Innlent

Stúdentaráð tekur undir orð menntamálaráðherra

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Háskóli Íslands
Háskóli Íslands vísir/ernir
Stúdentaráð Háskóla Íslands tekur heilshugar undir ummæli Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, frá í gær um að þörf sé á að endurskoða útlánakerfi Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Leggur ráðið til að litið verði til fyrirkomulagsins sem þekkist á öðrum Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SHÍ.

„Það er styrkjakerfi fólgið í íslenska námslánakerfinu en það er engin alvöru stefnumótun á bak við hvernig þeim styrkjum er úthlutað eða til hverra þeir renna,“ sagði Illugi í samtali við Fréttablaðið í gær.

Í árskýrslu LÍN fyrir árin 2013-2014 kemur fram að þeir einstaklingar sem skuldi LÍN 2,5 milljónir eða minna greiða 85% af láni sínu til baka. Hins vegar greiða þeir aðeins um fjórðung sem skulda LÍN fimmtán milljónir eða meira. Vill SHÍ meina að í þessu kerfi felist styrkur en árið 2014 námu afskriftir LÍN um 7,6 milljöðrum króna.

Í tilkynningu SHÍ segir meðal annars að „með því að endurskoða útlánakerfið að norrænni fyrirmynd væri hægt að hafa styrkina í boði fyrir alla og gæta jafnræðis. Stúdentaráð telur að hægt sé að nýta útlánakerfi að norrænni fyrirmynd til að styðja nemendur að klára á „réttum“ tíma. Þannig kerfi er notað í Noregi þar sem lánum nemenda er að hluta breytt í styrk útskrifist þeir innan tímaramma. Það hefur aukin þjóðhagslegan ábata þar sem það kostar menntakerfið að hafa nemendur sem taka sér langan tíma við að brautskrást.“

Telur Stúdentaráð að með því að fara að þessari norrænu fyrirmynd væri hægt að breyta framfærsluláninu í styrk og þar með jafna hlut námsmanna óháð því hversu há lán þeir taka.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×