Hæstiréttur á að endurspegla samfélagið Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 26. september 2015 20:00 Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, segir tilefni til að endurskoða reglur um skipan dómara hér á landi. Skipan dómara í vikunni varpi ljósi á veikleika núverandi fyrirkomulags. Mikilvægt sé að líta til þess sjónarmiðs að hæstiréttur enduspegli þjóðfélagið.Skipan hæstaréttardómara í vikunni hefur verið mikið í umræðunni, ekki síst vegna jafnréttissjónarmiða en hér á landi er aðeins ein kona starfandi hæstaréttardómari á móti átta körlum. Sérstök hæfnisnefnd sem starfað hefur samkvæmt lögum frá 2010 lagði til að Karl Axelsson, starfandi hæstaréttardómari yrði skipaður dómari en einnig sóttu um stöðuna Ingveldur Einarsdóttir og Davíð Þór Björgvinsson. Gagnrýnt hefur verið að hæfnisnefndin sé einungis skipuð karlmönnum.„Ég held að það sé mikilvægt að menn taki tillit til þess sjónarmiðs að Hæstiréttur endurspegli samfélagið. Ég tel að málið gefi tilefni til þess að skoða þetta. Málið varpar ljósi á veikleikana á þessu fyrirkomulagi og það er skylda mín að skoða það,“ segir Ólöf.Mat nefndarinnar um að hún sé undanþegin jafnréttislögum hefur einnig verið gagnrýnt töluvert, meðal annars af félagi kvenna í lögmennsku og fyrrverandi hæstaréttardómara. Ráðherra getur hunsað mat nefndarinnar og lagt til að kona verði ráðinn í staðinn en þarf þá stuðning alþingis við skipan dómarans. Ólöf segist ekki hafa tekið ákvörðun um hvort það verði gert. „Ég held að það sé hafið yfir allan vafa að það var vilji löggjafans á þeim tíma sem jafnréttisögin voru sett að þau skyldu gilda fyrir alla. Ég horfi til framtíðar varðandi málið, það skiptir miklu máli að það sé ró um þetta mál. Og ég held að við eigum að taka það með okkur úr því sem hjálpar okkur til framtíðar,“ segir Ólöf Nordal innanríkisráðherra. Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, segir tilefni til að endurskoða reglur um skipan dómara hér á landi. Skipan dómara í vikunni varpi ljósi á veikleika núverandi fyrirkomulags. Mikilvægt sé að líta til þess sjónarmiðs að hæstiréttur enduspegli þjóðfélagið.Skipan hæstaréttardómara í vikunni hefur verið mikið í umræðunni, ekki síst vegna jafnréttissjónarmiða en hér á landi er aðeins ein kona starfandi hæstaréttardómari á móti átta körlum. Sérstök hæfnisnefnd sem starfað hefur samkvæmt lögum frá 2010 lagði til að Karl Axelsson, starfandi hæstaréttardómari yrði skipaður dómari en einnig sóttu um stöðuna Ingveldur Einarsdóttir og Davíð Þór Björgvinsson. Gagnrýnt hefur verið að hæfnisnefndin sé einungis skipuð karlmönnum.„Ég held að það sé mikilvægt að menn taki tillit til þess sjónarmiðs að Hæstiréttur endurspegli samfélagið. Ég tel að málið gefi tilefni til þess að skoða þetta. Málið varpar ljósi á veikleikana á þessu fyrirkomulagi og það er skylda mín að skoða það,“ segir Ólöf.Mat nefndarinnar um að hún sé undanþegin jafnréttislögum hefur einnig verið gagnrýnt töluvert, meðal annars af félagi kvenna í lögmennsku og fyrrverandi hæstaréttardómara. Ráðherra getur hunsað mat nefndarinnar og lagt til að kona verði ráðinn í staðinn en þarf þá stuðning alþingis við skipan dómarans. Ólöf segist ekki hafa tekið ákvörðun um hvort það verði gert. „Ég held að það sé hafið yfir allan vafa að það var vilji löggjafans á þeim tíma sem jafnréttisögin voru sett að þau skyldu gilda fyrir alla. Ég horfi til framtíðar varðandi málið, það skiptir miklu máli að það sé ró um þetta mál. Og ég held að við eigum að taka það með okkur úr því sem hjálpar okkur til framtíðar,“ segir Ólöf Nordal innanríkisráðherra.
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira