íslands (ÍHÍ)Vegna landsliðsverkefna A landsliðs karla, A landsliðs kvenna, U20 landsliðs karla, U18 landsliðs karla og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 3.200.000,- Skautasamband Íslands (ÍSS)Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 600.000,- Júdósamband Íslands (JSÍ)Vegna landsliðsverkefna, þátttöku í mótum sem gefa stig á heimslista vegna Ólympíuleika 2016, verkefna Þormóðs Árna Jónssonar auk fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 3.550.000,- Karatesamband Íslands (KAÍ)Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 1.300.000,- Körfuknattleikssamband Íslands (KKÍ)Vegna landsliðsverkefna A landsliðs karla, A landsliðs kvenna, U20 landsliðs karla, U18 landsliðs drengja, U18 landsliðs stúlkna, U16 landsliðs drengja, U16 landsliðs stúlkna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 11.400.000,- Keilusamband Íslands (KLÍ)Vegna landsliðsverkefna, unglingalandsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 900.000,- Kraftlyftingasamband Íslands (KRA)Vegna landsliðsverkefna, vegna verkefna Júlíans Jóhanns Karls Jóhannssonar, Viktors Samúelssonar, Auðuns Jónssonar og Fanneyjar Hauksdóttur auk fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 5.750.000,- Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ)Vegna landsliðsverkefna A landsliðs kvenna, U17 landsliðs kvenna, U17 landsliðs karla og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 8.900.000,- Landssamband hestamannafélaga (LH) Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 1.700.000,- Lyftingasamband Íslands (LSÍ) Vegna landsliðsverkefna, þátttöku í EM 2016 og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 1.100.000,- Siglingasamband Íslands (SÍL) Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 600.000,- Skíðasamband Íslands (SKÍ)Vegna landsliðsverkefna í alpagreinum, landsliðsverkefna í skíðagöngu, landsliðsverkefna í snjóbrettum, vegna verkefna Maríu Guðmundsdóttur og Freydísar Höllu Einarsdóttur auk fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 7.600.000,- Skylmingasamband Íslands (SKY)Vegna landsliðsverkefna kvennalandsliðsins, verkefna U18/U21 landsliðsins, verkefna karlalandsliðsins, þátttöku í úrtökumóti vegna Ólympíuleika í Ríó 2016 og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 2.300.000,- Sundsamband Íslands (SSÍ)Vegna landsliðsverkefna, unglingalandsliðsverkefna, verkefna boðssundssveitar, undirbúnings fyrir Ólympíuleika 2016, verkefna Hrafnhildar Lúthersdóttur, Eyglóar Óskar Gústafsdóttur og Antons Sveins Mckee auk fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 14.950.000,- Skotíþróttasamband Íslands (STÍ)Vegna landsliðsverkefna í haglabyssu, landsliðsverkefna í loftbyssu, vegna verkefna Ásgeirs Sigurgeirssonar auk fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 3.850.000,- Taekwondósamband Íslands (TKÍ)Vegna landsliðsverkefna í sparring, landsliðsverkefna í poomse, þátttöku í úrtökumóti vegna Ólympíuleika í Ríó 2016, vegna verkefna Meisam Rafiei auk fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 2.300.000,- Tennissamband Íslands (TSÍ)Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 600.000,- ÍSÍ v/ Bogfiminefndar ÍSÍVegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 600.000,- Heildarúthlutun kr. 142.000.000,- Frjálsar íþróttir Íslenski handboltinn Íþróttir Íslenski körfuboltinn Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Nottingham Forest - Chelsea | Starfið undir hjá Ange? Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Dagskráin: Doc Zone, meistarar mætast í Bestu og lokaumferð Bestu kvenna Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ „Ég spila fyrir mömmu mína“ Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Missir af leik helgarinnar eftir að hafa fengið heilahristing heima hjá sér Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel Sjá meira
Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands samþykkti, fimmtudaginn 10. desember 2015, tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ að úthlutun fyrir árið 2016. Styrkveitingar ÍSÍ til sambandsaðila nema nema samtals 142 milljónum króna að þessu sinni sem er meira en undanfarin ár en framundan er Ólympíuár. Handknattleikssamband fær langmest frá Afrekssjóði ÍSÍ að þessu sinni eða 28 milljónir króna. Það er næstum því tvöfalt meira en Sundsamband Íslands fær en sundfólkið fær 14,950 milljóna styrk. Í næstu sætum á eftir koma síðan Frjálsíþróttasambandið (13,4 milljónir) og Körfuknattleikssamband Íslands (11,4 milljónir). Handboltinn fær þennan styrk vegna landsliðsverkefna A landsliðs karla, A landsliðs kvenna, U20 landsliðs karla, U20 landsliðs kvenna, U18 landsliðs karla, U18 landsliðs kvenna, Afrekshóps karla, Afrekshóps kvenna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa. Sundsamband Íslands fær sinn styrk vegna landsliðsverkefna, unglingalandsliðsverkefna, verkefna boðssundssveitar, undirbúnings fyrir Ólympíuleika 2016, verkefna Hrafnhildar Lúthersdóttur, Eyglóar Óskar Gústafsdóttur og Antons Sveins Mckee auk fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa. Afrekssjóður ÍSÍ fékk umsóknir frá 27 sérsamböndum og einni íþróttanefnd ÍSÍ. Öll þessi sambönd frá styrk vegna sinna landsliðsverkefna, þótt um misháar upphæðir sé að ræða. Sótt var um styrki til sjóðsins vegna verkefna 86 einstaklinga og er aðeins hluti þeirra verkefna styrktur, eða verkefni 22 íþróttamanna. Sérsambönd hljóta styrki vegna verkefna tilgreindra íþróttamanna en ekki íþróttamennirnir sjálfir. Þrátt fyrir að úthlutað sé að þessu sinni 142 milljónum króna, sem er töluverð hækkun frá styrkjum undanfarinna ára, er enn langt í land í að styrkir ÍSÍ standi undir öllu afreksstarfi sérsambandanna. Nýverið gaf ÍSÍ út skýrslu þar sem greindur var kostnaður við afreksíþróttastarf og þar kom fram að til þess að standa nærri þeim þjóðum sem við berum okkur jafnan saman við þyrfti árlega að vera hægt að úthluta um 650 milljón króna til afreksstarfs á Íslandi. Þær upphæðir eru varlega áætlaðar og nú á undanförnum vikum hafa samanburðarþjóðir aukið enn frekar í sínar úthlutanir. Framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2016 hækkar um 30 milljónir króna frá síðasta ári og er 100 milljónir. Síðustu tvö ár hefur þessi upphæð verið 70 milljónir króna en árið 2013 var þessi upphæð 55 milljónir. og árið 2012 var framlag ríkisins 34,7 milljónir króna auk þess sem að styrk vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í London að upphæð 25 milljónir var úthlutað til sérsambanda ÍSÍ í gegnum Afrekssjóð ÍSÍ. Afrekssjóður ÍSÍ er annars fjármagnaður með hlutdeild úr tekjum íþróttahreyfingarinnar frá Íslenskri Getspá samkvæmt ákvörðun Íþróttaþings ÍSÍ. Heildartekjur Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2016 eru áætlaðar 140 milljónir króna. Það er hægt að lesa meira um úthlutun Afrekssjóðs ÍSÍ hér.Styrkveitingar Afrekssjóðs ÍSÍ 2016 Blaksamband Íslands (BLÍ)Vegna landsliðsverkefna, unglingalandsliðs í strandblaki og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 1.700.000,- Badmintonsamband Íslands (BSÍ)Vegna landsliðsverkefna, þátttöku í mótum sem gefa stig á heimslista vegna Ólympíuleika 2016 og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 2.200.000,- Borðtennissamband Íslands (BTÍ)Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 600.000,- Dansíþróttasamband Íslands (DSÍ)Vegna landsliðsverkefna, verkefna Nikita Bazev og Hönnu Rúnar Óladóttur og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 2.400.000,- Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ)Vegna landsliðsverkefna, stórmótaverkefna í aldursflokkum, undirbúnings fyrir Ólympíuleika 2016, hæfileikamótunar/Úrvalshóps FRÍ, verkefna Ásdísar Hjálmsdóttur, Anítu Hinriksdóttur, Hafdísar Sigurðardóttur, Huldu Þorsteinsdóttur, Örnu Stefaníu Guðmundsdóttur og Guðna Vals Guðnasonar auk fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 13.400.000,- Fimleikasamband Íslands (FSÍ)Vegna landsliðsverkefna í áhaldafimleikum kvenna og karla, landsliðsverkefna í hópfimleikum kvenna, karla og blandaðra liða, þátttöku í úrtökumóti í áhaldafimleikum vegna Ólympíuleika í Ríó 2016, vegna verkefna Irina Sazonova og Normu Daggar Róbertsdóttur auk fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 8.100.000,- Golfsamband Íslands (GSÍ)Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 5.300.000,- Hjólreiðasamband Íslands (HRÍ)Vegna landsliðsverkefnakr. 300.000,- Handknattleikssamband Íslands (HSÍ)Vegna landsliðsverkefna A landsliðs karla, A landsliðs kvenna, U20 landsliðs karla, U20 landsliðs kvenna, U18 landsliðs karla, U18 landsliðs kvenna, Afrekshóps karla, Afrekshóps kvenna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 28.000.000,- Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) Vegna landsliðsverkefna í sundi, frjálsíþróttum og vetraríþróttum, undirbúnings fyrir Ólympíumót fatlaðra í Ríó 2016, verkefna Helga Sveinssonar og Jón Margeirs Sverrissonar auk fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 8.800.000,- Íshokkísamband Íslands (ÍHÍ)Vegna landsliðsverkefna A landsliðs karla, A landsliðs kvenna, U20 landsliðs karla, U18 landsliðs karla og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 3.200.000,- Skautasamband Íslands (ÍSS)Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 600.000,- Júdósamband Íslands (JSÍ)Vegna landsliðsverkefna, þátttöku í mótum sem gefa stig á heimslista vegna Ólympíuleika 2016, verkefna Þormóðs Árna Jónssonar auk fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 3.550.000,- Karatesamband Íslands (KAÍ)Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 1.300.000,- Körfuknattleikssamband Íslands (KKÍ)Vegna landsliðsverkefna A landsliðs karla, A landsliðs kvenna, U20 landsliðs karla, U18 landsliðs drengja, U18 landsliðs stúlkna, U16 landsliðs drengja, U16 landsliðs stúlkna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 11.400.000,- Keilusamband Íslands (KLÍ)Vegna landsliðsverkefna, unglingalandsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 900.000,- Kraftlyftingasamband Íslands (KRA)Vegna landsliðsverkefna, vegna verkefna Júlíans Jóhanns Karls Jóhannssonar, Viktors Samúelssonar, Auðuns Jónssonar og Fanneyjar Hauksdóttur auk fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 5.750.000,- Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ)Vegna landsliðsverkefna A landsliðs kvenna, U17 landsliðs kvenna, U17 landsliðs karla og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 8.900.000,- Landssamband hestamannafélaga (LH) Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 1.700.000,- Lyftingasamband Íslands (LSÍ) Vegna landsliðsverkefna, þátttöku í EM 2016 og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 1.100.000,- Siglingasamband Íslands (SÍL) Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 600.000,- Skíðasamband Íslands (SKÍ)Vegna landsliðsverkefna í alpagreinum, landsliðsverkefna í skíðagöngu, landsliðsverkefna í snjóbrettum, vegna verkefna Maríu Guðmundsdóttur og Freydísar Höllu Einarsdóttur auk fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 7.600.000,- Skylmingasamband Íslands (SKY)Vegna landsliðsverkefna kvennalandsliðsins, verkefna U18/U21 landsliðsins, verkefna karlalandsliðsins, þátttöku í úrtökumóti vegna Ólympíuleika í Ríó 2016 og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 2.300.000,- Sundsamband Íslands (SSÍ)Vegna landsliðsverkefna, unglingalandsliðsverkefna, verkefna boðssundssveitar, undirbúnings fyrir Ólympíuleika 2016, verkefna Hrafnhildar Lúthersdóttur, Eyglóar Óskar Gústafsdóttur og Antons Sveins Mckee auk fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 14.950.000,- Skotíþróttasamband Íslands (STÍ)Vegna landsliðsverkefna í haglabyssu, landsliðsverkefna í loftbyssu, vegna verkefna Ásgeirs Sigurgeirssonar auk fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 3.850.000,- Taekwondósamband Íslands (TKÍ)Vegna landsliðsverkefna í sparring, landsliðsverkefna í poomse, þátttöku í úrtökumóti vegna Ólympíuleika í Ríó 2016, vegna verkefna Meisam Rafiei auk fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 2.300.000,- Tennissamband Íslands (TSÍ)Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 600.000,- ÍSÍ v/ Bogfiminefndar ÍSÍVegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 600.000,- Heildarúthlutun kr. 142.000.000,-
Frjálsar íþróttir Íslenski handboltinn Íþróttir Íslenski körfuboltinn Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Nottingham Forest - Chelsea | Starfið undir hjá Ange? Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Dagskráin: Doc Zone, meistarar mætast í Bestu og lokaumferð Bestu kvenna Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ „Ég spila fyrir mömmu mína“ Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Missir af leik helgarinnar eftir að hafa fengið heilahristing heima hjá sér Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel Sjá meira