Enski boltinn

Bandaríkjamenn kaupa í Bournemouth

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
vísir/getty
Enska úrvalsdeildarfélagið Bournemouth fær stuðning frá Bandaríkjamönnum sem sjá framtíð hjá félaginu.

Hópur bandarískra fjárfesta var að kaupa 25 prósent hlut í félaginu. Sá sem leiðir hópinn er Matt Hulsizer en hann er eigandi NHL-liðsins, Minnesota Wild.

Hinn rússneski eigandi félagsins, Max Demin, verður áfram í forsvari og er spenntur fyrir samstarfinu við Bandaríkjamennina.

Þessi bandaríski hópur reyndi að kaupa Reading sumarið 2014 en hafði ekki erindi sem erfiði.

Bournemouth er í 18. sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur en mun líklega hafa efni á liðsstyrk í janúar eftir þessa innspýtingu í félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×