Fangi á Litla-Hrauni hjó nærri Íslandsmeti í sterafalli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júní 2015 09:00 Umræddur fangi situr inni á Litla-hrauni. Vísir/Vilhelm Fangi á Litla-Hrauni kolféll á dögunum á lyfjaprófi en talið er að um næsthæsta hlutfall testeróns sé að ræða sem fundist hefur í lyfjaprófi hér á landi. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir mörg hundruð próf framkvæmd á ári hverju þar sem leitað er að allt frá áfengi og þekktum fíkniefnum yfir í ávanabindandi efni og stera. Fangar fá allt frá áminningu yfir í einangrunarvistun þegar þeir falla á prófum. T/E hlutfallið í sýni fangans var 107 samkvæmt heimildum Vísis. Um anabólíska stera er að ræða sem notaðir eru til að auka vöðvamassa. Hlutfallið er afar hátt en til samanburðar var T/E hlutfall handboltakappa sem féll á lyfjaprófi í febrúar í kringum 8. T/E er hlutfall testosterone (T) á móti epitestosterone (E) í líkamanum. Því er um rúmlega þrettánfalt magn að ræða þegar 107 er borið saman við mál handboltakappans sem töluvert var til umfjöllunar.Skúli Skúlason hjá lyfjaráði ÍSÍ.VísirHæst greinst 114 „Átta er ekki sérstaklega hátt,“ segir Skúli Skúlason, formaður Lyfjaráðs. Í þeim tilfellum sem íþróttamenn falli hér á landi sé T/E hlutfallið yfirleitt á bilinu 20-30. Öll sýni með hlutfall lægra en 10 eru send til sérstakrar skoðunar þar sem í kringum 2% karlmanna séu með náttúrulega hátt hlutfall T/E. Vísir hafði samband við Skúla til að fá skýringar á svo háu hlutfalli sem ekki er algengt að komi inn á borð lyfjaeftirlitsins. „Við höfum greint hæst í okkar prófum 114,“ segir Skúli. Um var að ræða keppanda á fitnessmóti fyrir um áratug. Hann þekkir ekki fleiri dæmi þess að T/E hlutfall hafi mælst yfir 100 hér á landi. Hann segir stærðargráðuna T/E í kringum 20-30 algengasta þegar menn eru greindir hér á landi.Páll Winkelvísir/gvaGetur þýtt einangrunarvist Páll Winkel fangelsismálastjóri segir í samtali við Vísi að lyfjapróf séu framkvæmd reglulega á Litla-Hrauni. Mælt er fyrir öllum þekktum fíkniefnum ávanabindandi efnum sem og sterum. Um sé að ræða mörg hundruð prufur á ári og það gerist reglulega að menn falli. Finnist efni í sýnum fanganna hefur það agaviðurlög í för með sér „Þeir sem eru í opnum fangelsum hafa þá verið fluttir í lokað fangelsi. Ef menn eru í lokuðum fangelsum fá þeir allt frá áminnningu yfir í einangrun fyrir ítrekuð og alvarleg brot,“ segir Páll. Páll segir þónokkur dæmi hafa komið upp í fangelsum hér á landi þar sem fangar mælast á sterum. Í kjölfarið hafi verið farið af stað með fræðslu innan veggja fangelsanna um hættueiginleika mismunandi efna. „Þetta er auðvitað eitthvað sem við höfum miklar áhyggjur af.“Verulega öflug notkun á sterum Sem fyrr segir er að öllum líkindum um næsthæsta T/E hlutfall að ræða sem fundist hefur í mælingu hér á landi. „Til þess að hlutfallið fari yfir 100 þarf að vera verulega öflug notkun á sterunum,“ segir Skúli aðspurður um hvernig svo hátt hlutfall geti eiginlega verið til komið. „Annað sem skiptir máli í þessu er hve stutt er síðan viðkomandi var að taka sterana,“ bætir Skúli við. Hafi sýnið verið tekið þegar fanginn var á hápunkti í inntöku sinni á sterum, oft kölluð „meðferð“, þá mælast hlutföllin mjög há. Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Fangi á Litla-Hrauni kolféll á dögunum á lyfjaprófi en talið er að um næsthæsta hlutfall testeróns sé að ræða sem fundist hefur í lyfjaprófi hér á landi. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir mörg hundruð próf framkvæmd á ári hverju þar sem leitað er að allt frá áfengi og þekktum fíkniefnum yfir í ávanabindandi efni og stera. Fangar fá allt frá áminningu yfir í einangrunarvistun þegar þeir falla á prófum. T/E hlutfallið í sýni fangans var 107 samkvæmt heimildum Vísis. Um anabólíska stera er að ræða sem notaðir eru til að auka vöðvamassa. Hlutfallið er afar hátt en til samanburðar var T/E hlutfall handboltakappa sem féll á lyfjaprófi í febrúar í kringum 8. T/E er hlutfall testosterone (T) á móti epitestosterone (E) í líkamanum. Því er um rúmlega þrettánfalt magn að ræða þegar 107 er borið saman við mál handboltakappans sem töluvert var til umfjöllunar.Skúli Skúlason hjá lyfjaráði ÍSÍ.VísirHæst greinst 114 „Átta er ekki sérstaklega hátt,“ segir Skúli Skúlason, formaður Lyfjaráðs. Í þeim tilfellum sem íþróttamenn falli hér á landi sé T/E hlutfallið yfirleitt á bilinu 20-30. Öll sýni með hlutfall lægra en 10 eru send til sérstakrar skoðunar þar sem í kringum 2% karlmanna séu með náttúrulega hátt hlutfall T/E. Vísir hafði samband við Skúla til að fá skýringar á svo háu hlutfalli sem ekki er algengt að komi inn á borð lyfjaeftirlitsins. „Við höfum greint hæst í okkar prófum 114,“ segir Skúli. Um var að ræða keppanda á fitnessmóti fyrir um áratug. Hann þekkir ekki fleiri dæmi þess að T/E hlutfall hafi mælst yfir 100 hér á landi. Hann segir stærðargráðuna T/E í kringum 20-30 algengasta þegar menn eru greindir hér á landi.Páll Winkelvísir/gvaGetur þýtt einangrunarvist Páll Winkel fangelsismálastjóri segir í samtali við Vísi að lyfjapróf séu framkvæmd reglulega á Litla-Hrauni. Mælt er fyrir öllum þekktum fíkniefnum ávanabindandi efnum sem og sterum. Um sé að ræða mörg hundruð prufur á ári og það gerist reglulega að menn falli. Finnist efni í sýnum fanganna hefur það agaviðurlög í för með sér „Þeir sem eru í opnum fangelsum hafa þá verið fluttir í lokað fangelsi. Ef menn eru í lokuðum fangelsum fá þeir allt frá áminnningu yfir í einangrun fyrir ítrekuð og alvarleg brot,“ segir Páll. Páll segir þónokkur dæmi hafa komið upp í fangelsum hér á landi þar sem fangar mælast á sterum. Í kjölfarið hafi verið farið af stað með fræðslu innan veggja fangelsanna um hættueiginleika mismunandi efna. „Þetta er auðvitað eitthvað sem við höfum miklar áhyggjur af.“Verulega öflug notkun á sterum Sem fyrr segir er að öllum líkindum um næsthæsta T/E hlutfall að ræða sem fundist hefur í mælingu hér á landi. „Til þess að hlutfallið fari yfir 100 þarf að vera verulega öflug notkun á sterunum,“ segir Skúli aðspurður um hvernig svo hátt hlutfall geti eiginlega verið til komið. „Annað sem skiptir máli í þessu er hve stutt er síðan viðkomandi var að taka sterana,“ bætir Skúli við. Hafi sýnið verið tekið þegar fanginn var á hápunkti í inntöku sinni á sterum, oft kölluð „meðferð“, þá mælast hlutföllin mjög há.
Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira