Innlent

Erlent par úrskurðað í gæsluvarðhald vegna fíkniefnafundarins

Birgir Olgeirsson skrifar
Norræna í Færeyjum.
Norræna í Færeyjum. Vísir/Óli Kr. Ármannsson
Héraðsdómur Austurlands féllst á beiðni lögreglustjórans á Austurlandi um að úrskurða erlent par í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna fíkniefnafundarins á Seyðifirði í gær. Við leit tollvarða og lögreglunnar á Austurlandi fundust um 90 kíló af hörðum efnum í bíl sem hafði komið hingað til lands með Norrænu. Var erlenda parið á bílnum og handtekið á staðnum.

Lögreglan á Austurlandi hefur ekkert viljað tjá sig um málið það sem af er degi en talið er að von sé á tilkynningu frá embættinu vegna málsins.

Er þetta einn stærsti fíkniefnafundur á Íslandi en árið 2009 var lagt hald á rúm hundrað kíló af hvítum efnum í Papaeyjarmálinu svokallaða.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.