Innlent

Handtekinn þar sem hann svaf í strætóskýli

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Maðurinn var sofandi í strætóskýlinu og ekki ánægður með að vera vakinn.
Maðurinn var sofandi í strætóskýlinu og ekki ánægður með að vera vakinn. vísir/pjetur
Rúmlega hálfeitt í nótt handtók lögreglan mann við strætóskýli í Breiðholti. Hann var þar sofandi og var ekki par hrifinn af því að vera að vakinn.

Í dagbók lögreglu kemur fram að maðurinn hafi verið í annarlegu ástandi og með ætluð fíkniefni í fórum sínum. Þá hafi hann haft í hótunum við lögreglumenn. Maðurinn er vistaður í fangageymslu þar til ástand hans lagast.

Þá voru þrír piltar á aldrinum 14-17 ára handsamaðir í Breiðholt vegna gruns um innbrot í söluturn í hverfinu. Málið var afgreitt með aðkomu foreldra og tilkynningu til Barnaverndar.

Maður var svo handtekinn um klukkan hálffjögur í nótt við Njálsgötu, grunaður um innbrot. Er talið að maðurinn hafi brotið rúðu í hurð, farið inn í húsið og rótað í hirslum. Hann var ölvaður og er vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×