Innlent

Tilkynning vegfaranda leiddi til handtöku strokufanga sem höfðu brotist inn í bústað

Birgir Olgeirsson skrifar
Það var vegfarandi sem tilkynnti lögreglu um grunsamlegar mannaferðir á Þingvöllum.
Það var vegfarandi sem tilkynnti lögreglu um grunsamlegar mannaferðir á Þingvöllum. Vísir/Vilhelm
Það var tilkynning frá vegfaranda sem leiddi til þess að strokufangarnir tveir voru handteknir á Þingvöllum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi sem segir vegfarandann hafa orðið var við grunsamlegar mannaferðir á Þingvöllum. Lögreglan fór á vettvang og handtók tvo menn sem reyndust vera í stroki frá fangelsinu að Kvíabryggju.

Höfðu þeir brotist inn í sumarbústað við Þingvallavatn. Þeir voru fluttir í fangageymslur lögreglunnar á Selfossi og verða í framhaldinu vistaðir í fangelsinu að Litla Hrauni.  

Klukkan rúmlega 11:30 í dag hringdi athugull vegfarandi í lögreglu og tilkynnti um grunsamlegar mannaferðir á Þingvö...

Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Tuesday, July 14, 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×