Leikhúskaffi í Gerðubergi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. janúar 2015 13:30 Sviðið er eins og útvarpsleikhús og mikið lagt upp úr hljóðmyndinni í Ofsa. „Leikhúskaffið verður fjórum sinnum nú á vormisseri, alltaf síðasta miðvikudag mánaðarins klukkan 20 og byrjar í kvöld,“ segir Stella Soffía Jóhannesdóttir, bókmenntafræðingur hjá Borgarbókasafninu og tekur fram að dagskráin sé samstarfsverkefni safnsins og Þjóðleikhússins. „Þær sýningar sem við fjöllum um eru í fyrsta lagi Ofsi sem leikhópurinn Aldrei óstelandi sýnir í Kassanum og er byggð á samnefndri bók Einars Kárasonar. Marta Nordal, leikstjóri og höfundur leikgerðar, kemur ásamt leikurum úr sýningunni þeim Eddu Björgu Eyjólfsdóttur og Stefáni Halli Stefánssyni ásamt höfundi bókarinnar. Þau skiptast á að segja frá því hvernig verkið var unnið og lýsa æfingaferlinu. Gestum gefst svo kostur á að bera upp spurningar.“ Stella Soffía upplýsir að í febrúar verði fjallað um Bjart í Sumarhúsum, þá komi Símon Birgisson dramatúrg og fái með sér Atla Rafn Sigurðarson sem leikur titilhlutverkið.Hugmyndin er að leikhúskaffið verði á bókmenntalegum nótum, að sögn Stellu Soffíu.„Svo er lengra í hin kvöldin en það er búið að ákveða að fjalla um Segulsvið, nýtt leikrit eftir Sigurð Pálsson rithöfund, í mars og síðasta verkið er Fjalla-Eyvindur. Við höfum verið með bókakaffi, handverkskaffi og heimspekikaffi en þetta er í fyrsta skipti sem við efnum til leikhúskaffis. Hugmyndin er að það verði á bókmenntalegum nótum og aðgangur er ókeypis og öllum heimill,“segir Stella Soffía Í verkinu Ofsa segir frá endurkomu Gissurar Þorvaldssonar úr Noregsför. Hann vill leita sátta við Sturlunga og blásið er til brúðkaups á Flugumýri í þeim tilgangi. En ekki fer allt eins og Gissur ætlar, eins og kunnugt er. Sýningin í Kassanum í Þjóðleikhúsinu hefur hlotið lof gagnrýnenda og vakið athygli fyrir snjallar lausnir og óvenjulega nálgun á bók Einars. Menning Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Leikhúskaffið verður fjórum sinnum nú á vormisseri, alltaf síðasta miðvikudag mánaðarins klukkan 20 og byrjar í kvöld,“ segir Stella Soffía Jóhannesdóttir, bókmenntafræðingur hjá Borgarbókasafninu og tekur fram að dagskráin sé samstarfsverkefni safnsins og Þjóðleikhússins. „Þær sýningar sem við fjöllum um eru í fyrsta lagi Ofsi sem leikhópurinn Aldrei óstelandi sýnir í Kassanum og er byggð á samnefndri bók Einars Kárasonar. Marta Nordal, leikstjóri og höfundur leikgerðar, kemur ásamt leikurum úr sýningunni þeim Eddu Björgu Eyjólfsdóttur og Stefáni Halli Stefánssyni ásamt höfundi bókarinnar. Þau skiptast á að segja frá því hvernig verkið var unnið og lýsa æfingaferlinu. Gestum gefst svo kostur á að bera upp spurningar.“ Stella Soffía upplýsir að í febrúar verði fjallað um Bjart í Sumarhúsum, þá komi Símon Birgisson dramatúrg og fái með sér Atla Rafn Sigurðarson sem leikur titilhlutverkið.Hugmyndin er að leikhúskaffið verði á bókmenntalegum nótum, að sögn Stellu Soffíu.„Svo er lengra í hin kvöldin en það er búið að ákveða að fjalla um Segulsvið, nýtt leikrit eftir Sigurð Pálsson rithöfund, í mars og síðasta verkið er Fjalla-Eyvindur. Við höfum verið með bókakaffi, handverkskaffi og heimspekikaffi en þetta er í fyrsta skipti sem við efnum til leikhúskaffis. Hugmyndin er að það verði á bókmenntalegum nótum og aðgangur er ókeypis og öllum heimill,“segir Stella Soffía Í verkinu Ofsa segir frá endurkomu Gissurar Þorvaldssonar úr Noregsför. Hann vill leita sátta við Sturlunga og blásið er til brúðkaups á Flugumýri í þeim tilgangi. En ekki fer allt eins og Gissur ætlar, eins og kunnugt er. Sýningin í Kassanum í Þjóðleikhúsinu hefur hlotið lof gagnrýnenda og vakið athygli fyrir snjallar lausnir og óvenjulega nálgun á bók Einars.
Menning Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“