Málar hápólitískan kolkrabba á húsvegg Guðrún Ansnes skrifar 18. júní 2015 10:00 Edda er mikil listakona og mun setjast á skólabekk í haust þar sem hún ætlar að leggja grafíska hönnun fyrir sig. Vísir/Stefán „Ég bjó Kolmar til fyrir löngu síðan, en þetta er einhvers konar barnabókafígúra sem mig langar að setja í bók seinna meir, við pabbi erum að skoða þetta allt,“ segir Edda Karólína Ævarsdóttir listakona sem stendur fyrir þessari nýju viðbót við miðborgina. Pabbi Eddu er Ævar Örn Jósepsson rithöfundur, sem fram til þessa hefur aðallega skrifað glæpasögur fyrir fullorðna, svo sem Blóðberg og Svartir englar. Kolkrabbinn er enn í vinnslu og kemur til með að verða fjögurra metra hár þegar verkinu verður lokið og sölsar því undir sig mikið pláss á Lokastíg 18. „Hér voru framkvæmdir í gangi svo stillansarnir voru hér. Íbúi hússins, Dagur Gunnarsson , spurðu hvort ég vildi ekki bara skreyta vegginn eftir að hafa séð málverk eftir mig af kolkrabbanum, svo ég sló auðvitað til, en Múr og Mál settu upp stillansa fyrir mig, og Kópal sá um auka málningu,“ útskýrir Edda. Kolkrabbinn höfðar þó ekki aðeins til ungu kynslóðarinnar, því hann er einnig rammpólitískur. „Kolmar endurspeglar líka þetta kolkrabbaríki sem við búum í, þar sem fáar ættir taka yfir allt og teygja anga sína býsna langt.“ Hún tekur þó skýrt fram að það sé auðvitað í höndum hvers og eins að túlka Kolmar og fólk megi velta tilvist hans fyrir sér á alla mögulega vegu, þetta sé einungis hennar hugmyndir um kolkrabbann Kolmar. Edda nýtir hverja stund eftir vinnudaginn því hún starfar í textílvöruversluninni Vouge en stefnir á nám við Listaháskólann í haust. „Ég fer eftir vinnu á kvöldin þegar ekki rignir,“ segir hún og viðurkennir fúslega að verkið hafi vaxið henni töluvert í augum eftir að hún tók upp pensilinn. „Ég fékk eiginlega sjokk þegar ég byrjaði að grunna þetta og velti alvarlega fyrir mér út í hvað ég væri búin að koma mér. En þetta er ógeðslega gaman og ekki verra þegar það er komin svona góð mynd á þetta allt saman.“ Edda segir ferðamenn gríðarlega áhugasama um Kolmar, en hún segist afar ánægð með hvert myndin stefnir. „Mér finnst þetta rosalega flott þó ég segi sjálf frá,“ segir listakonan hæstánægð að lokum. Menning Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Sjá meira
„Ég bjó Kolmar til fyrir löngu síðan, en þetta er einhvers konar barnabókafígúra sem mig langar að setja í bók seinna meir, við pabbi erum að skoða þetta allt,“ segir Edda Karólína Ævarsdóttir listakona sem stendur fyrir þessari nýju viðbót við miðborgina. Pabbi Eddu er Ævar Örn Jósepsson rithöfundur, sem fram til þessa hefur aðallega skrifað glæpasögur fyrir fullorðna, svo sem Blóðberg og Svartir englar. Kolkrabbinn er enn í vinnslu og kemur til með að verða fjögurra metra hár þegar verkinu verður lokið og sölsar því undir sig mikið pláss á Lokastíg 18. „Hér voru framkvæmdir í gangi svo stillansarnir voru hér. Íbúi hússins, Dagur Gunnarsson , spurðu hvort ég vildi ekki bara skreyta vegginn eftir að hafa séð málverk eftir mig af kolkrabbanum, svo ég sló auðvitað til, en Múr og Mál settu upp stillansa fyrir mig, og Kópal sá um auka málningu,“ útskýrir Edda. Kolkrabbinn höfðar þó ekki aðeins til ungu kynslóðarinnar, því hann er einnig rammpólitískur. „Kolmar endurspeglar líka þetta kolkrabbaríki sem við búum í, þar sem fáar ættir taka yfir allt og teygja anga sína býsna langt.“ Hún tekur þó skýrt fram að það sé auðvitað í höndum hvers og eins að túlka Kolmar og fólk megi velta tilvist hans fyrir sér á alla mögulega vegu, þetta sé einungis hennar hugmyndir um kolkrabbann Kolmar. Edda nýtir hverja stund eftir vinnudaginn því hún starfar í textílvöruversluninni Vouge en stefnir á nám við Listaháskólann í haust. „Ég fer eftir vinnu á kvöldin þegar ekki rignir,“ segir hún og viðurkennir fúslega að verkið hafi vaxið henni töluvert í augum eftir að hún tók upp pensilinn. „Ég fékk eiginlega sjokk þegar ég byrjaði að grunna þetta og velti alvarlega fyrir mér út í hvað ég væri búin að koma mér. En þetta er ógeðslega gaman og ekki verra þegar það er komin svona góð mynd á þetta allt saman.“ Edda segir ferðamenn gríðarlega áhugasama um Kolmar, en hún segist afar ánægð með hvert myndin stefnir. „Mér finnst þetta rosalega flott þó ég segi sjálf frá,“ segir listakonan hæstánægð að lokum.
Menning Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Sjá meira