Lyfjahneyksli skekur frjálsíþróttaheiminn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. ágúst 2015 19:00 Enska blaðið Sunday Times og þýska sjónvarpsstöðin ARD hafa í fórum sínum gögn sem sýna fram á lyfjamisnotkun margra af fremstu frjálsíþróttamanna og -kvenna heims. Gögnunum var lekið til fjölmiðla á dögunum. Þetta er niðurstaða úr um 12.000 blóðsýnum úr 5000 íþróttamönnum. Alls eru 146 verðlaunahafar, þar af 55 Ólympíu- og heimsmeistarar í þolgreinum, sagðir vera með grunsamleg blóðsýni. Sýnin voru tekin á árunum 2001-12. Í þessum hópi eru tíu verðlaunahafar á Ólympíuleikunum í London 2012. Enginn þessara verðlaunahafa hafa verið sviptir verðlaunum sínum. Samkvæmt skýrslunni eru Rússar stórtækastir í þessum efnum en 80% verðlaunahafa þeirra eru sagðir vera með óhreint mjöl í pokahorninu. Birgir Guðjónsson, læknir og einn helsti sérfræðingur Íslands í lyfjamálum íþróttamanna, segir að þessar fréttir hafi ekki komið sér á óvart. „Nei, alls ekki. Þetta efni, EPO, kom fyrst fram 1989 og kom inn á bannlistann 1995. Það er mjög erfitt að greina þetta og það er vitað að þetta yrði notað. Lance Armstrong tókst að fela það í næstum áratug,“ sagði Birgir í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. En af hverju hefur ekkert verið gert í málinu fyrr en núna? „Það er svo erfitt að greina efnið. Þetta brotnar fljótt niður í líkamanum og það hefur reynst erfitt að sanna að um inntöku efnisins hafi verið að ræða. Það hefur verið þróun í þessu í mörg ár og það er kannski vegna þess sem menn hafa farið í gömlu sýnin og séð að þau eru ekki hrein,“ sagði Birgir en innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ólögleg lyfjanotkun miklu útbreiddari en talið var Gögn sem eru sögð sýna að ólögleg lyfjanotkun sé algeng meðal frjálsíþróttafólks var lekið til fjölmiðla. Niðurstöðurnar eru sagðar sláandi. 2. ágúst 2015 13:20 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Sjá meira
Enska blaðið Sunday Times og þýska sjónvarpsstöðin ARD hafa í fórum sínum gögn sem sýna fram á lyfjamisnotkun margra af fremstu frjálsíþróttamanna og -kvenna heims. Gögnunum var lekið til fjölmiðla á dögunum. Þetta er niðurstaða úr um 12.000 blóðsýnum úr 5000 íþróttamönnum. Alls eru 146 verðlaunahafar, þar af 55 Ólympíu- og heimsmeistarar í þolgreinum, sagðir vera með grunsamleg blóðsýni. Sýnin voru tekin á árunum 2001-12. Í þessum hópi eru tíu verðlaunahafar á Ólympíuleikunum í London 2012. Enginn þessara verðlaunahafa hafa verið sviptir verðlaunum sínum. Samkvæmt skýrslunni eru Rússar stórtækastir í þessum efnum en 80% verðlaunahafa þeirra eru sagðir vera með óhreint mjöl í pokahorninu. Birgir Guðjónsson, læknir og einn helsti sérfræðingur Íslands í lyfjamálum íþróttamanna, segir að þessar fréttir hafi ekki komið sér á óvart. „Nei, alls ekki. Þetta efni, EPO, kom fyrst fram 1989 og kom inn á bannlistann 1995. Það er mjög erfitt að greina þetta og það er vitað að þetta yrði notað. Lance Armstrong tókst að fela það í næstum áratug,“ sagði Birgir í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. En af hverju hefur ekkert verið gert í málinu fyrr en núna? „Það er svo erfitt að greina efnið. Þetta brotnar fljótt niður í líkamanum og það hefur reynst erfitt að sanna að um inntöku efnisins hafi verið að ræða. Það hefur verið þróun í þessu í mörg ár og það er kannski vegna þess sem menn hafa farið í gömlu sýnin og séð að þau eru ekki hrein,“ sagði Birgir en innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ólögleg lyfjanotkun miklu útbreiddari en talið var Gögn sem eru sögð sýna að ólögleg lyfjanotkun sé algeng meðal frjálsíþróttafólks var lekið til fjölmiðla. Niðurstöðurnar eru sagðar sláandi. 2. ágúst 2015 13:20 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Sjá meira
Ólögleg lyfjanotkun miklu útbreiddari en talið var Gögn sem eru sögð sýna að ólögleg lyfjanotkun sé algeng meðal frjálsíþróttafólks var lekið til fjölmiðla. Niðurstöðurnar eru sagðar sláandi. 2. ágúst 2015 13:20