Emma hjá Chelsea vill taka upp Rooney-regluna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2015 11:30 Emma Hayes, knattspyrnustjóri kvennaliðs Chelsea. Vísir/Getty Emma Hayes, knattspyrnustjóri kvennaliðs Chelsea, er eina konan sem stýrir liði í ensku kvennadeildinni í fótbolta og hún vill að enska sambandið geri meira í því að hjálpa konum að komast að hjá enskum félögum. Emma vill að enska sambandið taki upp svokallaða Rooney-reglu úr NFL-deildinni en í stað þess að reglan snúist um að gefa minnihlutahópum eða lituðu fólki tækifæri á því að fara í starfsviðtöl, eins og í NFL-deildinni, þá vill Emma að félög beri skylda til að ræða við konur þegar starf losnar. Það eru ekki margar konur sem stýra liðum í fótboltanum í Englandi. „Við verðum að fá félögin til að taka áhættu í leit sinni að rétta aðilanum,“ sagði hin 38 ára gamla Emma Hayes við BBC. „Staðan er bara þannig að það eru ekki margar kvenþjálfarar sem hafa topp þjálfararéttindi en það mun breytast. Það sem þarf samt aðallega að breytast er að konur fá tækifæri á því að fara í viðtöl þegar þjálfarastörf losna," sagði Hayes. „Ef konur fá ekki starfið þá er það í fínu lagi en hægt og rólega munum við taka skrefin í rétta átt," sagði Hayes. „Þeir hafa Rooney-reglu í Bandaríkjunum og um leið og það koma upp fleiri konur með meiri þekkingu og meiri reynslu þá þurfa þær að fá tækifærið til að kynna sig fyrir stjórn félaganna," sagði Hayes. „Ég er stolt af foreldrum mínum fyrir að gefa mér sjálfstraustið til þess að koma mér í þessa stöðu. Ég vona að ég sé fyrirmynd fyrir aðra kvenþjálfara sem eru að koma upp. Ég trúi því líka að það séu fleiri konur sem telja sig geta þetta líka. Ef ég hjálpað þeim eitthvað að stíga þetta skref þá er ég stolt af því líka," sagði Hayes. Emma Hayes hefur ráðið ríkjum hjá Chelsea síðan 2012 og þær Edda Garðarsdóttir og Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir spiluðu hálft tímabil fyrir hana árið 2013. Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Sjá meira
Emma Hayes, knattspyrnustjóri kvennaliðs Chelsea, er eina konan sem stýrir liði í ensku kvennadeildinni í fótbolta og hún vill að enska sambandið geri meira í því að hjálpa konum að komast að hjá enskum félögum. Emma vill að enska sambandið taki upp svokallaða Rooney-reglu úr NFL-deildinni en í stað þess að reglan snúist um að gefa minnihlutahópum eða lituðu fólki tækifæri á því að fara í starfsviðtöl, eins og í NFL-deildinni, þá vill Emma að félög beri skylda til að ræða við konur þegar starf losnar. Það eru ekki margar konur sem stýra liðum í fótboltanum í Englandi. „Við verðum að fá félögin til að taka áhættu í leit sinni að rétta aðilanum,“ sagði hin 38 ára gamla Emma Hayes við BBC. „Staðan er bara þannig að það eru ekki margar kvenþjálfarar sem hafa topp þjálfararéttindi en það mun breytast. Það sem þarf samt aðallega að breytast er að konur fá tækifæri á því að fara í viðtöl þegar þjálfarastörf losna," sagði Hayes. „Ef konur fá ekki starfið þá er það í fínu lagi en hægt og rólega munum við taka skrefin í rétta átt," sagði Hayes. „Þeir hafa Rooney-reglu í Bandaríkjunum og um leið og það koma upp fleiri konur með meiri þekkingu og meiri reynslu þá þurfa þær að fá tækifærið til að kynna sig fyrir stjórn félaganna," sagði Hayes. „Ég er stolt af foreldrum mínum fyrir að gefa mér sjálfstraustið til þess að koma mér í þessa stöðu. Ég vona að ég sé fyrirmynd fyrir aðra kvenþjálfara sem eru að koma upp. Ég trúi því líka að það séu fleiri konur sem telja sig geta þetta líka. Ef ég hjálpað þeim eitthvað að stíga þetta skref þá er ég stolt af því líka," sagði Hayes. Emma Hayes hefur ráðið ríkjum hjá Chelsea síðan 2012 og þær Edda Garðarsdóttir og Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir spiluðu hálft tímabil fyrir hana árið 2013.
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Sjá meira