Enski boltinn

Balotelli veldur vonbrigðum í 99 skipti af hverjum 100

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mario Balotelli á erfitt uppdráttar á Anfield.
Mario Balotelli á erfitt uppdráttar á Anfield. vísir/getty
Mark Lawrenson, fyrrverandi leikmaður og margfaldur meistari með Liverpool, er enn af fjölmörgum sparkspekingum í Bretlandi sem er búinn að fá nóg af Mario Balotelli.

Lawrenson, sem hefur lengi starfað sem sérfræðingur BBC, reif Ítalann í tætlur eftir bikarleik Liverpool í gær þar sem liðið gerði markalaust jafntefli við Blackburn.

Sjá einnig:Sjáðu slæm meiðsli Martin Skrtel

„Gleymið Mario Balotelli. Hann er bara eyðsla á plássi. Hann ætti ekki að vera nálægt þessu liði,“ sagði Lawrenson.

Balotelli kom inn á eftir um klukkustundar leik en náði ekki að skora frekar en oft áður á leiktíðinni. Hann hefur aðeins skorað fjögur mörk í öllum keppnum.

„Ég get skilið hvers vegna Brendan Rodgers setti hann inn á. Kannski hann hefði getað búið eitthvað til en í 99 skipti af hverjum 100 veldur hann manni vonbrigðum,“ sagði Mark Lawrenson.

Lawrenson hafði ýmislegt til síns máls því tölfræðin segir að Balotelli átti aðeins eitt skot á markið á hálftímanum sem hann spilaði.


Tengdar fréttir

Liverpool þarf að mæta Blackburn aftur

Liverpool og Blackburn verða að mætast aftur í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar eftir að liðin gerðu markalaust jafntefli á Anfield í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×