Akureyringar telja menningu mismunað eftir landsvæðum Sveinn Arnarsson skrifar 8. október 2015 08:00 Í minnisblaði framkvæmdastjóra Akureyrarstofu er þróun framlaga til Listasafns Íslands og Þjóðleikhússins skoðuð. Þar kemur fram mikill munur á þróun úthlutunar til menningarmála i Reykjavík og á Akureyri. vísir/pjetur Bæjarstjórn Akureyrar telur menningu og listum mismunað eftir svæðum og telur framlög til menningar á Akureyri óásættanleg og að ekki verði unað við það lengur. Framlög til stofnana ríkisins á höfuðborgarsvæðinu hafa hækkað um hundruð milljóna króna á sama tíma og framlög ríkis til sambærilegra stofnana á Akureyri hafa staðið í stað. Menningarsamningur við ríkið var ræddur á bæjarstjórnarfundi á Akureyri síðastliðinn þriðjudag og samþykkti bæjarstjórnin samhljóma harðorða bókun um fjárlagafrumvarpið 2016. Í minnisblaði sem lagt var fyrir bæjarstjórn kemur fram að frá árinu 2010 vanti um 65 milljónir króna til menningar og lista á Akureyri, ef úthlutun ríkisins hefði fylgt verðlagsþróun. „Til að bíta höfuðið af skömminni er nú í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2016 að finna þá köldu kveðju að framlag ráðuneytisins til samstarfssamningsins verði óbreytt áfram eða 138 milljónir króna,“ segir í minnisblaði sem unnið var af Þórgný Dýrfjörð, framkvæmdastjóra Akureyrarstofu. Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur þessa misskiptingu óásættanlega. „Það dylst engum að þessi skipting er óásættanleg og við þurfum að breyta þessu. Samningar um menningu og listir á Akureyri hafa ekki einu sinni fylgt verðlagsbreytingum frá árinu 2011. Ég hef óskað eftir sérstakri umræðu við menntamálaráðherra um menningarsamninga á landsbyggðinni á þingi og mun tala fyrir sanngjarnari úthlutunum til menningarmála utan höfuðborgarsvæðisins í fjárlaganefnd,“ segir Brynhildur. Jóni Páli Eyjólfssyni, leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar, finnst þessi samanburður sláandi millli höfuðborgar og landsbyggðar en telur það ekki nýjar fréttir. „Það er merkilegt að mönnum komi þetta á óvart, því þetta er staðreynd og hefur verið svona lengi. Hér á Akureyri er sama verðlagsþróun og í borginni og því þurfum við alveg eins og annars staðar að taka mið af verðlagsbreytingum en virðumst ekki fá leiðréttingu á því í fjárlögum,“ segir Jón Páll. „Þrátt fyrir þessa stöðu erum við að framleiða tvö ný verk fyrir börn á þessu leikári.“ Ekki náðist í mennta- og menningarmálaráðherra við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
Bæjarstjórn Akureyrar telur menningu og listum mismunað eftir svæðum og telur framlög til menningar á Akureyri óásættanleg og að ekki verði unað við það lengur. Framlög til stofnana ríkisins á höfuðborgarsvæðinu hafa hækkað um hundruð milljóna króna á sama tíma og framlög ríkis til sambærilegra stofnana á Akureyri hafa staðið í stað. Menningarsamningur við ríkið var ræddur á bæjarstjórnarfundi á Akureyri síðastliðinn þriðjudag og samþykkti bæjarstjórnin samhljóma harðorða bókun um fjárlagafrumvarpið 2016. Í minnisblaði sem lagt var fyrir bæjarstjórn kemur fram að frá árinu 2010 vanti um 65 milljónir króna til menningar og lista á Akureyri, ef úthlutun ríkisins hefði fylgt verðlagsþróun. „Til að bíta höfuðið af skömminni er nú í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2016 að finna þá köldu kveðju að framlag ráðuneytisins til samstarfssamningsins verði óbreytt áfram eða 138 milljónir króna,“ segir í minnisblaði sem unnið var af Þórgný Dýrfjörð, framkvæmdastjóra Akureyrarstofu. Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur þessa misskiptingu óásættanlega. „Það dylst engum að þessi skipting er óásættanleg og við þurfum að breyta þessu. Samningar um menningu og listir á Akureyri hafa ekki einu sinni fylgt verðlagsbreytingum frá árinu 2011. Ég hef óskað eftir sérstakri umræðu við menntamálaráðherra um menningarsamninga á landsbyggðinni á þingi og mun tala fyrir sanngjarnari úthlutunum til menningarmála utan höfuðborgarsvæðisins í fjárlaganefnd,“ segir Brynhildur. Jóni Páli Eyjólfssyni, leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar, finnst þessi samanburður sláandi millli höfuðborgar og landsbyggðar en telur það ekki nýjar fréttir. „Það er merkilegt að mönnum komi þetta á óvart, því þetta er staðreynd og hefur verið svona lengi. Hér á Akureyri er sama verðlagsþróun og í borginni og því þurfum við alveg eins og annars staðar að taka mið af verðlagsbreytingum en virðumst ekki fá leiðréttingu á því í fjárlögum,“ segir Jón Páll. „Þrátt fyrir þessa stöðu erum við að framleiða tvö ný verk fyrir börn á þessu leikári.“ Ekki náðist í mennta- og menningarmálaráðherra við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira