Akureyringar telja menningu mismunað eftir landsvæðum Sveinn Arnarsson skrifar 8. október 2015 08:00 Í minnisblaði framkvæmdastjóra Akureyrarstofu er þróun framlaga til Listasafns Íslands og Þjóðleikhússins skoðuð. Þar kemur fram mikill munur á þróun úthlutunar til menningarmála i Reykjavík og á Akureyri. vísir/pjetur Bæjarstjórn Akureyrar telur menningu og listum mismunað eftir svæðum og telur framlög til menningar á Akureyri óásættanleg og að ekki verði unað við það lengur. Framlög til stofnana ríkisins á höfuðborgarsvæðinu hafa hækkað um hundruð milljóna króna á sama tíma og framlög ríkis til sambærilegra stofnana á Akureyri hafa staðið í stað. Menningarsamningur við ríkið var ræddur á bæjarstjórnarfundi á Akureyri síðastliðinn þriðjudag og samþykkti bæjarstjórnin samhljóma harðorða bókun um fjárlagafrumvarpið 2016. Í minnisblaði sem lagt var fyrir bæjarstjórn kemur fram að frá árinu 2010 vanti um 65 milljónir króna til menningar og lista á Akureyri, ef úthlutun ríkisins hefði fylgt verðlagsþróun. „Til að bíta höfuðið af skömminni er nú í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2016 að finna þá köldu kveðju að framlag ráðuneytisins til samstarfssamningsins verði óbreytt áfram eða 138 milljónir króna,“ segir í minnisblaði sem unnið var af Þórgný Dýrfjörð, framkvæmdastjóra Akureyrarstofu. Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur þessa misskiptingu óásættanlega. „Það dylst engum að þessi skipting er óásættanleg og við þurfum að breyta þessu. Samningar um menningu og listir á Akureyri hafa ekki einu sinni fylgt verðlagsbreytingum frá árinu 2011. Ég hef óskað eftir sérstakri umræðu við menntamálaráðherra um menningarsamninga á landsbyggðinni á þingi og mun tala fyrir sanngjarnari úthlutunum til menningarmála utan höfuðborgarsvæðisins í fjárlaganefnd,“ segir Brynhildur. Jóni Páli Eyjólfssyni, leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar, finnst þessi samanburður sláandi millli höfuðborgar og landsbyggðar en telur það ekki nýjar fréttir. „Það er merkilegt að mönnum komi þetta á óvart, því þetta er staðreynd og hefur verið svona lengi. Hér á Akureyri er sama verðlagsþróun og í borginni og því þurfum við alveg eins og annars staðar að taka mið af verðlagsbreytingum en virðumst ekki fá leiðréttingu á því í fjárlögum,“ segir Jón Páll. „Þrátt fyrir þessa stöðu erum við að framleiða tvö ný verk fyrir börn á þessu leikári.“ Ekki náðist í mennta- og menningarmálaráðherra við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Bæjarstjórn Akureyrar telur menningu og listum mismunað eftir svæðum og telur framlög til menningar á Akureyri óásættanleg og að ekki verði unað við það lengur. Framlög til stofnana ríkisins á höfuðborgarsvæðinu hafa hækkað um hundruð milljóna króna á sama tíma og framlög ríkis til sambærilegra stofnana á Akureyri hafa staðið í stað. Menningarsamningur við ríkið var ræddur á bæjarstjórnarfundi á Akureyri síðastliðinn þriðjudag og samþykkti bæjarstjórnin samhljóma harðorða bókun um fjárlagafrumvarpið 2016. Í minnisblaði sem lagt var fyrir bæjarstjórn kemur fram að frá árinu 2010 vanti um 65 milljónir króna til menningar og lista á Akureyri, ef úthlutun ríkisins hefði fylgt verðlagsþróun. „Til að bíta höfuðið af skömminni er nú í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2016 að finna þá köldu kveðju að framlag ráðuneytisins til samstarfssamningsins verði óbreytt áfram eða 138 milljónir króna,“ segir í minnisblaði sem unnið var af Þórgný Dýrfjörð, framkvæmdastjóra Akureyrarstofu. Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur þessa misskiptingu óásættanlega. „Það dylst engum að þessi skipting er óásættanleg og við þurfum að breyta þessu. Samningar um menningu og listir á Akureyri hafa ekki einu sinni fylgt verðlagsbreytingum frá árinu 2011. Ég hef óskað eftir sérstakri umræðu við menntamálaráðherra um menningarsamninga á landsbyggðinni á þingi og mun tala fyrir sanngjarnari úthlutunum til menningarmála utan höfuðborgarsvæðisins í fjárlaganefnd,“ segir Brynhildur. Jóni Páli Eyjólfssyni, leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar, finnst þessi samanburður sláandi millli höfuðborgar og landsbyggðar en telur það ekki nýjar fréttir. „Það er merkilegt að mönnum komi þetta á óvart, því þetta er staðreynd og hefur verið svona lengi. Hér á Akureyri er sama verðlagsþróun og í borginni og því þurfum við alveg eins og annars staðar að taka mið af verðlagsbreytingum en virðumst ekki fá leiðréttingu á því í fjárlögum,“ segir Jón Páll. „Þrátt fyrir þessa stöðu erum við að framleiða tvö ný verk fyrir börn á þessu leikári.“ Ekki náðist í mennta- og menningarmálaráðherra við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira