Hernaðarandstæðingur hættur eftir fimmtán ár Nadine Yaghi skrifar 20. mars 2015 12:00 Stefán Pálsson fyrrum formaður Samtaka hernaðarandstæðing VÍSIR/VILHELM „Það er aldrei sniðugt að menn séu alltof lengi formenn og því fannst mér vera kominn tími fyrir mig til að hætta,“ segir Stefán Pálsson sagnfræðingur, sem hætti störfum sem formaður Samtaka hernaðarandstæðinga síðastliðinn miðvikudag. Stefán hefur verið formaður samtakanna síðan árið 2000. Stefán er þó hvergi nærri hættur að sinna málstaðnum og hefur hann tekið sæti í stjórn samtakanna.Stoltur af árum sínum Samtök hernaðarandstæðinga sem hétu áður Samtök herstöðvaandstæðinga eru íslensk félagssamtök sem eru þekkt fyrir áralanga baráttu fyrir brotthvarfi bandaríska hersins á Íslandi. Samtökin berjast gegn hervaldi og ofbeldi sem leið til að leysa deilumál þjóða. Þau krefjast þess einnig að Ísland segi sig úr NATO. Hernaðarandstæðingar eru friðarsinnar og hafa barist gegn stuðningi íslenskra stjórnvalda við stríðsrekstur úti um heim svo sem við stríðin í Írak, Afganistan og Líbýu. „Ég er rosalega stoltur af þessum árum mínum hjá Samtökum hernaðarandstæðinga,“ segir Stefán en bætir við að hann hafi fengið frábæran arftaka, Auði Lilju Erlingsdóttur stjórnmálafræðing. „Ég er mjög ánægður með Auði sem formann og reyndar leist mér mjög vel á báða sem buðu sig fram.“Sú fimmta í stóli formanns Auður er átjándi formaðurinn í sögu félagsins frá því að samtökin kusu sér fyrst formann árið 1975 og fimmta konan á formannsstóli. „Eðli máls samkvæmt var það þannig að á meðan á kalda stríðinu stóð, var bandaríski herinn á Miðnesheiðinni það sem barist var harðast gegn. Þó var undirstaðan alltaf barátta gegn hervaldi hvar sem var í heiminum,“ segir Stefán. „Með tímanum hafa hlutirnir breyst. Áður skipti herstöðin alltaf mestu máli og síðan lokaði hún. Þá varð baráttan gegn aðild að NATO fyrirferðarmeiri þáttur í baráttunni. Síðustu ár hefur áherslan svo legið í misbeinni þátttöku íslenska ríkisins að styrjöldum,“ segir Stefán og nefnir framlagningu peninga og jafnvel starfsfólks sem dæmi um að Íslendingar hafi lýst yfir stuðningi við stríð. Markmið samtakanna eru meðal annars þau að berjast gegn hvers kyns kjarnorkuvígbúnaði og taka þátt í alþjóðlegu friðarstarfi. Þá berjast samtökin gegn stofnun íslensks hers og þátttöku Íslands í hernaðaraðgerðum og hernámi. Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fleiri fréttir Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Sjá meira
„Það er aldrei sniðugt að menn séu alltof lengi formenn og því fannst mér vera kominn tími fyrir mig til að hætta,“ segir Stefán Pálsson sagnfræðingur, sem hætti störfum sem formaður Samtaka hernaðarandstæðinga síðastliðinn miðvikudag. Stefán hefur verið formaður samtakanna síðan árið 2000. Stefán er þó hvergi nærri hættur að sinna málstaðnum og hefur hann tekið sæti í stjórn samtakanna.Stoltur af árum sínum Samtök hernaðarandstæðinga sem hétu áður Samtök herstöðvaandstæðinga eru íslensk félagssamtök sem eru þekkt fyrir áralanga baráttu fyrir brotthvarfi bandaríska hersins á Íslandi. Samtökin berjast gegn hervaldi og ofbeldi sem leið til að leysa deilumál þjóða. Þau krefjast þess einnig að Ísland segi sig úr NATO. Hernaðarandstæðingar eru friðarsinnar og hafa barist gegn stuðningi íslenskra stjórnvalda við stríðsrekstur úti um heim svo sem við stríðin í Írak, Afganistan og Líbýu. „Ég er rosalega stoltur af þessum árum mínum hjá Samtökum hernaðarandstæðinga,“ segir Stefán en bætir við að hann hafi fengið frábæran arftaka, Auði Lilju Erlingsdóttur stjórnmálafræðing. „Ég er mjög ánægður með Auði sem formann og reyndar leist mér mjög vel á báða sem buðu sig fram.“Sú fimmta í stóli formanns Auður er átjándi formaðurinn í sögu félagsins frá því að samtökin kusu sér fyrst formann árið 1975 og fimmta konan á formannsstóli. „Eðli máls samkvæmt var það þannig að á meðan á kalda stríðinu stóð, var bandaríski herinn á Miðnesheiðinni það sem barist var harðast gegn. Þó var undirstaðan alltaf barátta gegn hervaldi hvar sem var í heiminum,“ segir Stefán. „Með tímanum hafa hlutirnir breyst. Áður skipti herstöðin alltaf mestu máli og síðan lokaði hún. Þá varð baráttan gegn aðild að NATO fyrirferðarmeiri þáttur í baráttunni. Síðustu ár hefur áherslan svo legið í misbeinni þátttöku íslenska ríkisins að styrjöldum,“ segir Stefán og nefnir framlagningu peninga og jafnvel starfsfólks sem dæmi um að Íslendingar hafi lýst yfir stuðningi við stríð. Markmið samtakanna eru meðal annars þau að berjast gegn hvers kyns kjarnorkuvígbúnaði og taka þátt í alþjóðlegu friðarstarfi. Þá berjast samtökin gegn stofnun íslensks hers og þátttöku Íslands í hernaðaraðgerðum og hernámi.
Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fleiri fréttir Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Sjá meira