Enski boltinn

Sjáðu slæm meiðsli Martin Skrtel

Anton Ingi Leifsson skrifar
Skrtel liggur á börunum sárþjáður.
Skrtel liggur á börunum sárþjáður. Vísir/Getty
Martin Skrtel, miðvörður Liverpool, lenti í óhugnarlegu atviki í leik liðsins gegn Blackburn í FA-bikarnum í dag. Leikurinn er liður í átta liða úrslitum keppninnar.

Hann lenti í samstuði við Rudy Gestade og féll all harkalega til jarðar. Skrtel lá lengi vel, enda fallið óhugnalegt - en var svo borinn af velli. Honum var klappað lof í lófa.

Skrtel hefur spilað vel það sem af er tímabilinu, en óvíst er á þessari stndu hversu lengi hann verður frá.

Leikurinn er í átta liða úrslitum keppninnar, en sigurliðið leikur í undanúrslitum á Wembley. Staðan þegar þetta er skrifað er 0-0.

Myndband af meiðslunum má sjá hér að neðan, en taka skal fram að þetta er ekki fyrir viðkvæma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×