Biskup segir að samfélaginu beri að koma flóttamönnum til hjálpar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 3. september 2015 18:14 Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands. Vísir/Anton „Ákall samfélagsins er skýrt varðandi neyð flóttamanna frá Sýrlandi. Okkur ber að koma til hjálpar. Undir það ákall tek ég.“ Þetta segir Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands í tilkynningu. „Jafnframt treysti ég á hið góða liðsinni Hjálparstarfs kirkjunnar og þá þekkingu sem þar hefur skapast til þess að leiða okkur áfram í aðstoð við flóttamenn. Í ágúst var birt ályktun frá Hjálparstarfi kirkjunnar um að evrópskt samfélag verði að bregðast við.“ Í ályktuninni kom fram að Evrópubúar séu í aðstöðu til að rétta hjálparhönd og að stjórnvöld megi ekki bregðast skyldu sinni til að virða rétt fólks til mannsæmandi lífs. „Flóttamannavandinn er vandi okkar allra,“ skrifar biskup. „Til að mæta honum þurfum við heildarsýn og fagleg vinnubrögð. Fyrsta skrefið er að bjarga mannslífum. Síðan verðum við að styðja fjárhagslega og með sjálfboðavinnu þær stofnanir samfélagsins og félög sem sinna málaflokknum best.“Kirkjan starfandi þar sem neyðin er stærst„Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að Alþjóðahjálparstarfi kirkna ACT - Alliance sem ásamt því að vinna að þróunarsamvinnu veitir neyðaraðstoð í kjölfar náttúruhamfara og vegna vopnaðra átaka.Vísir/GettyAðstoðin er veitt án skilyrða og aðgreiningar og fer fram eftir alþjóðlegum stöðlum um neyðaraðstoð og ströngum siðareglum. Hjálparstarf kirkjunnar veitir neyðaraðstoð vegna stríðsátaka á Sýrlandi í gegnum ATC þar sem leitast er við að uppfylla grunnþarfir hinna stríðshrjáðu. Áhersla er lögð á vernd og aðstoð til handa konum og börnum á vergangi í landinu og flóttafólki í nágrannalöndunum,“ segir í tilkynningunni. „Hér heima hefur prestur innflytjenda verið starfandi í þjóðkirkjunni um árabil. Séra Toshiki Toma þekkir vel aðstæður innflytjenda, flóttamanna, hælisleitenda og langtímagesta á Íslandi. Hann veitir sálgæslu, skipuleggur námskeið, fræðslufundi, annast helgihald í samstarfi við sóknarkirkjur og fleira mætti nefna. Á Suðurnesjum hafa sóknir kirkjunnar í samstarfi við fleiri aðila lagt lið flóttamönnum sem hingað koma.“Biskup hvetur söfnuði Þjóðkirkjunnar til að efna til samskotaSíðar í þessum mánuði er aðalfundur Hjálparstarfs kirkjunnar. Þar verður flóttamannavandinn í heiminum gert að umfjöllunarefni. 22. október fer svo fram ráðstefna um málefni flóttamanna á vegum Kirkjunnar í samstarfi við Rauða kross Íslands og fleiri aðila. Ennfremur hvetur biskup söfnuði Þjóðkirkjunnar að efna til samskota í kirkjum landsins sunnudaganna 13. september og 20. september nk. til stuðnings Hjálparstarfi kirkjunnar í starfsemi sinni innan ACT – Alliance á Sýrlandi og Jórdaníu. Tengdar fréttir Hjálparstarf kirkjunnar brýnir fyrir stjórnvöldum að virða mannréttindi "Þótt við búum á eyju í Norðurhafi verðum við að axla ábyrgð,“ segir framkvæmdastjóri hjálparstarfsins. 3. september 2015 16:44 Íslendingur í Búdapest: „Það er ekkert gert fyrir fólkið“ Heiðar Hauksson fór á aðallestarstöðina í Búdapest í gær með poka fulla af mat til að gefa flóttafólki sem hefur við á lestarstöðinni. 3. september 2015 13:00 Hvað kostar að taka á móti flóttamanni? Gera má ráð fyrir að kostnaður vegna móttöku flóttafólks geti numið á bilinu 4-5 milljónum króna á hvern einstakling miðað við fengna reynslu. 3. september 2015 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Fleiri fréttir Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Sjá meira
„Ákall samfélagsins er skýrt varðandi neyð flóttamanna frá Sýrlandi. Okkur ber að koma til hjálpar. Undir það ákall tek ég.“ Þetta segir Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands í tilkynningu. „Jafnframt treysti ég á hið góða liðsinni Hjálparstarfs kirkjunnar og þá þekkingu sem þar hefur skapast til þess að leiða okkur áfram í aðstoð við flóttamenn. Í ágúst var birt ályktun frá Hjálparstarfi kirkjunnar um að evrópskt samfélag verði að bregðast við.“ Í ályktuninni kom fram að Evrópubúar séu í aðstöðu til að rétta hjálparhönd og að stjórnvöld megi ekki bregðast skyldu sinni til að virða rétt fólks til mannsæmandi lífs. „Flóttamannavandinn er vandi okkar allra,“ skrifar biskup. „Til að mæta honum þurfum við heildarsýn og fagleg vinnubrögð. Fyrsta skrefið er að bjarga mannslífum. Síðan verðum við að styðja fjárhagslega og með sjálfboðavinnu þær stofnanir samfélagsins og félög sem sinna málaflokknum best.“Kirkjan starfandi þar sem neyðin er stærst„Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að Alþjóðahjálparstarfi kirkna ACT - Alliance sem ásamt því að vinna að þróunarsamvinnu veitir neyðaraðstoð í kjölfar náttúruhamfara og vegna vopnaðra átaka.Vísir/GettyAðstoðin er veitt án skilyrða og aðgreiningar og fer fram eftir alþjóðlegum stöðlum um neyðaraðstoð og ströngum siðareglum. Hjálparstarf kirkjunnar veitir neyðaraðstoð vegna stríðsátaka á Sýrlandi í gegnum ATC þar sem leitast er við að uppfylla grunnþarfir hinna stríðshrjáðu. Áhersla er lögð á vernd og aðstoð til handa konum og börnum á vergangi í landinu og flóttafólki í nágrannalöndunum,“ segir í tilkynningunni. „Hér heima hefur prestur innflytjenda verið starfandi í þjóðkirkjunni um árabil. Séra Toshiki Toma þekkir vel aðstæður innflytjenda, flóttamanna, hælisleitenda og langtímagesta á Íslandi. Hann veitir sálgæslu, skipuleggur námskeið, fræðslufundi, annast helgihald í samstarfi við sóknarkirkjur og fleira mætti nefna. Á Suðurnesjum hafa sóknir kirkjunnar í samstarfi við fleiri aðila lagt lið flóttamönnum sem hingað koma.“Biskup hvetur söfnuði Þjóðkirkjunnar til að efna til samskotaSíðar í þessum mánuði er aðalfundur Hjálparstarfs kirkjunnar. Þar verður flóttamannavandinn í heiminum gert að umfjöllunarefni. 22. október fer svo fram ráðstefna um málefni flóttamanna á vegum Kirkjunnar í samstarfi við Rauða kross Íslands og fleiri aðila. Ennfremur hvetur biskup söfnuði Þjóðkirkjunnar að efna til samskota í kirkjum landsins sunnudaganna 13. september og 20. september nk. til stuðnings Hjálparstarfi kirkjunnar í starfsemi sinni innan ACT – Alliance á Sýrlandi og Jórdaníu.
Tengdar fréttir Hjálparstarf kirkjunnar brýnir fyrir stjórnvöldum að virða mannréttindi "Þótt við búum á eyju í Norðurhafi verðum við að axla ábyrgð,“ segir framkvæmdastjóri hjálparstarfsins. 3. september 2015 16:44 Íslendingur í Búdapest: „Það er ekkert gert fyrir fólkið“ Heiðar Hauksson fór á aðallestarstöðina í Búdapest í gær með poka fulla af mat til að gefa flóttafólki sem hefur við á lestarstöðinni. 3. september 2015 13:00 Hvað kostar að taka á móti flóttamanni? Gera má ráð fyrir að kostnaður vegna móttöku flóttafólks geti numið á bilinu 4-5 milljónum króna á hvern einstakling miðað við fengna reynslu. 3. september 2015 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Fleiri fréttir Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Sjá meira
Hjálparstarf kirkjunnar brýnir fyrir stjórnvöldum að virða mannréttindi "Þótt við búum á eyju í Norðurhafi verðum við að axla ábyrgð,“ segir framkvæmdastjóri hjálparstarfsins. 3. september 2015 16:44
Íslendingur í Búdapest: „Það er ekkert gert fyrir fólkið“ Heiðar Hauksson fór á aðallestarstöðina í Búdapest í gær með poka fulla af mat til að gefa flóttafólki sem hefur við á lestarstöðinni. 3. september 2015 13:00
Hvað kostar að taka á móti flóttamanni? Gera má ráð fyrir að kostnaður vegna móttöku flóttafólks geti numið á bilinu 4-5 milljónum króna á hvern einstakling miðað við fengna reynslu. 3. september 2015 07:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent