Innlent

Þingsályktunartillaga lögð fram vegna súrnunar sjávar

Vaka Hafþórsdóttir skrifar
Elín Hirst, alþingismaður.
Elín Hirst, alþingismaður. Mynd/Stöð2
Sjórinn norður af Íslandi súrnar hratt miðað við hafsvæði sunnar í Atlantshafinu að mati vísindamanna en tillaga til þingsályktunar hefur nú verið lögð fram á Alþingi um aðgerðaráætlun gegn súrnun sjávar á norðurslóðum.

Í þingsályktunartillögunni felst að ríkisstjórnin skuli skipa starfshóp til að vinna aðgerðaráætlun um viðbrögð við súrnun sjávar á norðurslóðum. Starfshópurinn skal rannsaka hvaða áhrif loftslagsreytingar hafa á lífríki hafsins í kringum Ísland og til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að sporna við þeim.

Aðspurð segir Elín Hirst, einn flutningsmanna tilögunnar: „Það eru ekki nema svona 8-10 ár að menn fóru að gera sér grein fyrir því að þessar loftslagsbreytingar hefðu svona mikil áhrif á sjóinn líka – og það sem hefur komið í ljós er að hér fyrir norðan Ísland er greinilegt að það eru að verða breytingar í þá átt að sjórinn er að súrna. Þar sem sjórinn er helsta auðlindin okkar, og það sem kemur úr honum, þá finnst mér skipta mjög miklu máli að við leggjum okkar að mörkum og verðum í forystu í þessu máli, að rannsaka það hvað er þarna á ferðinni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×