Fótbolti

Yngsti sonur Eiðs Smára í La Masia

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Skömmu eftir að Eiður Smári samdi við Barcelona árið 2006 hélt hann blaðamannafund á Íslandi þar sem fjölskylda hans var viðstödd. Hér er heldur Ragnhildur Sveinsdóttir, kona Eiðs Smára, á nýfæddum Daníel Tristan sem er klæddur í búning Barcelona.
Skömmu eftir að Eiður Smári samdi við Barcelona árið 2006 hélt hann blaðamannafund á Íslandi þar sem fjölskylda hans var viðstödd. Hér er heldur Ragnhildur Sveinsdóttir, kona Eiðs Smára, á nýfæddum Daníel Tristan sem er klæddur í búning Barcelona. Vísir/GVA
Spænska dagblaðið Sport greinir frá því að yngsti sonur Eiðs Smára Guðjohnsen hafi verið tekinn inn í La Masia, knattspyrnuakademíu Barcelona.

Daníel Tristan er fæddur árið 2006 en eldri bræður hans, Sveinn Aron og Andri Lúkas, hafa báðir spilað með yngri liðum Barcelona.

Bræðurnir spiluðu samkvæmt frétt Sport hjá knattspyrnuliði CF Gava í Barcelona á síðustu leiktíð en þar hefur fjölskylda Eiðs Smára búið síðan hann gekk í raðir Barcelona árið 2006.

Eiður Smári lék með Bolton á Englandi á síðusta tímabili en óvíst er á þessari stundu hvort hann verði áfram á mála hjá félaginu á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×