Enski boltinn

Liverpool þarf að mæta Blackburn aftur

Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. vísir/getty
Liverpool og Blackburn verða að mætast aftur í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar eftir að liðin gerðu markalaust jafntefli á Anfield í dag.

Leikurinn var ekki mikið fyrir augað, en bæði lið gerðu þó tilkall til vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Andre Marriner, dómari, var ekki á sama máli og dæmdi ekkert.

Liverpool reyndi og reyndi að skora, en allt kom fyrir ekki og lokatölur urðu markalaust jafntefli.

Liðin þurfa þvi að mætast að nýju, en nú á heimavelli Blackburn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×