Íslendingar verða spurðir um afstöðu sína til mannanafnalaga 10. júní 2015 15:51 Flestir töldu að leggja ætti mannanafnanefnd niður og fella úr mannanafnalögum takmarkanir á nafngjöf. Innanríkisráðuneytið mun á næstunni kanna í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands viðhorf almennings til löggjafar um mannanöfn. Á liðnum vetri var leitað samráðs á vef ráðuneytisins um hvort þörf væri á endurskoðun mannanafnalaga eða hvort fella mætti þau úr gildi. Alls bárust 30 umsagnir um málið og taldi meirihlutinn að þörf væri á að endurskoða löggjöfina. Ráðuneytið undirbýr nú að leita víðtækara álits almennings með áðurnefndri viðhorfskönnun. Frá þessu er greint á vef ráðuneytisins en aðdragandi könnunarinnar er sá að áður hafi verið efnt til opins samráðs á vefnum um hugsanlegar breytingar á lögum um mannanöfn og var fólk hvatt til þess að senda ráðuneytinu umsagnir. Til umræðu og skoðanaskipta voru settir fram þrír möguleikar og óskað var eftir að þeir sem sendu inn umsögn tilgreindu hvern þeirra þeir aðhylltust. Möguleikarnir þrír voru eftirfarandi: A - Hvorki er talin þörf á endurskoðun ákvæða mannanafnalaga um nafngjafir né störf mannanafnanefndar. Þeir almannahagsmunir sem liggja að baki ákvæðunum eru óbreyttir en í störfum mannanafnanefndar verði framvegis lögð meiri áhersla á þau sjónarmið sem fram hafa komið í dómaframkvæmd.B - Rétt er talið að gera tilteknar breytingar á mannanafnalögum, m.a. út frá þeim sjónarmiðum sem fram hafa komið hjá dómstólum. Áfram verða í löggjöf reglur um nöfn og nafngjafir en þær endurskoðaðar út frá sjónarmiðum í samfélaginu í dag. Þá verður hlutverk mannanafnanefndar jafnframt endurskoðað með hliðsjón af þessu.C - Rétt er talið að fella úr mannanafnalögum takmarkanir á nafngjöf og gefa þannig fullorðnum einstaklingum og foreldrum barna frelsi til að velja nöfn sín og barna sinna. Mannanafnanefnd er þá óþörf og hún því lögð niður. Rétt er að geta þess að fyrir Alþingi liggur nú frumvarp 14 þingmanna til breytinga á mannanafnalögum þar sem þessi leið er lögð til.Alls aðhylltust þrír fyrsta kostinn, sjö þann næsta en tuttugu manns þótti möguleiki C fýsilegastur. Í tilkynningunni segir að næstu skref í málinu felist í áframhaldandi athugun á lögum um mannanöfn. Í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands muni ráðuneytið leitast við að kanna nánar skoðanir fólks til málsins. Næstu misseri á eftir verða notuð til þess að vinna enn frekar úr niðurstöðunum. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Innanríkisráðuneytið mun á næstunni kanna í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands viðhorf almennings til löggjafar um mannanöfn. Á liðnum vetri var leitað samráðs á vef ráðuneytisins um hvort þörf væri á endurskoðun mannanafnalaga eða hvort fella mætti þau úr gildi. Alls bárust 30 umsagnir um málið og taldi meirihlutinn að þörf væri á að endurskoða löggjöfina. Ráðuneytið undirbýr nú að leita víðtækara álits almennings með áðurnefndri viðhorfskönnun. Frá þessu er greint á vef ráðuneytisins en aðdragandi könnunarinnar er sá að áður hafi verið efnt til opins samráðs á vefnum um hugsanlegar breytingar á lögum um mannanöfn og var fólk hvatt til þess að senda ráðuneytinu umsagnir. Til umræðu og skoðanaskipta voru settir fram þrír möguleikar og óskað var eftir að þeir sem sendu inn umsögn tilgreindu hvern þeirra þeir aðhylltust. Möguleikarnir þrír voru eftirfarandi: A - Hvorki er talin þörf á endurskoðun ákvæða mannanafnalaga um nafngjafir né störf mannanafnanefndar. Þeir almannahagsmunir sem liggja að baki ákvæðunum eru óbreyttir en í störfum mannanafnanefndar verði framvegis lögð meiri áhersla á þau sjónarmið sem fram hafa komið í dómaframkvæmd.B - Rétt er talið að gera tilteknar breytingar á mannanafnalögum, m.a. út frá þeim sjónarmiðum sem fram hafa komið hjá dómstólum. Áfram verða í löggjöf reglur um nöfn og nafngjafir en þær endurskoðaðar út frá sjónarmiðum í samfélaginu í dag. Þá verður hlutverk mannanafnanefndar jafnframt endurskoðað með hliðsjón af þessu.C - Rétt er talið að fella úr mannanafnalögum takmarkanir á nafngjöf og gefa þannig fullorðnum einstaklingum og foreldrum barna frelsi til að velja nöfn sín og barna sinna. Mannanafnanefnd er þá óþörf og hún því lögð niður. Rétt er að geta þess að fyrir Alþingi liggur nú frumvarp 14 þingmanna til breytinga á mannanafnalögum þar sem þessi leið er lögð til.Alls aðhylltust þrír fyrsta kostinn, sjö þann næsta en tuttugu manns þótti möguleiki C fýsilegastur. Í tilkynningunni segir að næstu skref í málinu felist í áframhaldandi athugun á lögum um mannanöfn. Í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands muni ráðuneytið leitast við að kanna nánar skoðanir fólks til málsins. Næstu misseri á eftir verða notuð til þess að vinna enn frekar úr niðurstöðunum.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?