Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 193 er komið víða við.
Holly Holm skellir sér í heita pottinn með liði sínu og fer meðal annars í heljarstökk. Lipurlega gert. Ronda Rousey er aftur á móti mikið að spá í geimverum.
Stelpurnar fara svo á opna æfingu fyrir framan stóran fjölda af fólki. Þar slær Holly eftirminnilega í gegn er hún leyfir stelpu úr áhorfendaskaranum að æfa með sér.
Ronda gefur einnig af sér til bolsins með því að sitja fyrir á myndum og árita hitt og þetta.
Það er aðeins rúmur sólarhringur í bardaga þeirra sem verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.
Þáttinn má svo sjá hér að ofan.
Holly fer í heita pottinn og Ronda talar um geimverur
Tengdar fréttir

Stelpurnar slá í gegn
Áhorfendamet verður sett hjá UFC um helgina og það eru sterkar stelpur sem hafa selt 70 þúsund aðgöngumiða í Melbourne. Helsta aðdráttaraflið er þó hin ótrúlega Ronda Rousey sem hefur glímt tvisvar við Önnu Soffíu Víkingsdóttur, Í

Ronda er kvenkyns tortímandi
Schwarzenegger og aðrar stórstjörnur mæra Rondu Rousey í nýju kynningarmyndbandi fyrir bardaga hennar um næstu helgi.

Ronda æfir á hótelherberginu sínu
Í nýjasta þætti af Embedded, upphitunarþætti fyrir UFC 193, fáum við að kíkja inn á hótelherbergi hjá Rondu Rousey.