Innlent

Rúmlega sjö af hverjum tíu hafa grátið síðastliðið ár

Atli Ísleifsson skrifar
Þegar litið var til tíðni gráturs eftir kyni og aldri þá sást greinilegur munur á hversu oft karlar og konur höfðu grátið á síðastliðnum 12 mánuðum.
Þegar litið var til tíðni gráturs eftir kyni og aldri þá sást greinilegur munur á hversu oft karlar og konur höfðu grátið á síðastliðnum 12 mánuðum. Vísir/Getty
72,3 prósent Íslendinga hafa grátið síðastliðið ár. Þetta er niðurstaða MMR sem kannaði tíðni gráturs á meðal Íslendinga.

Könnunin leiðir í ljós að íslenskar konur virðast gráta meira en íslenskir karlar.

„Þegar litið var til tíðni gráturs eftir kyni og aldri þá sást greinilegur munur á hversu oft karlar og konur höfðu grátið á síðastliðnum 12 mánuðum. Hlutfall karla sem sagðist aldrei hafa grátið á tímabilinu var á bilinu 27% til 61%, hæst meðal karla 68 ára og eldri (61%) og lægst meðal karla 18-29 ára (4%).

Hlutfall kvenna sem sagðist aldrei hafa grátið síðastliðna 12 mánuði reyndist mun lægra og var á bilinu 3% til 33%, hæst meðal kvenna 68 ára og eldri (33%) og lægst meðal kvenna 18-29 ára (3%). Þá kvaðst nokkuð hátt hlutfall kvenna á aldrinum 18-29 ára hafa grátið síðastliðna 12 mánuði, en 59% þessa hóps sagðist hafa grátið einu sinni í mánuði eða oftar,“ segir í frétt MMR.

Aðspurðir um að tilgreina ástæður að þeir höfðu grátið á síðastliðnum tólf mánuðum kom fram að óháð aldri voru 44% sem höfðu grátið þegar um var að ræða samhryggð með öðrum, þar á eftir voru 39% sem höfðu grátið vegna listaverka, bóka eða bíómynda og 36% sögðust hafa grátið vegna erfiðleika í fjölskyldunni.

Nánar má lesa um könnunina í frétt MMR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×