Hópamenning Fésbókarinnar Guðrún Ansnes skrifar 8. október 2015 13:30 vísir/daníel Fésbókarhópar skjóta upp kollinum líkt og gorkúlur, þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Fólk getur þar eydd dýrmætum tíma sínum í að kaupa sér notuð húsgögn, skoða annarra manna ketti eða tjúllast yfir minimalískum lífstíl í slagtogi við samferðaramenn sem deila áhugamálinu. Vísir tók saman þá fjölmennustu og fór hópurinn Brask og brall þar fremstur í flokki.Berglind Amy Guðnadóttir.Berglind Amy Guðnadóttir er ein þeirra ellefu sem sitja við stjórnvölin í þeim hópi. Skyldi vera stanslaust vinna að sjá um svona risavaxinn vettvang, þar sem fólk úr öllum áttum kemur saman og tjáir sig á bakvið tölvuskjái með lyklaborð að vopni? „Ég eyði eitthvað í kringum þrjátíu mínútum í þetta á dag,“ segir Bergllind. Segir hún þeim fjölda sem taki að sér að sjá um hópinn, að þakka að ekki fari meiri tími í verkið. Sé einfaldri stærðfræði beitt má fá út að fimm og hálfri klukkustund sé spanderað til að sinna hópnum á degi hverjum. Verkefni Berglindar eru aðallega fólgin í að fylgjast með ekki sé farið eftir gefnum reglum og að fólk hagi sér skikkanlega.„Þarna gerist ýmislegt og því verður að fylgjast með. Í eitt skiptið var þjóðþekktri konu hótað í athugasemdakerfinu, svo dæmi sé tekið.“ Berglind segist ekkert frá greitt fyrir aðkomu sína að hópnum heldur sinni þessu aðeins af áhuga. „Ég hef mikinn áhuga á bílum og finnst gaman að geta sinnt einhverju svona til hliðar. Frank, upphafsmann hópsins, vantaði fleiri stjórnendur og ég bara bauð mig fram.“Brask og brallMeðlimir: 60.116Stjórnendur: 11 Hópurinn er vettvangur fyrir fólk til að selja hluti og kaupa. Kennir þar ýmissa grasa, allt frá drossíum til dósaupptakara. Fastmótaðar reglur eru í hópnum, svo sem að ekki er í boði fyrir meðlimi að haga sér eins og sjálfskipaðar verðlöggur og síðan er ekki ætluð fyrirtækjum, heldur er hugsað um að „versla við litla manninn“.Gefins, Allt gefinsMeðlimir: 37.083Stjórnendur: 2 Hópur þar sem allt er gefins, og með öllu bannað að selja. Bannað er að óska eftir flöskum eða peningum innan hópsins, og er mottóið þar innanstokks að allir séu jafnir, þar sem ekki séu liðin nein leiðindi eða dónaskapur og fólki hiklaust hent út, hagi það sér ósiðsamlega.Beauty TipsMeðlimir: 30.580Stjórnendur: 3 Hópur þar sem íslenskar stúlkur á svo gott sem öllum aldri koma saman og ræða allt milli himins og jarðar, og einskorðast síður en svo við snyrtivörur eða sérleg ráð til að beita þeim. Þarna hafa sprottið fram byltingar á borð við #þöggun, þar sem fórnarlömb kynferðisafbrotamanna stigu fram og skiluðu til þeirra skömminni. Sagði upphafskona hópsins, Áslaug María Agnarsdóttir, frá því á dögunum að ítrekað sé reynt að kaupa af henni hópinn, án árangurs.HÚSGÖGN TIL SÖLU, BARA HÚSGÖGN OG SVOLEIÐIS, EKKI FÖTMeðlimir: 33.558Stjórnendur: 3 Hópurinn er aðeins ætlaður húsgagnasölum og kaupum og undir engum kringumstæðum ætlaður öðru. Reglurnar eru strangar og gildir þar albúmaregla sem ekki verður vikið frá, hvert húsgagn fer í rétta möppu ellegar hypjar það sig. Hér getur fólk gert gríðargóð kaup segja gárungar.LeigaMeðlimir: 24.606Stjórnendur: 3 Hérna hittast þjáningasystkin hins íslenska leigumarkaðar, þar sem heiðarleg tilraun er gerð til að flétta saman á einu bretti þá sem vilja leigja út íbúðir og þá sem leita sér að samastað. Regla númer eitt er einföld: „Bannað að vera með vesen“, og eru meðlimir vinsamlegast beðnir um að taka tillit til að hópurinn sé ekki vettvangur fyrir spjall milli meðlima um hve ömurlegur leigumarkaðurinn sé. Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Fésbókarhópar skjóta upp kollinum líkt og gorkúlur, þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Fólk getur þar eydd dýrmætum tíma sínum í að kaupa sér notuð húsgögn, skoða annarra manna ketti eða tjúllast yfir minimalískum lífstíl í slagtogi við samferðaramenn sem deila áhugamálinu. Vísir tók saman þá fjölmennustu og fór hópurinn Brask og brall þar fremstur í flokki.Berglind Amy Guðnadóttir.Berglind Amy Guðnadóttir er ein þeirra ellefu sem sitja við stjórnvölin í þeim hópi. Skyldi vera stanslaust vinna að sjá um svona risavaxinn vettvang, þar sem fólk úr öllum áttum kemur saman og tjáir sig á bakvið tölvuskjái með lyklaborð að vopni? „Ég eyði eitthvað í kringum þrjátíu mínútum í þetta á dag,“ segir Bergllind. Segir hún þeim fjölda sem taki að sér að sjá um hópinn, að þakka að ekki fari meiri tími í verkið. Sé einfaldri stærðfræði beitt má fá út að fimm og hálfri klukkustund sé spanderað til að sinna hópnum á degi hverjum. Verkefni Berglindar eru aðallega fólgin í að fylgjast með ekki sé farið eftir gefnum reglum og að fólk hagi sér skikkanlega.„Þarna gerist ýmislegt og því verður að fylgjast með. Í eitt skiptið var þjóðþekktri konu hótað í athugasemdakerfinu, svo dæmi sé tekið.“ Berglind segist ekkert frá greitt fyrir aðkomu sína að hópnum heldur sinni þessu aðeins af áhuga. „Ég hef mikinn áhuga á bílum og finnst gaman að geta sinnt einhverju svona til hliðar. Frank, upphafsmann hópsins, vantaði fleiri stjórnendur og ég bara bauð mig fram.“Brask og brallMeðlimir: 60.116Stjórnendur: 11 Hópurinn er vettvangur fyrir fólk til að selja hluti og kaupa. Kennir þar ýmissa grasa, allt frá drossíum til dósaupptakara. Fastmótaðar reglur eru í hópnum, svo sem að ekki er í boði fyrir meðlimi að haga sér eins og sjálfskipaðar verðlöggur og síðan er ekki ætluð fyrirtækjum, heldur er hugsað um að „versla við litla manninn“.Gefins, Allt gefinsMeðlimir: 37.083Stjórnendur: 2 Hópur þar sem allt er gefins, og með öllu bannað að selja. Bannað er að óska eftir flöskum eða peningum innan hópsins, og er mottóið þar innanstokks að allir séu jafnir, þar sem ekki séu liðin nein leiðindi eða dónaskapur og fólki hiklaust hent út, hagi það sér ósiðsamlega.Beauty TipsMeðlimir: 30.580Stjórnendur: 3 Hópur þar sem íslenskar stúlkur á svo gott sem öllum aldri koma saman og ræða allt milli himins og jarðar, og einskorðast síður en svo við snyrtivörur eða sérleg ráð til að beita þeim. Þarna hafa sprottið fram byltingar á borð við #þöggun, þar sem fórnarlömb kynferðisafbrotamanna stigu fram og skiluðu til þeirra skömminni. Sagði upphafskona hópsins, Áslaug María Agnarsdóttir, frá því á dögunum að ítrekað sé reynt að kaupa af henni hópinn, án árangurs.HÚSGÖGN TIL SÖLU, BARA HÚSGÖGN OG SVOLEIÐIS, EKKI FÖTMeðlimir: 33.558Stjórnendur: 3 Hópurinn er aðeins ætlaður húsgagnasölum og kaupum og undir engum kringumstæðum ætlaður öðru. Reglurnar eru strangar og gildir þar albúmaregla sem ekki verður vikið frá, hvert húsgagn fer í rétta möppu ellegar hypjar það sig. Hér getur fólk gert gríðargóð kaup segja gárungar.LeigaMeðlimir: 24.606Stjórnendur: 3 Hérna hittast þjáningasystkin hins íslenska leigumarkaðar, þar sem heiðarleg tilraun er gerð til að flétta saman á einu bretti þá sem vilja leigja út íbúðir og þá sem leita sér að samastað. Regla númer eitt er einföld: „Bannað að vera með vesen“, og eru meðlimir vinsamlegast beðnir um að taka tillit til að hópurinn sé ekki vettvangur fyrir spjall milli meðlima um hve ömurlegur leigumarkaðurinn sé.
Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira