Sport

Fjallið og Conor tókust á | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fjallið tók vel á Íranum.
Fjallið tók vel á Íranum. skjáskot
Bardagakapparnir Gunnar Nelson og Conor McGregor fengu góðan gest í heimsókn í vikunni þegar kraftakarlinn Hafþór Júlíus Björnsson, betur þekktur sem Fjallið, kíkti á þá félaga í Dublin þar sem þeir eru við æfingar.

Conor og Hafþór tókust aðeins á þótt alvaran á bak við bardagann hafi ekki verið mikil.

Myndband af rimmu þeirra má sjá hér að neðan.

Gunnar og Conor undirbúa sig nú af kappi fyrir UFC 194, stærsta bardagakvöld ársins, í Las Vegas 12. desember næstkomandi.

Gunnar mætir þar Brasilíumanninum Demian Maia á meðan Conor mætir öðrum Brassa, José Aldo, í aðalbardaga kvöldsins.

MMA

Tengdar fréttir

Aldo ver titilinn gegn McGregor í desember

Yahoo greinir frá því að stærsti bardagi ársins fari fram þann 12. desember næstkomandi þegar Jose Aldo og Conor McGregor berjist í Las Vegas.

Gunnar fær risabardaga í Las Vegas

Gunnar Nelson mun mæta einum besta veltivigtarmanni heims á risakvöldi UFC í Las Vegas í desember. Kvöldinu þar sem Conor McGregor mun loksins berjast við Jose Aldo.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.