Hernaðarandstæðingur hættur eftir fimmtán ár Nadine Yaghi skrifar 20. mars 2015 12:00 Stefán Pálsson fyrrum formaður Samtaka hernaðarandstæðing VÍSIR/VILHELM „Það er aldrei sniðugt að menn séu alltof lengi formenn og því fannst mér vera kominn tími fyrir mig til að hætta,“ segir Stefán Pálsson sagnfræðingur, sem hætti störfum sem formaður Samtaka hernaðarandstæðinga síðastliðinn miðvikudag. Stefán hefur verið formaður samtakanna síðan árið 2000. Stefán er þó hvergi nærri hættur að sinna málstaðnum og hefur hann tekið sæti í stjórn samtakanna.Stoltur af árum sínum Samtök hernaðarandstæðinga sem hétu áður Samtök herstöðvaandstæðinga eru íslensk félagssamtök sem eru þekkt fyrir áralanga baráttu fyrir brotthvarfi bandaríska hersins á Íslandi. Samtökin berjast gegn hervaldi og ofbeldi sem leið til að leysa deilumál þjóða. Þau krefjast þess einnig að Ísland segi sig úr NATO. Hernaðarandstæðingar eru friðarsinnar og hafa barist gegn stuðningi íslenskra stjórnvalda við stríðsrekstur úti um heim svo sem við stríðin í Írak, Afganistan og Líbýu. „Ég er rosalega stoltur af þessum árum mínum hjá Samtökum hernaðarandstæðinga,“ segir Stefán en bætir við að hann hafi fengið frábæran arftaka, Auði Lilju Erlingsdóttur stjórnmálafræðing. „Ég er mjög ánægður með Auði sem formann og reyndar leist mér mjög vel á báða sem buðu sig fram.“Sú fimmta í stóli formanns Auður er átjándi formaðurinn í sögu félagsins frá því að samtökin kusu sér fyrst formann árið 1975 og fimmta konan á formannsstóli. „Eðli máls samkvæmt var það þannig að á meðan á kalda stríðinu stóð, var bandaríski herinn á Miðnesheiðinni það sem barist var harðast gegn. Þó var undirstaðan alltaf barátta gegn hervaldi hvar sem var í heiminum,“ segir Stefán. „Með tímanum hafa hlutirnir breyst. Áður skipti herstöðin alltaf mestu máli og síðan lokaði hún. Þá varð baráttan gegn aðild að NATO fyrirferðarmeiri þáttur í baráttunni. Síðustu ár hefur áherslan svo legið í misbeinni þátttöku íslenska ríkisins að styrjöldum,“ segir Stefán og nefnir framlagningu peninga og jafnvel starfsfólks sem dæmi um að Íslendingar hafi lýst yfir stuðningi við stríð. Markmið samtakanna eru meðal annars þau að berjast gegn hvers kyns kjarnorkuvígbúnaði og taka þátt í alþjóðlegu friðarstarfi. Þá berjast samtökin gegn stofnun íslensks hers og þátttöku Íslands í hernaðaraðgerðum og hernámi. Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Sjá meira
„Það er aldrei sniðugt að menn séu alltof lengi formenn og því fannst mér vera kominn tími fyrir mig til að hætta,“ segir Stefán Pálsson sagnfræðingur, sem hætti störfum sem formaður Samtaka hernaðarandstæðinga síðastliðinn miðvikudag. Stefán hefur verið formaður samtakanna síðan árið 2000. Stefán er þó hvergi nærri hættur að sinna málstaðnum og hefur hann tekið sæti í stjórn samtakanna.Stoltur af árum sínum Samtök hernaðarandstæðinga sem hétu áður Samtök herstöðvaandstæðinga eru íslensk félagssamtök sem eru þekkt fyrir áralanga baráttu fyrir brotthvarfi bandaríska hersins á Íslandi. Samtökin berjast gegn hervaldi og ofbeldi sem leið til að leysa deilumál þjóða. Þau krefjast þess einnig að Ísland segi sig úr NATO. Hernaðarandstæðingar eru friðarsinnar og hafa barist gegn stuðningi íslenskra stjórnvalda við stríðsrekstur úti um heim svo sem við stríðin í Írak, Afganistan og Líbýu. „Ég er rosalega stoltur af þessum árum mínum hjá Samtökum hernaðarandstæðinga,“ segir Stefán en bætir við að hann hafi fengið frábæran arftaka, Auði Lilju Erlingsdóttur stjórnmálafræðing. „Ég er mjög ánægður með Auði sem formann og reyndar leist mér mjög vel á báða sem buðu sig fram.“Sú fimmta í stóli formanns Auður er átjándi formaðurinn í sögu félagsins frá því að samtökin kusu sér fyrst formann árið 1975 og fimmta konan á formannsstóli. „Eðli máls samkvæmt var það þannig að á meðan á kalda stríðinu stóð, var bandaríski herinn á Miðnesheiðinni það sem barist var harðast gegn. Þó var undirstaðan alltaf barátta gegn hervaldi hvar sem var í heiminum,“ segir Stefán. „Með tímanum hafa hlutirnir breyst. Áður skipti herstöðin alltaf mestu máli og síðan lokaði hún. Þá varð baráttan gegn aðild að NATO fyrirferðarmeiri þáttur í baráttunni. Síðustu ár hefur áherslan svo legið í misbeinni þátttöku íslenska ríkisins að styrjöldum,“ segir Stefán og nefnir framlagningu peninga og jafnvel starfsfólks sem dæmi um að Íslendingar hafi lýst yfir stuðningi við stríð. Markmið samtakanna eru meðal annars þau að berjast gegn hvers kyns kjarnorkuvígbúnaði og taka þátt í alþjóðlegu friðarstarfi. Þá berjast samtökin gegn stofnun íslensks hers og þátttöku Íslands í hernaðaraðgerðum og hernámi.
Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Sjá meira