Fótbolti

Toure vill koma til Inter

Mancini á hliðarlínunni með Man. City.
Mancini á hliðarlínunni með Man. City. vísir/getty
Roberto Mancini, þjálfari Inter, hefur gefið í skyn að Yaya Toure hafi áhuga á því að fara úr enska boltanum yfir í þann ítalska.

Toure lék undir stjórn Mancini hjá Man. City frá árunum 2010 til 2013.

„Yaya er búinn að spila í öllum stóru deildunum nema á Ítalíu og í Þýskalandi. Mér sýnist á öllu að hann vilji fá að reyna sig á Ítalíu og það er möguleiki á því að hann komi hingað," sagði Mancini.

„Það verður ekkert auðvelt að fá hann en það væri rosalegur liðsstyrkur. Ef hann kemur til Ítalíu er ekki spurning að Inter væri hans fyrsti valkostur."

Toure á tvö ár eftir af samningi sínum við City og félagið mun örugglega ekki láta hann fara nema fyrir háa greiðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×