Rúnar Páll hitti naglann á höfuðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. júní 2015 07:30 Præst er duglegur að messa yfir sínum mönnum. Vísir/Stefán „Það er erfitt að segja hvað er að gerast hjá okkur. Það er bara ekki sami karakter og í fyrra,“ segir Michael Præst, fyrirliði Íslandsmeistara Stjörnunnar, við Fréttablaðið um gengi meistaranna í Pepsi-deildinni til þessa. Stjarnan hefur ekki unnið leik síðan í annarri umferð og er nú búin að tapa tveimur deildarleikjum í röð. Nú síðast steinlá liðið gegn Fjölni á heimavelli, 3-1, þar sem það var einfaldlega heppið að fá ekki verri útreið. „Í fyrra lögðum við mikið á okkur í hverjum leik. Við fengum ekki á okkur skyndisóknir og vörnin var alltaf þétt. Núna erum við alltaf galopnir gagnvart skyndisóknum og erum að gera mistök sem við létum önnur lið gera í fyrra,“ segir Præst. Rúnari Páli Sigmundssyni, þjálfara Íslandsmeistaranna, var nóg boðið eftir leik og sagði í viðtali að það væri ekki furða að liðið tapaði ef „leikmenn nenntu ekki að leggja sig fram“. Præst kom ummæli þjálfarans ekkert á óvart heldur er hann fyllilega sammála Rúnari. „Hann hitti einfaldlega naglann á höfuðið. Deildin er þannig, eins og í fyrra, að allir eru að vinna alla. Við verðum að leggja meira á okkur í hverjum einasta leik. Annars töpum við. Það er ekkert flókið. Við megum ekki bara vera ellefu leikmenn að hlaupa sem einstaklingar heldur verðum að spila sem lið. En nú höfum við náð botni,“ segir Præst. Fyrirliðinn segir að leikmenn Stjörnunnar hafi rætt saman á æfingu í gær eftir útreiðina gegn Fjölni og að þeir ætli að snúa dæminum við áður en það verður um seinan. „Við litum bara hver í augun á öðrum og ræddum þetta. Við ætlum að byggja upp frá vörninni núna og vera jafnöflugir og við getum spilað. Við ætlum ekki að finna taktinn með neinum glansfótbolta. Þetta snýst um að vinna leiki og við viljum sýna að við getum spilað eins og Stjarnan í fyrra,“ segir hann. Præst segist hafa grunað að þetta gæti gerst. „Ég hélt að þetta væri einsdæmi eftir Blikaleikinn en svo mætti Fjölnir og pakkaði okkur saman. Nú þurfum við að fara spila sem lið.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rúnar Páll: Ef menn nenna þessu ekki fáum við ekkert út úr leikjunum Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ómyrkur í máli eftir tap Íslandsmeistaranna fyrir Fjölni á Samsung-vellinum í kvöld. 7. júní 2015 21:55 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Fjölnir 1-3 | Fjölnismenn rúlluðu yfir meistarana Fjölnismenn unnu öruggan 1-3 sigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar á heimavelli þeirra í Garðabænum í 7. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 7. júní 2015 00:01 Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
„Það er erfitt að segja hvað er að gerast hjá okkur. Það er bara ekki sami karakter og í fyrra,“ segir Michael Præst, fyrirliði Íslandsmeistara Stjörnunnar, við Fréttablaðið um gengi meistaranna í Pepsi-deildinni til þessa. Stjarnan hefur ekki unnið leik síðan í annarri umferð og er nú búin að tapa tveimur deildarleikjum í röð. Nú síðast steinlá liðið gegn Fjölni á heimavelli, 3-1, þar sem það var einfaldlega heppið að fá ekki verri útreið. „Í fyrra lögðum við mikið á okkur í hverjum leik. Við fengum ekki á okkur skyndisóknir og vörnin var alltaf þétt. Núna erum við alltaf galopnir gagnvart skyndisóknum og erum að gera mistök sem við létum önnur lið gera í fyrra,“ segir Præst. Rúnari Páli Sigmundssyni, þjálfara Íslandsmeistaranna, var nóg boðið eftir leik og sagði í viðtali að það væri ekki furða að liðið tapaði ef „leikmenn nenntu ekki að leggja sig fram“. Præst kom ummæli þjálfarans ekkert á óvart heldur er hann fyllilega sammála Rúnari. „Hann hitti einfaldlega naglann á höfuðið. Deildin er þannig, eins og í fyrra, að allir eru að vinna alla. Við verðum að leggja meira á okkur í hverjum einasta leik. Annars töpum við. Það er ekkert flókið. Við megum ekki bara vera ellefu leikmenn að hlaupa sem einstaklingar heldur verðum að spila sem lið. En nú höfum við náð botni,“ segir Præst. Fyrirliðinn segir að leikmenn Stjörnunnar hafi rætt saman á æfingu í gær eftir útreiðina gegn Fjölni og að þeir ætli að snúa dæminum við áður en það verður um seinan. „Við litum bara hver í augun á öðrum og ræddum þetta. Við ætlum að byggja upp frá vörninni núna og vera jafnöflugir og við getum spilað. Við ætlum ekki að finna taktinn með neinum glansfótbolta. Þetta snýst um að vinna leiki og við viljum sýna að við getum spilað eins og Stjarnan í fyrra,“ segir hann. Præst segist hafa grunað að þetta gæti gerst. „Ég hélt að þetta væri einsdæmi eftir Blikaleikinn en svo mætti Fjölnir og pakkaði okkur saman. Nú þurfum við að fara spila sem lið.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rúnar Páll: Ef menn nenna þessu ekki fáum við ekkert út úr leikjunum Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ómyrkur í máli eftir tap Íslandsmeistaranna fyrir Fjölni á Samsung-vellinum í kvöld. 7. júní 2015 21:55 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Fjölnir 1-3 | Fjölnismenn rúlluðu yfir meistarana Fjölnismenn unnu öruggan 1-3 sigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar á heimavelli þeirra í Garðabænum í 7. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 7. júní 2015 00:01 Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Rúnar Páll: Ef menn nenna þessu ekki fáum við ekkert út úr leikjunum Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ómyrkur í máli eftir tap Íslandsmeistaranna fyrir Fjölni á Samsung-vellinum í kvöld. 7. júní 2015 21:55
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Fjölnir 1-3 | Fjölnismenn rúlluðu yfir meistarana Fjölnismenn unnu öruggan 1-3 sigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar á heimavelli þeirra í Garðabænum í 7. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 7. júní 2015 00:01
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn